Útilokar ekki lagasetningu 9. október 2005 00:01 Áform um sameiningu sveitarfélaga biðu afhroð í kosningum í gær. Af sextán sameiningartillögum voru fimmtán felldar. Kosið var um sextán sameiningartillögur í sextíu og einu sveitarfélagi. Eina sameiningin sem náði að fullu fram að ganga í kosningunum í gær var á Austfjörðum, en þar var samþykkt að sameina Austurbyggð, Fáskrúðsfjarðarhrepp, Fjarðabyggð og Mjóafjarðarhrepp. Mjóafjarðarhreppur verður því frá og með næsta vori ekki lengur til og þar af leiðandi ekki lengur fámennasta sveitarfélag landsins. Um 70 þúsund manns voru samtals á kjörskrá í þeim sveitarfélögum þar sem kosið var um sameiningu. Kjörsókn var heldur dræm eða rétt um þriðjungur. Verst var kjörsóknin í Reykjanesbæ en þar kaus innan við tíundihluti kosningabærra manna. Ef litið er á heildarniðurstöður kosninganna má, þrátt fyrir að aðeins ein sameining skuli hafa gengið í gegn, sjá að töluvert margir vilja sameiningu sveitarfélaga. 44 prósent þeirra sem kusu voru þannig hlynnt sameiningaráfromum á meðan 56 prósent voru á móti. Í fimm sveitarfélögum verða sameiningarkosningar endurteknar innan sex vikna. Það er í Aðaldælahreppi, Kelduneshreppi, Skútustaðahreppi og Tjörneshreppi þar sem kosið er um sameiningu við Húsavíkurbæ, Öxarfjarðarhrepp og Raufarhafnarhrepp. Einnig munu íbúar Reykhólahrepps greiða atkvæði að nýju um sameiningu við Dalabyggð og Saurbæjarhrepp. Þessar endurtekningar á kosningunni koma til vegna þess að meirihluti íbúa á svæðinu sem til stóð að sameina var hlynntur þeim áformum, þó meirihluti íbúa innan einstakra sveitarfélaga hafi verið á móti. Allar stærstu sameiningarnar voru felldar. Íbúar Garðs og Sandgerðis kolfelldu sameiningu við Reykjanesbæ, þar sameining var aftur á móti samþykkt. Hafnfirðingar samþykktu sameiningu við Vatnsleysustrandarhrepp með yfirgnæfandi meirihluta, þar var kjörsókn hinsvegar dræm, íbúar Vatnsleysustrandarhreppar hinsvegar voru allt annarar skoðunar. Á Snæfellsnesi var fyrirhuguð sameining allra sveitarfélaganna felld, í öllum sveitarfélögunum. Eyfirðingar kolfelldu einnig sína sameiningu, þar voru það einungis íbúar Siglufjarðar og Ólafsfjarðar sem sögðu já. Önnur sveitarfélög á svæðinu, þar á meðal Akureyri, höfnuðu sameiningu. Í Grýtubakkahreppi voru til að mynda 99,05 prósent kjósenda á móti sameiningu. Íbúar í uppsveitum Árnessýslu höfnuðu einnig sameiningu, þar var sama niðurstaða í öllum sveitarfélögum sem í hlut áttu. Annars staðar á landinu voru kosningaúrslitin eftir því, fæstir vildu sameinast og sérstaklega virtust íbúar smærri sveitarfélaga efins um ágæti sameiningar. Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir niðurstöðuna ekki vera vonbrigði, einfaldlega lýðræðislega niðurstöðu. Hann segist sannfærður um að sveitarfélögum muni halda áfram að fækka líkt og undanfarin ár. Árni útilokar ekki að sett verði lög um sameiningu sveitarfélaga, fyrir slíku sé fordæmi hjá nágrannalöndunum. Hann segist þó ekki ætla sjálfur að beita sér fyrir slíku. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Áform um sameiningu sveitarfélaga biðu afhroð í kosningum í gær. Af sextán sameiningartillögum voru fimmtán felldar. Kosið var um sextán sameiningartillögur í sextíu og einu sveitarfélagi. Eina sameiningin sem náði að fullu fram að ganga í kosningunum í gær var á Austfjörðum, en þar var samþykkt að sameina Austurbyggð, Fáskrúðsfjarðarhrepp, Fjarðabyggð og Mjóafjarðarhrepp. Mjóafjarðarhreppur verður því frá og með næsta vori ekki lengur til og þar af leiðandi ekki lengur fámennasta sveitarfélag landsins. Um 70 þúsund manns voru samtals á kjörskrá í þeim sveitarfélögum þar sem kosið var um sameiningu. Kjörsókn var heldur dræm eða rétt um þriðjungur. Verst var kjörsóknin í Reykjanesbæ en þar kaus innan við tíundihluti kosningabærra manna. Ef litið er á heildarniðurstöður kosninganna má, þrátt fyrir að aðeins ein sameining skuli hafa gengið í gegn, sjá að töluvert margir vilja sameiningu sveitarfélaga. 44 prósent þeirra sem kusu voru þannig hlynnt sameiningaráfromum á meðan 56 prósent voru á móti. Í fimm sveitarfélögum verða sameiningarkosningar endurteknar innan sex vikna. Það er í Aðaldælahreppi, Kelduneshreppi, Skútustaðahreppi og Tjörneshreppi þar sem kosið er um sameiningu við Húsavíkurbæ, Öxarfjarðarhrepp og Raufarhafnarhrepp. Einnig munu íbúar Reykhólahrepps greiða atkvæði að nýju um sameiningu við Dalabyggð og Saurbæjarhrepp. Þessar endurtekningar á kosningunni koma til vegna þess að meirihluti íbúa á svæðinu sem til stóð að sameina var hlynntur þeim áformum, þó meirihluti íbúa innan einstakra sveitarfélaga hafi verið á móti. Allar stærstu sameiningarnar voru felldar. Íbúar Garðs og Sandgerðis kolfelldu sameiningu við Reykjanesbæ, þar sameining var aftur á móti samþykkt. Hafnfirðingar samþykktu sameiningu við Vatnsleysustrandarhrepp með yfirgnæfandi meirihluta, þar var kjörsókn hinsvegar dræm, íbúar Vatnsleysustrandarhreppar hinsvegar voru allt annarar skoðunar. Á Snæfellsnesi var fyrirhuguð sameining allra sveitarfélaganna felld, í öllum sveitarfélögunum. Eyfirðingar kolfelldu einnig sína sameiningu, þar voru það einungis íbúar Siglufjarðar og Ólafsfjarðar sem sögðu já. Önnur sveitarfélög á svæðinu, þar á meðal Akureyri, höfnuðu sameiningu. Í Grýtubakkahreppi voru til að mynda 99,05 prósent kjósenda á móti sameiningu. Íbúar í uppsveitum Árnessýslu höfnuðu einnig sameiningu, þar var sama niðurstaða í öllum sveitarfélögum sem í hlut áttu. Annars staðar á landinu voru kosningaúrslitin eftir því, fæstir vildu sameinast og sérstaklega virtust íbúar smærri sveitarfélaga efins um ágæti sameiningar. Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir niðurstöðuna ekki vera vonbrigði, einfaldlega lýðræðislega niðurstöðu. Hann segist sannfærður um að sveitarfélögum muni halda áfram að fækka líkt og undanfarin ár. Árni útilokar ekki að sett verði lög um sameiningu sveitarfélaga, fyrir slíku sé fordæmi hjá nágrannalöndunum. Hann segist þó ekki ætla sjálfur að beita sér fyrir slíku.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira