Innlent

Um sjö þúsund á Esjuna í sumar

Tæplega sjö þúsund manns hafa skrifað nafn sitt í gestabók Ferðafélags Íslands á Þverfellshorni á Esjunni í sumar, en frá þessu er greint á heimasíðu Ferðafélagsins. Í dag verður sérstök gönguferð félagsins á Esjuna og meðal göngumanna verður Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, en forsætisráðuneytið styrkti framkvæmdir Ferðafélagsins á Þverfellshorni í sumar. Gangan hefst klukkan 18.30 í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×