Innlent

Bruni á veitingastaðnum KFC

Eldur kom upp á veitinastaðnum KFC í Faxafeni aðfararnótt sunnudags. Tilkynnt var um brunann um klukkan þrjú og var allt tiltækt lið slökkviliðsins kallað á staðinn. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins sem var staðbundinn í eldhúsi en töluverðar skemmdir urðu á húsinu vegna elds, hita og reyks. Ekki er hægt að meta tjón eldsins að svo stöddu og upptök eldsins eru enn óljós. Húsið var mannlaust og nærliggjandi hús voru ekki í hættu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×