Innlent

Tvöfalt fleiri lyfjaávísanir

Parkódín. Dæmi voru um að fíklar gengju milli apóteka og sönkuðu að sér kódein­lyfjum.
Parkódín. Dæmi voru um að fíklar gengju milli apóteka og sönkuðu að sér kódein­lyfjum.

Nærri lætur að fjöldi lyfseðla á Parkódíni hafi tvöfaldast frá því að það var gert lyfseðlisskylt, að því er fram kemur á vefsíðu Landlæknisembættisins. Ekki liggja fyrir tölur um hver lausasala á Parkódíni var áður en breyting var gerð 1. október 2005.

Þá er tekið fram að ekki hefur orðið breyting á ávísunum á lyfið Parkódín forte, sem inniheldur kódein í meira magni, en það hefur alltaf verið lyfseðilsskylt. Breytingin hefur gengið mun betur fyrir sig en margir þorðu að vona. Starfsfólk apótekanna mun ekki hafa orðið fyrir áreiti af völdum þeirra sem ekki gátu fengið lyfið með sama hætti og áður en margir lyfjafræðingar og starfsfólk apótekanna höfðu óttast slíkt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×