Innlent

Sameining í Ölfusi og Flóa kynnt

Með sameiningu sveitarfélaganna í Ölfusi og Flóa yrði til rúmlega tíu þúsund manna sveitarfélag sem yrði mun öflugra en þau eru sitt í hvoru lagi. Þetta er mat samstarfsnefndar um undirbúning sameiningarinnar. Kosningar um sameiningu sex sveitarfélaga á Suðurlandi fara fram áttunda október næstkomandi. Það eru Árborg, Hveragerði, Ölfus, Gaulverjabæjarhreppur, Hrungerðishreppur og Villingaholtshreppur. Það var félagsmálaráðherra sem lagði til þessa sameiningu. Samstarfsnefnd um sameininguna kynnti í dag skýrslu um kosti hennar og galla. Skýrslan spannar vítt svið. Þar er fjallað um fjölskyldumál og þjónustu, skóla- og fræðslumál, atvinnumál, fjármál, stjórnsýslu og framtíðaráherslur, svo eitthvað sé til týnt. Sem fyrr segir er bæði fjallað um kosti og galla og samkvæmt skýrslunni eru kostnirnir talsvert fleiri og stærri enn gallarnir. Ritun skýrslunnar var þó síður en svo án ágreinings. Sveitarfélögin sex skipuðu tvo menn hvert í undirbúningsnefndina, og þeir voru ekki alltaf sammála um áherslur og niðurstöður. Samninganefndin stendur þó öll að skýrslunni sem kom út í dag. Henni er líka fyrst og fremst ætlað að vekja umræðu um samninguna, og er ekki ólíklegt að íbúar sveitarfélagann muni gaumgæfa hana næstu daga, og blanda sér í umræðuna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×