Innlent

Fréttamynd

Ekki ástæða til afsagna

Ríkislögreglustjóri telur ekki ástæðu til að yfirmenn hjá embættinu segi af sér vegna Baugsmálsins, en segist þó hafa íhugað það. Þeir átta ákæruliðir sem eftir standa eftir dóm Hæstaréttar snúast um efnahagsreikninga og tollsvik sem nema rúmlega tveimur milljónum króna. 

Innlent
Fréttamynd

Fundar með aðilum vinnumarkaðar

Ríkisstjórnin hyggst funda með forsvarsmönnum Alþýðusambandsins og aðila vinnumarkaðar um stöðu kjarasamninga. Fulltrúar ASÍ fagna aðkomu ríkisstjórnar að málinu en eru ekki sammála þeim orðum Halldórs í stefnuræðu að kjarasamningar væru ekki í hættu vegna efnahagsstjórnunar ríkisstjórnarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Maður með þúsundir mynda

„Þetta hlýtur að vera lang umfangsmesta mál sinnar tegundar hér á landi,“ segir Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík um rannsókn á máli manns sem hafði barnaklám undir höndum. „Rannsókninni var að ljúka í síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

Verður umbunað

„Ríkið segist ekki þvinga sveitarfélög til sameiningar, en þeim sem hlýða er umbunað," segir Gústaf Jökull Ólafsson, oddviti í Reykhólahreppi. Hann telur ólíklegt að íbúar Reykhólahrepps muni snúast hugur og samþykkja sameiningu sveitarfélaga með Dalabyggð og Saurbæjarhreppi.

Innlent
Fréttamynd

Framsals ekki verið krafist

Albaninn sem grunaður er um morð í Grikklandi og var handtekinn hér á meðan hann beið eftir að umsókn um hælisvist hans yrði tekin til umsagnar situr enn í gæsluvarðhaldi. Hann mun að öllum líkindum sitja út gæsluvarðhaldið sem lýkur um miðjan nóvember, því samkvæmt upplýsingum frá Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu hefur engin framsalskrafa borist til embættisins.

Innlent
Fréttamynd

Aðeins til einkanota

„Gagnagrunnur símaskrárinnar á netinu er eingöngu til einkanota,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Já. Fyrirtækið sér um rekstur á símaskra.is ásamt 118 og tengdri þjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Greiðsla fyrir fréttalestur óljós

Laun útvarpsstjóra eru ákvörðuð af Kjaranefnd samkvæmt núgildandi lögum. Páll Magnússon útvarpsstjóri má því ekki þiggja sérstaka greiðslu fyrir fréttalestur í sjónvarpinu. Hægt er að senda erindi til Kjaranefndar og fá hana til að kveða upp úrskurð um það hvort greiða eigi útvarpsstjóra sérstaklega fyrir lesturinn eða ekki.

Innlent
Fréttamynd

Réðst inn í hús með hníf

Ölvaður maður bankaði upp á í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti í nótt og reyndi að ryðjast inn þegar húsráðendur komu til dyra. Manninum tókst að komast inn í forstofuna þar sem hann tók upp hníf þegar húsráðendur vörnuðu honum inngöngu. Húsráðendur þekktu ekki manninn og tókst þeim að koma honum fram á stigaganginn aftur og náðu þeir af honum hnífnum.

Innlent
Fréttamynd

Dómsmálaráðherra taki ábyrgð

"Það er algerlega óviðeigandi og óþolandi að yfirmenn - það er framkvæmdavaldið - hafi afskipti með þessum hætti af málefnum sem eru fyrir dómstólum," sagði Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu þegar Fréttablaðið bar undir hann þau ummæli dómsmálaráðherra. >

Innlent
Fréttamynd

Geti ekki borið ábyrgð á Birni

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að framsóknarmenn geti ekki borið ábyrgð á Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra. Forsaga málsins sé sú að Björn Bjarnason hafi gefið saksóknaraembættinu þá línu á bloggsíðu sinni í dag að halda áfram með Baugsmálið þó að aðeins standi eftir átta af 40 ákæruliðum í Baugsmálinu. „Framsóknarflokkurinn á ekki að líða mönnum að gera svona,“ sagði Kristinn í Íslandi í bítið í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Verðstríð í flugi til Alicante

Heimsferðir lækka verð sitt á flugmiðum milli Íslands og Alicante á Spáni um þrjú þúsund krónur næsta sumar til að mæta lágu verði hjá Iceland Express. Verð á farmiða milli Íslands og Alicante verður 12.400 krónur en var 15.400 krónur. Heimsferðir munu einnig bjóða fargjöld aðra leiðina frá 5.600 krónum og undirbýður þar með Iceland Express sem býður það á tæpar 8.000 krónur.

Innlent
Fréttamynd

Snertir ekki Rithöfundasambandið

Stjórn Blaðamannafélags Íslands mun á næsta fundi sínum taka fyrir beiðni Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar vegna dóms og fjárnáms sem gert var í framhaldinu vegna ærumeiðandi ummæla Hannesar um Jón Ólafsson. Formaður Rithöfundasambandsins segir málið ekki koma sambandinu við og því verði ekki ályktað um það þrátt fyrir að Hannes sé þar félagsmaður.

Innlent
Fréttamynd

Tekur ábyrgð á dómsmálaráðherra

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist fyllilega taka ábyrgð á dómsmálaráðherra þrátt fyrir ummæli hans á heimasíðu um að réttarkerfið hefði ekki sagt sitt síðasta orð í Baugsmálinu. Þetta kom fram á fundi sem forsætisráðherra hélt með blaðamönnum efti hádegið í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Innbrot í Mosfellsbæ

Um klukkan sjö í gærmorgunn var lögreglunni í Reykjavík tilkynnt um mann sem hafði ætt inn í íbúðarhús að Furubyggð í Mosfellsbæ. Maðurinn sem var í annarlegu ástandi veittist að heimilisfólkinu og virtist vera búinn að tapa öllu veruleikaskini. Húsráðendur náðu að buga manninnn og héldu honum niðri þar til lögregla kom á staðinn.

Innlent
Fréttamynd

Umræðan um sameiningu heldur áfram

Þórður Skúlason, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að skiptar skoðanir hafi verið meðal sveitarstjórnarmanna um tillögur um sameiningu sveitarfélaga.

Innlent
Fréttamynd

Útilokar ekki lagasetningu

Áform um sameiningu sveitarfélaga biðu afhroð í kosningum í gær. Af sextán sameiningartillögum voru fimmtán felldar.

Innlent
Fréttamynd

Skutu á vegfarendur með loftbyssu

Lögreglunni á Akureyri barst á laugardagskvöldið tilkynning um að tveir unglingspiltar væru að ógna fólki með skotvopni í miðbænum. Piltarnir voru farþegar í bíl og gerðu sér það að leik að skjóta á fólk út um gluggann. Lögregla hafði hendur í hári piltanna og lagði hald á vopnið sem reyndist vera loftskammbyssa. Engin meiðsl urðu á fólki en piltarnir, sem eru 14 og 16 ára, verða kærðir fyrir brot á vopnalögum.</font />

Innlent
Fréttamynd

Íbúar hafna víða sameiningu

„Niðurstaðan kemur á óvart, ekki síst í ljósi margítrekaðra samþykkta sveitar­stjórnarmanna um vilja til sameiningar. Hún hlýtur að vera sveitarstjórnarmönnum veruleg vonbrigði,“ sagði Árni Magnússon félagsmálaráðherra um niðurstöður sameiningarkosninga sveitar­­félaga­ sem fram fóru í gær.

Innlent
Fréttamynd

Tekinn á 146 kílómetra hraða

Lögreglan í Keflavík stöðvaði ökumann á Grindavíkurvegi eftir að bifreið hans hafði mælst á 146 kílómetra hraða. Hámarkshraðinn er hins vegar 90 kílómetrar á klukkustund. Tveir ökumenn voru svo kærðir fyrir ölvun við akstur.

Innlent
Fréttamynd

Reykjarlykt í listasafni

Lögregla og slökkvilið voru nú klukkan um hálftvö kölluð að Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg. Ástæðan er sú að reykjarlykt fannst þar innandyra. Við eftirgrennslan kom í ljós að börn höfðu kveikt í rusli utandyra og barst reykjarlyktin inn í Listasafnið.. Íshúsið gamla, þar sem listasafnið er til húsa, brann fyrir um 35 árum.

Innlent
Fréttamynd

Skutu á vegfarendur með loftbyssu

Lögreglunni á Akureyri barst á laugardagskvöldið tilkynning um að tveir unglingspiltar væru að ógna fólki með skotvopni í miðbænum. Piltarnir voru farþegar í bíl og gerðu sér það að leik að skjóta á fólk út um gluggann. Lögregla hafði hendur í hári piltanna og lagði hald á vopnið sem reyndist vera loftskammbyssa. Engin meiðsl urðu á fólki en piltarnir, sem eru 14 og 16 ára, verða kærðir fyrir brot á vopnalögum.</font />

Innlent
Fréttamynd

Bruni á veitingastaðnum KFC

Eldur kom upp á veitinastaðnum KFC í Faxafeni aðfararnótt sunnudags. Tilkynnt var um brunann um klukkan þrjú og var allt tiltækt lið slökkviliðsins kallað á staðinn. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins sem var staðbundinn í eldhúsi en töluverðar skemmdir urðu á húsinu vegna elds, hita og reyks.

Innlent
Fréttamynd

Vilja öðruvísi skattalækkanir

Hætta á við áform um skattalækkanir og huga að því hvort taka beri upp evru sem gjaldmiðil. Þetta sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. á opnum fundi í Reykjavík í gær.

Innlent
Fréttamynd

Lítið atvinnuleysi sparar ríki fé

Atvinnuleysi er lægra en það hefur verið í fjögur ár og ríkissjóður græðir á því. Útlit er fyrir að útgjöld Atvinnuleysistryggingasjóðs verði hálfum milljarði króna lægri en gert var ráð fyrir þegar fjárlög voru samþykkt fyrir tæpu ári síðan.

Innlent
Fréttamynd

Fáir vinir einkabílsins

Einkabíllinn á sér enga vini. Þá ályktun má í það minnsta draga af mætingu á stofnfund vinafélags einkabílsins, sem haldinn var í dag. Fimmtán sátu fundinn, sem stóð í kortér.

Innlent
Fréttamynd

Fæstir vildu sameiningu

Áform um sameiningu sveitarfélaga biðu afhroð í kosningum í gær. Af sextán sameiningartillögum voru fimmtán felldar.

Innlent
Fréttamynd

Fjöltefli í ráðhúsinu

Skákfélagið Hrókurinn og Vin, athvarf Rauða krossins fyrir geðfatlaða, efndu til skákhátíðar í ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Tilefnið var alþjóða geðheilbrigðisdagurinn sem haldinn er hátíðlegur dagana 4. til 10. október.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæla óþolandi aðstöðu

Mótmæli við óþolandi aðstöðu sveitarfélaganna er niðurstaða sameiningarkosninganna og ríkisstjórnin getur sjálfri sér um kennt segir formaður Vinstri-grænna. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir hinsvegar að sameiningarferlið muni halda áfram. Hann hefði þó viljað sjá niðurstöðu kosninganna öðruvísi.</font />

Innlent
Fréttamynd

Bændur fá 90 milljóna styrk

Ríkissjóður niðurgreiðir rafmagnskostnað garðyrkjubænda um 90 milljónir króna í ár. Farið er fram á 55 milljóna króna fjárveitingu til þessa í frumvarpi til fjáraukalaga og bætist hún við 35  milljóna króna fjárveitingu á fjárlögum.</font />

Innlent
Fréttamynd

Verkfalli aflýst á Skaganum

Skrifað var undir nýjan kjarasamning Starfsmanna­félags Akraness í gærkvöld. Þar með var frestað verkfalli sem annars átti að hefjast á miðnætti í kvöld. Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, segir að yfir daginn hafi menn velt á milli sín tilboðum, en fagnaði því að lending skuli hafa náðst.

Innlent