Innlent

Mótmæli á þaki Stjórnarráðsins

Tveir menn klifruðu fyrir stundu upp á þak Stjórnarráðsins, drógu íslenska fánann niður og ætluðu að flagga öðrum fána. Á þeim fána var áletrunin, "Engin helvítis álver", því má leiða líkum að því að mótmælendur framkvæmda við Kárahnjúka hafi staðið fyrir gjörningnum. Lögregla var kölluð til og mennirnir voru handteknir og færðir á lögreglustöðina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×