Innlent

Fréttamynd

Átök hjá framsókn í kvöld?

Aðalfundur verður haldinn í Framsóknarfélagi Reykjavíkurkjördæmis suður í kvöld. Búist er við átökum um kjör í stjórn félagsins en hátt í 14 framsóknarmenn hafa boðið fram krafta sína.

Innlent
Fréttamynd

Munurinn er hálf milljón

„Þetta getur litið svolítið undarlega út en það er skýring á þessu," segir Helgi Þór Ingason dósent en hann er forstöðumaður náms í verkefnastjórnun við Háskóla Íslands. Meistaranemendur í verkefnastjórnun vöktu á því athygli að nemendur í verkefnastjónun og leiðtogaþjálfun við Endurmenntun sitja með þeim námskeiðin á fyrsta ári þótt lesefni og próf séu ekki alveg hin sömu.

Innlent
Fréttamynd

Hjólastígur til Straumsvíkur

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði og Rannveig Rist, forstjóri Alcan, tvímenntu á hjóli eftir nýjum hjólreiðastíg milli Hafnarfjarðar og Straumsvíkur sem opnaður var formlega í gær.Lagning stígsins var samstarfsverkefni Alcan og Hafnarfjarðarbæjar sem deildu með sér kostnaði við framkvæmdina.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir ítrekuð brot

Hæstiréttur dæmdi í gær tæplega þrítugan mann í tveggja ára fangelsi fyrir samtals 35 brot. Brot mannsins eru margvísleg, þar á meðal hefur hann ekið tíu sinnum án réttinda og tvisvar ekið undir áhrifum.

Innlent
Fréttamynd

Rauðglóandi sími

Síminn var rauðglóandi hjá Stígamótum í gær vegna þeirrar umræðu sem hefur verið í gangi um kynferðisafbrot gegn börnum.

Innlent
Fréttamynd

Betra veður í lok næstu viku

Veðurklúbburinn á Dalvík kom saman aftur til spjalls nú í vikunni þar sem spá klúbbsins síðastliðinn mánuð hefur ekki staðist. Einn af félögunum skilaði séráliti síðast, hann taldi að veðrið myndi ekki batna fyrr en 22. október og stendur fast á því.

Innlent
Fréttamynd

Brunahani stöðvar umferð

Brunahani stððvaði umferð við Suðurgötu í Reykjavík skömmu fyrir miðnætti á miðvikudagskvöldið. Að sögn sjónarvotta komu þrír ungir menn á bifreið að hananum, böksuðu eitthvað við hann, og brenndu síðan á brott þegar vatn tók að gusast úr hananum. Umferð um götuna í báðar áttir stððvaðist, því fáir ökumenn treystu sér í gegnum vatnsflauminn, en brunahanar geta gefið frá sér á milli 1000 og 8000 lítra á mínútu.

Innlent
Fréttamynd

Ánægja með vakningu

Mikið hefur verið að gera hjá Aflinu, systursamtökum Stígamóta á Akureyri, í kjölfar umræðu um kynferðisofbeldi gegn börnum.

Innlent
Fréttamynd

Ofbeldishrotti áfram í haldi

„Árásin var mjög hrottaleg og hending virðist hafa ráðið því að ekki fór verr,“ segir í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness yfir ofbeldismanninum unga sem réðst á jafnaldra sinn, átján ára gamlan, með sveðju í samkvæmi í Garðabæ, 2. október síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Dópsalar dæmdir í fangelsi

Tveir hafa verið dæmdir í fjögurra mánaða fangelsi hvor fyrir að selja þremur öðrum 50 grömm af amfetamíni í vor. Dómur var upp kveðinn í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Efnin voru keypt í Reykjavík en seld fyrir norðan. Þeir sögðust hafa keypt 20 grömm af amfetamíni og drýgt upp í 50 sem þeir voru ákærðir fyrir að selja á 250.000 krónur.

Innlent
Fréttamynd

Setur landsfund í síðasta sinn

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag, sá þrítugasti og sjötti í röðinni. Davíð Oddsson setur landsfund í síðasta sinn sem formaður Sjálfstæðisflokksins en eftirmaður hans verður kjörinn á sunnudag.

Innlent
Fréttamynd

Vinnur Hómer Simpson í Sellafield?

Lekinn í endurvinnslustöðinni í Sellafield síðastliðið vor er mörgum áhyggjuefni hér á landi. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, spurði umhverfisráðherra í vikunni um það hvort hann hefði fengið einhver svör frá kollega sínum í Bretlandi en hún hafði óskað eftir skýrslu frá bretum vegna lekans.

Innlent
Fréttamynd

Fasteignasali í árs fangelsi

Hæstiréttur þyngdi í dag refsingu yfir fasteignasala fyrir fjárdrátt og skjalafals í starfi. Héraðsdómur hafði dæmt manninn í 9 mánaða fangelsi, sem að mestu var skilorðsbundið, en hæstiréttur þyngdi refsinguna í 12 mánaða fangelsi.

Innlent
Fréttamynd

SMÍ og FF takast á

Stjórn Skólameistarafélags Íslands sendi frá sér yfirlýsingu í dag, þar yfirlýsing sem Félag framhaldsskólakennara birti á heimasíðu Kennarasambands Íslands, er fordæmd og sögð óvægin árás á skólameistara Menntaskólans á Ísafirði.

Innlent
Fréttamynd

Maður brást hjálparskyldu

Maður var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar í hæstarétti í gær fyrir að bregðast hjálparskyldu. Hann lét farast fyrir að koma ungri stúlku undir læknishendur þar sem hún hafði veikst lífshættulega af völdum of stórra skammta af e-töflum og kókaíni.

Innlent
Fréttamynd

Stefán Máni tilnefndur

Hið íslenska glæpafélag hefur tilnefnt glæpasöguna, Svartur á leik, eftir Stefán Mána, sem framlag Íslands til norrænu glæpasagnaverðlaunanna, sem veita glerlykilinn svonefnda einu sinni á ári. Þetta er fimmta skáldsaga Stefáns Mána, en Arnaldur Indriaðson hefur tvívegis hlotið glerlykilinn.

Lífið
Fréttamynd

Hvetja til frekari skattalækkana

Ungir sjálfstæðismenn hvetja stjórnvöld til að kvika ekki frá áformum um að lækka tekjuskatt. Í ályktun þeirra segir meðal annars að einstaklingar fari betur með það fé sem þeir afla sjálfir, en stjórnmálamenn með það fé, sem hið opinbera heimtir í gegnum skattakerfið. Í ljósi þess, meðal annars, hvetja ungir Sjálfstæðismenn til enn frekari skattalækkana og einföldunar á skattakerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Stal nítján milljónum

Fasteignasali var dæmdur í tólf mánaða fangelsi í Hæstarétti í gær fyrir að hafa á tímabilinu mars 2001 til desember 2002 dregið sér rúmar nítján milljónir króna af fé sem hann tók við frá viðskiptavinum vegna sölu á fasteignum.

Innlent
Fréttamynd

Bolli vill fimmta sætið

Bolli Thoroddsen, formaður Heimdallar - félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, sækist eftir fimmta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar næsta vor.

Innlent
Fréttamynd

Vilja tvo nýja framhaldsskóla

Þingmenn vilja setja á fót tvo nýja framhaldsskóla. Níu af tíu þingmönnum Norðausturkjördæmis hafa lagt fram þingsályktunartillögu um stofnun framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð, þar vilja þeir að boðið verði upp á nám til stúdentsprófs auk þess sem skólinn sérhæfi sig í sjávarútvegsmenntun.

Innlent
Fréttamynd

Betri byggð mótmælir

Samtök um betri byggð mótmæla harðlega leiðandi spurningu í skoðanakönnun samgönguráðherra um framtíðarstaðsetningu miðstöðvar innanlandsflugsins þar sem eingöngu var gefinn kostur á flutningi til Keflavíkur. Samtökin telja að þessi leiðandi spurning hafi valdið einstaklega lágu svarhlutfalli, eða 54 prósentum.

Innlent
Fréttamynd

40 nauðgunarmál á ári

Hátt í fjörutíu nauðgunarmál hafa borist til ríkissaksóknaraembættisins að meðaltali frá árinu 1999. Ákært hefur verið í tíu til tólf málum á ári en sakfellt í fimm til sex málum.

Innlent
Fréttamynd

Særoði hættir vinnslunni

<font size="2"> Fiskvinnslan Særoði á Hólmavík hefur hætt allri vinnslu sjávarafurða en eigendur fyrirtækisins hafa saltað og pakkað öllum afla sem borist hefur á land af bát fyrirtækisins, Bensa Egils. Sævar Benediktsson, annar eigandi Særoða, segir að útilokað sé að vinna aflann án þess að borga með vinnslunni. </font>

Innlent
Fréttamynd

Sláturfé sett á gjöf

Tíðarfarið í haust gerir það að verkum að sunnlenskir bændur hafa neyðst til að setja sláturlömb sín á gjöf, en óvenju mörg lömb bíða slátrunar á Suðurlandinu. Bændur eru orðnir uggandi um hvort Sláturfélag Suðurlands á Selfossi nái að anna öllum hrútslömbunum fyrir 31. október, en eftir þann tíma er þeim ekki slátrað því þau verða orðin kynþroska. >

Innlent
Fréttamynd

Tónleikahaldið er tekjulind

Borgarleikhúsið hefur ákveðið að gefa ágóða einnar sýningar af Sölku Völku til MND-félagsins, en það er félag fólks með hreyfitaugahrörnun. Leikstjóri verksins, Edda Heiðrún Backman, er sem kunnugt er haldin MND hrörnunarsjúkdómnum. >

Innlent
Fréttamynd

Selskersviti kominn í gagnið

Landhelgisgæslan sinnir margvíslegum verkefnum og þeirra á meðal er viðhald vita fyrir Siglingastofnun. Vart varð við að Selskersviti væri hættur að lýsa og við athugun varðskipsmanna kom í ljós að ljósnemi í vitanum var bilaður. >

Innlent
Fréttamynd

Hafró kannar áhrif flottrolls

Einar K Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segist ekki vilja banna sumarveiðar á loðnu, þrátt fyrir þær gagnrýnisraddir sem segja að sumarveiðin sé að ganga of nærri loðnustofninum. >

Innlent
Fréttamynd

Ójöfnuður eykst á Íslandi

Tekjuskipting á Íslandi er orðin mun ójafnari en á hinum Norðurlöndunum og ójöfnuðurinn virðist enn fara vaxandi. Þennan ójöfnuð má að hluta til útskýra með tilkomu kvótakerfisins.>

Innlent
Fréttamynd

Ódýrara til Alicante en Þórshafnar

Er eðlilegt að það sé dýrara að fljúga til Bíldudals frá Reykjavík en til Berlínar og Búdapest? Að það sé dýrara að keyra 700 kílómetra til Egilsstaða en fljúga þrjú þúsund og tvö hundruð kílómetra leið til Alicante? Íslendingar munu geta valið milli þrjátíu og fimm áfangastaða í beinu flugi næsta sumar og á þeim markaði geisar verðstríð. >

Innlent
Fréttamynd

Svikarar bjóða milljónir

Fjársvikamenn um allan heim beita sífellt lævísari leiðum til að lokka fólk til að láta fé af hendi gegn loforði um ofsagróða. Bréf með tilboðum um háar fjárhæðir gegn því að viðkomandi gefi upp persónuupplýsingar og jafnvel kreditkortanúmer eru ein leiðin sem svikararnir nota. >

Innlent