Innlent

Bændur fá 90 milljóna styrk

Ríkissjóður niðurgreiðir rafmagnskostnað garðyrkjubænda um 90 milljónir króna í ár. Farið er fram á 55 milljóna króna fjárveitingu til þessa í frumvarpi til fjáraukalaga og bætist hún við 35  milljóna króna fjárveitingu á fjárlögum. Viðbótin sem nú er lögð til er tilkomin vegna breytinga á raforkulögum sem urðu til þess að eftirgjöf Landsvirkjunar og RARIK til garðyrkjubænda féll niður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×