Innlent

Vilja úrbætur í samgöngum

Gamla Ölfursárbrúin lggur í miðbæ Selfoss.
Gamla Ölfursárbrúin lggur í miðbæ Selfoss.

Göng um Reynisfjall, ný Ölfusárbrú og miklar endurbætur Suðurlandsvegar eru meðal helstu ályktana aðalfundar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem fram fór um síðustu helgi. Samgöngur voru mönnum ofarlega í huga og bar þar hæst endurbætur á Suðurlandsvegi.

Vegna sívaxandi umferðar sé orðið nauðsynlegt að breikka veginn á köflum. Þá er talið eðlilegt að ný Ölfusárbrú sé framar í forgangsröðinni en verið hefur auk þess sem göng undir Reynisfjalli á þjóðvegi eitt yrðu veruleg samgöngubót. Þar er einn af fáum hættulegum farartálmum á öllum þjóðveginum.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×