Innlent

Út að borða í allan vetur

Gangi allir samningar eftir munu flestir nemendur grunnskólans á Blönduósi fara út að borða í hádeginu í allan vetur en bæjarráð hefur falið bæjarstjóra að semja við veitingahús um skólamáltíðir barnanna í vetur. Helgi Arnarsson, skólastjóri, segir þetta ekki jafn slæmt fyrirkomulag og virðist við fyrstu sýn enda sé umrætt veitingahús á skólalóðinni sjálfri. "Það má segja að um nokkurs konar reddingu sé að ræða enda gafst sá upp er hafði samninga um skólamáltíðir til næstu tveggja ára. Ekkert mötuneyti er í skólanum og því er þetta ein besta lendingin í málinu."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×