Innlent

Allir fá bætur áfram út árið

Dró í land. Vegna mikilla mótmæla hefur heilbrigðisráðherra fellt úr gildi reglugerð um skerðingu bóta öryrkja og ellilífeyrisþega.
Dró í land. Vegna mikilla mótmæla hefur heilbrigðisráðherra fellt úr gildi reglugerð um skerðingu bóta öryrkja og ellilífeyrisþega.

"Ég hef tekið ákvörðun um að fella reglugerðina úr gildi strax og það verður greitt út eins og áður var til áramóta," segir Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra. Hann ákvað í gær í kjölfar mikillar andstöðu með þá ákvörðun að skerða bótagreiðslur til öryrkja og ellilífeyrisþega að fella reglugerð þess efnis úr gildi og greiða áfram bætur til þeirra sem samkvæmt henni höfðu ekki fengið greiðslur síðustu tvo mánuði ársins.

Áfram verður um skerðingu að ræða hjá þeim sem nýtt hafa sér að fullu bótarétt sinn. Það munu vera um 80 einstaklingar en sú skerðing verður aðeins 20 prósent í stað þeirrar hundrað prósenta skerðingar sem fyrirhuguð var samkvæmt reglugerðinni. Reglugerðin vakti hörð viðbrögð Landssambands eldri borgara sem rituðu ráðherra bréf þar sem skorað var á hann að draga hana til baka, Jón segir mikilvægt að koma í veg fyrir að bætur falli alfarið niður hjá hópi fólks síðustu tvo mánuði ársins og þess vegna hafi hann dregið hana til baka. "Ég mun skipa í framhaldinu vinnuhóp til að fara nánar yfir framkvæmdina sem mun ljúka störfum í lok janúar og þar sem farið verður yfir mál þeirra 80 öryrkja sem fullnýtt hafa sér bótaréttinn og hefðu orðið fyrir skerðingu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×