Innlent

Skoða kosti hvers möguleika

Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar og skipulags- og byggingarsvið borgarinnar hefja á næstunni athugun á mögulegri styttingu flugbrauta Reykjavíkurflugvallar og hugsanlegum flutningi flugvallarins á aðra staði á höfuðborgarsvæðinu. Fyrst verða metnir allir þeir staðir sem til greina koma fyrir flugvöllinn í framtíðinni og í framhaldi af því verða vænlegustu kostir metnir með hliðsjón af stofnkostnaði, vegtengingum, legu flugbrauta og skipulagi flugvallarsvæðisins. Vinnan er hugsuð sem innlegg borgaryfirvalda í samstarf við samgönguráðuneytið um framtíð flugvallarins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×