Íslenskum dreng bjargað úr flóðum 26. ágúst 2005 00:01 Matthías Þór Ingason hefur dvalið með enskum föður sínum og vinkonu hans á hóteli í svissneska bænum Engelberg í viku. Eftir þriggja daga stanlaust úrhelli lét vegurinn út úr bænum undan vatnselgnum og ruddist með flóðinu yfir nærliggjandi járnbrautateina. Við það rofnuðu samgöngur á jörðu niðri til og frá bænum og ekki aðra leið að fara en loftleiðina. Þyrlur hafa flutt fólk út úr bænum og borið mat til baka. Tólf kílómetra loftleið er til næsta bæjar. "Þetta var slæmt fyrst en hefur batnað," segir Matthías Þór sem meðal annars horfði upp á lítið hús verða að spýtnabraki ekki fjarri hótelinu. Þau dvelja á annarri hæð og hafa ekki verið í hættu en vatnið hefur náð upp að gluggum fyrstu hæðarinnar. Matthías Þór segist aldrei hafa óttast um líf sitt en viðurkennir að upplifunin sé sérstök."Ég hef ekki orðið hræddur og það er bara gaman að upplifa þetta." Það má líka heita undarleg sjón að horfa á endur synda um hótelgarðinn þar sem áður voru gras og gangstéttir. Í dag verða þau flutt með herþyrlu frá Engelberg til næsta bæjar, þaðan sem þau taka lest til Luzern og heldur Matthías af stað flugleiðina til Íslands á sunnudag. "Það hefur verið mjög erfitt að fylgjast með þessu héðan frá Íslandi," segir Þóra Birgitta Garðarsdóttir, móðir Matthíasar. Hún segir óvissuna hafa verið erfiðasta enda hafi hún aldrei vitað hvað myndi gerast næst. "Ég verð mjög fegin að fá hann heim," segir hún og bætir við að ættingjar og vinir hafi einnig haft þungar áhyggjur. Matthías býr í Njarðvík og átti eins og önnur íslensk börn að byrja í skóla í vikunni. Hann mætir á mánudag og hefur eflaust frá ýmsu að segja vinum sínum og skólasystkinum. Fréttir Innlent Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Matthías Þór Ingason hefur dvalið með enskum föður sínum og vinkonu hans á hóteli í svissneska bænum Engelberg í viku. Eftir þriggja daga stanlaust úrhelli lét vegurinn út úr bænum undan vatnselgnum og ruddist með flóðinu yfir nærliggjandi járnbrautateina. Við það rofnuðu samgöngur á jörðu niðri til og frá bænum og ekki aðra leið að fara en loftleiðina. Þyrlur hafa flutt fólk út úr bænum og borið mat til baka. Tólf kílómetra loftleið er til næsta bæjar. "Þetta var slæmt fyrst en hefur batnað," segir Matthías Þór sem meðal annars horfði upp á lítið hús verða að spýtnabraki ekki fjarri hótelinu. Þau dvelja á annarri hæð og hafa ekki verið í hættu en vatnið hefur náð upp að gluggum fyrstu hæðarinnar. Matthías Þór segist aldrei hafa óttast um líf sitt en viðurkennir að upplifunin sé sérstök."Ég hef ekki orðið hræddur og það er bara gaman að upplifa þetta." Það má líka heita undarleg sjón að horfa á endur synda um hótelgarðinn þar sem áður voru gras og gangstéttir. Í dag verða þau flutt með herþyrlu frá Engelberg til næsta bæjar, þaðan sem þau taka lest til Luzern og heldur Matthías af stað flugleiðina til Íslands á sunnudag. "Það hefur verið mjög erfitt að fylgjast með þessu héðan frá Íslandi," segir Þóra Birgitta Garðarsdóttir, móðir Matthíasar. Hún segir óvissuna hafa verið erfiðasta enda hafi hún aldrei vitað hvað myndi gerast næst. "Ég verð mjög fegin að fá hann heim," segir hún og bætir við að ættingjar og vinir hafi einnig haft þungar áhyggjur. Matthías býr í Njarðvík og átti eins og önnur íslensk börn að byrja í skóla í vikunni. Hann mætir á mánudag og hefur eflaust frá ýmsu að segja vinum sínum og skólasystkinum.
Fréttir Innlent Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira