Innlent

Fjöltefli í ráðhúsinu

Skákfélagið Hrókurinn og Vin, athvarf Rauða krossins fyrir geðfatlaða, efndu til skákhátíðar í ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Tilefnið var alþjóða geðheilbrigðisdagurinn sem haldinn er hátíðlegur dagana 4. til 10. október. Í ráðhúsinu var margt um manninn og mikið um að vera. Friðrik Ólafsson fyrsti stórmeistari Íslendinga í skák tefldi fjöltefli við gesti og gangandi og Edda útgáfa og Hrókurinn stóðu fyrir hraðskákmóti. Þema alþjóða geðheilbrigðisdagsins þetta árið er „andleg og líkamleg heilsa yfir æviskeiðið" og er skákin gott tæki til að minna fólk á tengslin milli andlegrar og líkamlegrar heilsu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×