Innlent

Fréttamynd

Tvö ný samheitalyf hjá Actavis

Dótturfélag Actavis Group í Bandaríkjunum, Amide Pharmaceutical Inc., hefur fengið markaðsleyfi fyrir tvö ný samheitalyf í landinu. Bandaríska Matvæla- og lyfjastofnunin hefur samþykkt að félagið fái að markaðssetja tvö lyf, annars vegar er um að ræða verkjastillandi lyf og lyf sem er notað til meðhöndlunar á krampa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Herinn vill kaupa þjónustu

Fulltrúar bandaríska hersins og herspítalans á Keflavíkurflugvelli hafa frá því í sumar margsinnis komið að máli við ráðamenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja til að kynna sér aðstöðu og kanna hvaða heilbrigðisþjónustu mætti kaupa af henni.

Innlent
Fréttamynd

Kosningabandalag líklegt á Ísafirði

Allt útlit er fyrir að Samfylkingin, Vinstri- grænir og Frjálslyndir og óháðir bjóði fram saman á Ísafirði í bæjarstjórnarkosningum í vor. Samfylkingarmenn og frjálslyndir og óháðir hafa þegar samþykkt sameiginlegt framboð en félagsfundur Vinstri - grænna á Ísafirði tekur afstöðu til þess í kvöld, en það voru þeir sem höfðu frumkvæði að myndun kosningabandalagsins.

Innlent
Fréttamynd

Tveir starfsmenn bankans handteknir

Tveir starfsmenn Northern-bankans á Norður-Írlandi, þar sem stórfellt rán var framið fyrir tæpu ári, voru handteknir í gær, grunaðir um aðild að ráninu. Um er að ræða karlmann og konu á þrítugsaldri. Bankaræningjarnir höfðu á brott með sér ríflega tuttugu og sex milljónir punda, eða tæplega þrjá milljarða króna, en ránið var framið í höfuðborginni Belfast skömmu fyrir jólin í fyrra.

Erlent
Fréttamynd

Skautasvelli komið upp á Ísafirði?

Hugsanlegt er að skautasvelli verði komið upp á Ísafirði í nánustu framtíð. Íþrótta- og tómstundafulltrúa Ísafjarðarbæjar hefur verið falið að kanna möguleika á slíkri framkvæmd eftir að bæjarbúi lagði það til á fundi íþrótta- og tómstundanefndar Ísafjarðarbæjar á dögunum.

Innlent
Fréttamynd

Rjúpnaskytta gekkst undir langa aðgerð í gærkvöldi

Rjúpnaskyttan, sem fékk skot úr eigin byssu í aðra höndina, þegar hann var að veiðum ofan við Reyðarfjörð í gær, gekkst undir langa aðgerð á Landsspítalanum í gærkvöldi. Hann féll á hálku og missti byssuna, en við það hljóp skot úr henni í hönd mannsins.

Innlent
Fréttamynd

Byggðastofnun láni á ný án fjárframlags

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra gefur fyrirmæli um að Byggðastofnun hefji útlán á ný. Ekki er gert ráð fyrir framlögum ríkisins til stofnunarinnar á þessu ári þrátt fyrir að eigið fé sé undir löglegum mörkum. Hlutverki hennar verður breytt.

Innlent
Fréttamynd

Stenst varla EES-samninginn

"Fljótt á litið sýnist mér að þriðja greinin í frumvarpi ráðherrans sé til þess fallin að brjóta í bága við frjálst flæði þjónustu eins og samningurinn um evrópska efnahagsvæðið kveður á um," segir Eggert B. Ólafsson, lögfræðingur og fyrrverandi yfirmaður eftirlitsskrifstofu EFTA.

Innlent
Fréttamynd

Pálmatré fóru upp með rótum

"Það lágu ljósastaurar og pálmatré með rótum hingað og þangað," segir Birna Guðjónsdóttir sem búsett er ásamt eiginmanni og tveimur stúlkum á Santa Brigida nálægt Las Palmas á Kanaríeyjum. Hún var akandi á heimleið frá Playa del Ingles í fyrrinótt þegar hitabeltisstormurinn Delta gekk yfir.

Innlent
Fréttamynd

Tóku áfengi sem átti að farga

Fjórum starfsmönnum vöru­miðstöðvar Samskipa hefur verið sagt upp störfum fyrir að stela áfengi sem átti að farga. Björgvin Jón Bjarnason, fram­kvæmda­stjóri innan­landssviðs Sam­skipa, segir málið hið raunalegasta, en eftir að afbrotin uppgötvuðust sagði fólkið upp og lét af störfum á föstudag og um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Tekist á um frelsi til tjáningar og einkalífs

Lögmaður Jónínu Benediktsdóttir telur réttlætanlegt að setja tjáningarfrelsinu skorður til að vernda friðhelgi einkalífsins. Lögmaður Fréttablaðsins vísar til tjáningarfrelsis og upplýsingahlutverks fjölmiðla í máli Jónínu gegn blaðinu.

Innlent
Fréttamynd

Fengu þrjú ár fyrir að smygla

Tveir Litháar, 55 og 27 ára, hafa verið dæmdir í þriggja ára fangelsi hvor í Héraðsdómi Austurlands. Mennirnir smygluðu hing­að tæp­um fjór­um kíló­um af ­metam­f­eta­míni­ sem falið hafði verið í Citroën-bifreið um borð í farþegaferjunni Norrænu.

Innlent
Fréttamynd

Með 2.000 starfsmenn í Eystrasalti

Íslendingar reka hátt í 20 fyrirtæki af 400 norrænum fyrirtækjum í Eystrasaltsríkjunum. Í flestum tilfellum eru starfsmenn íslensku fyrirtækjanna ekki í stéttarfélögum. Kannað verður hvort þau virði leikreglur á vinnumarkaði.

Innlent
Fréttamynd

Tvöfalt fleiri lyfjaávísanir

Nærri lætur að fjöldi lyfseðla á Parkódíni hafi tvöfaldast frá því að það var gert lyfseðlisskylt, að því er fram kemur á vefsíðu Landlæknisembættisins. Ekki liggja fyrir tölur um hver lausasala á Parkódíni var áður en breyting var gerð 1. október 2005.

Innlent
Fréttamynd

Endurnýjuð trú á réttarkerfið

Aðalmeðferð í máli leigubílstjóra, sem ráðist var á og hann skorinn á háls aðfaranótt þriðjudagsins 27. júlí í fyrra, hófst í gærmorgun með vettvangskönnun í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem árásin átti sér stað. Maðurinn sem sakaður er um árásina var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok febrúar á þessu ári, en í byrjun október ógilti Hæstiréttur þann dóm og vísaði málinu á ný heim í hérað til aðalmeðferðar og dómsálagningar.

Innlent
Fréttamynd

Verkefnin velta rúmum milljarði

"Á þremur árum hefur AVS sjóðurinn lagt til rúmar 400 milljónir króna til 145 verkefna og óhætt er að segja að þau verkefni hafi verið að velta rúmum milljarði króna," segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra. Í gær kynnti hann starfsemi AVS sjóðsins á blaðamannafundi í HB Granda í Örfirirsey en markmiðið með þeim sjóði er að auka verðmæti sjávarafla, líkt og skammstöfunin gefur til kynna.

Innlent
Fréttamynd

Skortir samráð um gríðarlega hagsmuni

Ríkisendurskoðun gerir athugasemd við að Íbúðalánasjóður hafi breytt hlutverki sínu án þess að löggjafinn hafi komið þar nærri. Húsnæðiseigendur greiddu upp lán sín hjá sjóðnum fyrir 158 milljarða króna á tíu mánuðum.

Innlent
Fréttamynd

Allir fá bætur áfram út árið

"Ég hef tekið ákvörðun um að fella reglugerðina úr gildi strax og það verður greitt út eins og áður var til áramóta," segir Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra. Hann ákvað í gær í kjölfar mikillar andstöðu með þá ákvörðun að skerða bótagreiðslur til öryrkja og ellilífeyrisþega að fella reglugerð þess efnis úr gildi og greiða áfram bætur til þeirra sem samkvæmt henni höfðu ekki fengið greiðslur síðustu tvo mánuði ársins.

Innlent
Fréttamynd

Vilja úrbætur í samgöngum

Göng um Reynisfjall, ný Ölfusárbrú og miklar endurbætur Suðurlandsvegar eru meðal helstu ályktana aðalfundar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem fram fór um síðustu helgi. Samgöngur voru mönnum ofarlega í huga og bar þar hæst endurbætur á Suðurlandsvegi.

Innlent
Fréttamynd

Skila auðu til að mótmæla prófum

Samræmd stúdentspróf hefjast í framhaldsskólum landsins í dag en óvíst er hversu mikil þátttakan í þeim verður. Fjöldi framhaldsskólanema er ósáttur við prófin og hótar að skila auðum prófúrlausnum í mótmælaskyni.

Innlent
Fréttamynd

Aðgerðaráætlun um umferðamál kynnt í Hverfamiðstöð Vesturbæjar

Vesturbær Reykjavíkur heldur á samgöngublóminu þetta árið. Íbúasamtök hverfisins kynntu aðgerðaráætlun sína sem ætlað er að bæta samgöngur í borgarhlutanum. Áherslan er á breytt viðhorf, betri hegðun og vilja til að breyta. Með miklu samstarfi Borgarinnar og íbúa var samin aðgerðaáætlun sem kynnt var í dag.

Innlent
Fréttamynd

Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri

Meirihluti Reykvíkinga vill Reykjavíkurflugvöll annars staðar en í Vatnsmýrinni. En þeir eru hins vegar ekki á einu máli um hvar þeir vilja hafa hann. En eigi fólk að velja um annaðhvort Keflavík eða Reykjavík vill meirihlutinn hafa haNn áfram í Vatnsmýri. Borgarstjórnarflokkur Frjálslyndra segir þetta samrýmast tillögu sinni um að framtíðarstaðsetning flugvallarins verði í Vatnsmýri.

Innlent
Fréttamynd

Handteknir fyrir veggjakrot

Tveir sautján ára drengir voru handteknir við veggjakrot við Miklubraut í nótt. Lögreglan hefur reynt að hafa hendur í hári þeirra um nokkurt skeið en myndfletir þeirra eru meðal annars bílar og umferðarskilti.

Innlent
Fréttamynd

Hvenær er maður rekinn?

Vilhjálmur Rafnsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Læknablaðsins til tólf ára, hefur verið rekinn úr starfi að eigin sögn. Og það fyrir orð Kára Stefánssonar. Formaður Læknafélagsins er á öndverðum meiði og segir að ritnefndin hafi einvörðungu verið endurnýjuð þar sem sú gamla hafi verið lömuð. Vilhjálmur hefur ekki ákveðið hvort hann höfði mál á hendur læknafélögunum.

Innlent
Fréttamynd

Deildu um tilvist bréfa

Jónína Benediktsdóttir bar forsvarsmenn Fréttablaðsins þungum sökum í héraðsdómi í dag og sagði þá halda hlífiskildi yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, með því að birta ekki bréf hans til Jóns Geralds Sullenbergers, sem finna hafi mátt meðal tölvubréfa hennar sem rötuðu á síður blaðsins. Hvorki ritstjóri né fréttaritstjóri Fréttablaðsins kannast við umrætt bréf, en segjast á móti hafa tekið vægt á Jónínu.

Innlent
Fréttamynd

Dregið úr skerðingu bóta

Heilbrigðisráðherra hefur fellt úr gildi reglugerð um skerðingu bóta sem leiddi til þess að tryggingabætur fjölda öryrkja og aldraðra voru felldar niður í nóvember og desember, þar sem greiðslur þeirra úr lífeyrissjóðum voru hærri en tekjumörk Tryggingastofnunar gerðu ráð fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Byggðastofnun lánar út á ný

Byggðastofnun á að hefja aftur lánastarfsemi samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar, þrátt fyrir að eiginfjárstaða stofnunarinnar sé verri en lög gera ráð fyrir.

Innlent