Innlent

Mótorhjól og gullkeðjur á uppboði

 Þar má nefna bifreið, tjaldvagn, pels, hljómflutningstæki og mótorhjól. Byssukíkir verður einnig á uppboðinu, svo og forláta veiðistöng, fjöldinn allur af hátölurum, skartgripir, þar á meðal gullkeðjur og tískufatnaður. Að sögn Guðmundar Kárasonar starfsmanns embættisins er þessi varningur að mestu til kominn vegna tollamála þegar reynt var að smygla honum inn í landið, en laganna verðir sáu við þeim tilraunum og gerðu hann upptækan. Ýmist var um að ræða smygltilraunir varnarliðsmanna, sem voru þá teknir í hliðinu eða farþega sem komu í gegnum Leifsstöð. Í þeim tilvikum þar sem varnarliðsmenn voru að verki var það fatnaður sem einkum var gerður upptækur. Uppboðið hefst klukkan 13 og verður að Grænási 10 í Reykjanesbæ. Menn þurfa að staðgreiða við hamarshögg, en ávísanir verða ekki teknar gildar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×