Innlent

Fréttamynd

Farið rangt með kortatímabil

Ranglega var hermt í nýjum bæklingi Hagkaups, sem borinn var út í áttatíu þúsund eintökum að morgni fimmtudags, að nýtt kortatímabil væri hafið. Hið rétta er að nýtt kortatímabil hófst í gær, laugardag.

Innlent
Fréttamynd

Fíkniefni í Grundarfirði

Tveir menn voru stöðvaðir með sextíu grömm af kannabisefnum og tíu grömm af amfetamíni við venjubundið eftirlit lögreglu í Grundarfirði. Mennirnir sem eru á þrítugsaldri hafa áður komið við sögu hennar. Þeim var sleppt að skýrslutöku lokinni. Þá voru fjórir menn teknir fyrir hraðakstur og einn fyrir ölvunarakstur á Snæfellsnesvegi.

Innlent
Fréttamynd

Ljósadýrð á Austurvelli

Ljósin verða tendruð á Óslóartrénu á Austurvelli klukkan 15.30 í dag. Frændur okkar í Noregi hafa sent Reykvíkingum stæðilegt jólatré allt frá árinu 1951 og hafa Íslendingar hingað til þyrpst til að fylgjast með ljósadýrðinni.

Innlent
Fréttamynd

Með eitt kíló af efni og fé

Hald var lagt á eitt kíló af marijúana á Akureyri aðfararnótt laugardags. Efnin fundust við leit heima hjá manni á þrítugsaldri sem grunaður hefur verið um fíkniefnasölu um nokkurt skeið. Einnig fannst töluvert magn peninga sem taldir eru tilkomnir vegna fíkniefnasölu ásamt þó nokkrum varningi sem talið er að sé þýfi.

Innlent
Fréttamynd

Verkefnið Atvinna með vinnu hlaut Múrbrjótinn í ár

Alþjóðadagur fatlaðra er í dag. Af því tilefni afhentu Landssamtökin Þroskhjálp þremur aðilum Múrbrjóta. Múrbrjótur er viðurkenning sem samtökin veita aðilum eða verkefnum sem hafa rutt fólki braut með fötlun nýtjar brautir til jafnréttis við aðra í samfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Norskur prins fæddist í nótt

Norskur prins fæddist á Ríkissjúkrahúsinu í Osló í nótt. Hákon krónprins brosti að vonum eyrna á milli þegar hann tilkynnti blaðamönnum um fæðingu prinsins í morgun. Hann sagði að móður og barni heilsaðist vel og gat þess einnig að drenguinn hefði verið 52 sentimetrar og 16 merkur.

Innlent
Fréttamynd

Vinnuslys í Kárahnjúkum

Tveir menn voru fluttir á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eftir vinnuslys í Kárahnjúkum í dag. Tvær lestar skullu saman inni í aðgöngum tvö við Kárahnjúka um hálf ellefu leytið í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Spurning um trúverðugleika bankans

Seðlabankinn tapaði trúverðugleika í gær, segir Greining Íslandsbanka, með of lítilli stýrivaxtahækkun. Bankinn segir að krónan veikist eftir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Hreinsaður af vísindavefnum

Svör Stefáns H. Ófeigssonar geimverkfræðings hafa verið fjarlægð af Vísindavef Háskóla Íslands. Virðist þetta hafa verið gert í kjölfar þess að Stefán var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir hrottalega nauðgun þar sem hann er talinn hafa beitt svefnlyfi á fórnarlamb sitt.

Innlent
Fréttamynd

Fjárnám án árangurs eykst

Árangurslaust fjárnám í eignum fólks undir þrítugu, er þrjátíu prósentum algengara nú en það var árið 2001. Þetta kom fram í svari Björns Bjarnasonar dómsmálaráð­herra við fyrirspurn Valdimars L. Friðriks­sonar, þingmanns Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Strætó bætir við leiðum

Stjórn Strætó bs. ræðir nú róttækar breytingar á nýja leiðakerfinu. Þær felast meðal annars í því að bæta við þremur nýjum leiðum.

Innlent
Fréttamynd

Síðasta vaxtahækkun skilaði sér að fullu

"Enn eru verðbólguhorfur ekki nógu góðar. Bankastjórnin hefur því ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur," sagði Davíð Oddsson, seðlabankastjóri í gær, þegar hann kynnti forsendur vaxtaákvörðunar bankans í fyrsta skipti eftir að hann tók við stöðu seðlabankastjóra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ríkið borgi yfir 24 milljónir

Hjónum og tólf ára gömlum fjölfötluðum syni þeirra hafa verið dæmdar rúmlega 24,2 milljónir króna í bætur, auk vaxta, vegna mistaka starfsfólks Landspítalans á meðgöngu og við fæðingu drengsins. Málið var höfðað árið 2002 á hendur ríkinu, en því var einnig gert að greiða þrjár milljónir í málskostnað. Heildarkrafa fólksins hljóðaði hins vegar upp á rúmar 70 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Meiri áhersla á ölvunarakstur

Líkt og undanfarin ár legg­ur lögregla í Reykjavík aukna áherslu á eftirlit með ölvunarakstri í desember. Lögreglan segir reynslu undan­farinna ára vera þá að í desember freist­ist fleiri ökumenn til að aka und­ir áhrifum áfengis.

Innlent
Fréttamynd

Ógildir úrskurð engu að síður

Hæstiréttur felldi í gær úr gildi þann úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur að Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, væri ekki bær til þess að fara með ákæruvald í þeim hluta málsins sem enn er rekinn fyrir dómstólum.

Innlent
Fréttamynd

Gróðursett á aðventunni

Kapp er lagt á að ljúka frágangi við nýju Hringbrautina og hluta Miklu­brautar og er stefnt að því að allt verði fínt og flott fyrir jól. Meðal annars hefur verið tyrft og gróðursett og kann einhverjum að þykja undarlegt að slík verk séu unnin á þessum árstíma.

Innlent
Fréttamynd

Fundu bæðihass og vopn

Tvö fíkni­efnamál komu upp í um­dæmi Keflavíkur­lög­regl­unnar á aðfaranótt föstudags. Skömmu fyrir klukkan tvö vakn­aði um það grunur hjá lögreglu­mönnum við eftirlit á skemmtistað í Keflavík að einn gesta staðarins hefði á sér fíkniefni. Við leit á honum fannst hassbútur sem lög­regla lagði hald á.

Innlent
Fréttamynd

Thelma valin Ljósberi ársins

Thelma Ásdísardóttir var í gær útnefnd Ljósberi ársins 2005 af Stígamótum. Dómnefndin segir að Thelma sé útnefnd vegna þess að hún hafi með ógleymanlegum hætti snortið þjóðarsálina þegar hún kynnti átakanleg uppvaxtarár sín.

Innlent
Fréttamynd

Yfir 90 milljónir söfnuðust

Yfir níutíu milljónir króna söfnuðust á uppboði sem styrktaraðilar Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, UNICEF, stóðu fyrir í fyrrakvöld. Ágóðinn rennur til verkefna UNICEF í Gíneu-Bissá, sem lúta að uppbyggingu 50 skóla í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Tímamót í mjólkuriðnaði

Fyrirtækið Mjólka tók formlega í notkun nýja mjólkurstöð í gær. Það var Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sem tók við fyrstu framleiðslu stöðvarinnar, fetaosti, sem ber heitið Léttfeti.

Innlent
Fréttamynd

Forystan brást kennurum

Í niðurstöðum starfshóps, sem Fræðsluráð Reykjavíkur skipaði vegna kennaraverkfallsins 2004, kemur fram að "forysta kennara hafi brugðist skyldum sínum við mótun kröfugerðar og stillt fram kröfugerð sem var til þess fallin að draga viðræður á langinn og skaða samningaferlið."

Innlent
Fréttamynd

Lúðvík leiðir

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, mun leiða lista Samfylkingarinnar í bæjarstjórnarkosningum í vor. Þetta var samþykkt á félagsfundi Samfylkingarinnar. Í öðru sæti verður Ellý Erlingsdóttir bæjarfulltrúi og í því þriðja Guðmundur Rúnar Árnason bæjarfulltrúi.

Innlent
Fréttamynd

Allt að 50% munur

Bónus var oftast með lægsta verðið í verðkönnun Alþýðusambands Íslands á bökunarvörum og jólakökum í ellefu verslunum sem gerð var í gær.

Innlent
Fréttamynd

Hvolpar bornir út við Hvaleyrarvatn

Lítill hvolpur fannst glorhungraður skammt frá Hvaleyrarvatni í Hafnarfirði síðdegis í fyrradag. Hundaeftirlitsmaður segist hafa fundið nokkra unga hvolpa á liðnum vikum og mánuðum.

Innlent
Fréttamynd

Svifryk yfir mörkum

Svifryk mældist í gær yfir umhverfismörkum í Reykja­vík, að því er fram kemur hjá Mengunarvörnum Umhverfis­sviðs. Búist er við áframhaldandi stilltu veðri og því er útlit fyrir að magn svifryks í andrúmslofti verði áfram yfir umhverfismörkum.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt torg verður tilbúið eftir ár

Kristín Ingólfs­dóttir, rektor Háskóla Íslands, og Gunnar Sverrisson, forstjóri Íslenskra aðalverktaka, undir­rituðu í fyrra­dag samning um hönnun og byggingu Háskólatorgs.

Innlent
Fréttamynd

Veiðimenn gættu hófs

"Það er alveg ljóst að siðbótin hefur borið árangur," segir Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands. Í gær voru kynntar niðurstöður úr könnun á rjúpnaveiði í haust. "Í ljós kom að menn hafa veitt um 15 til 16 rjúpur að meðaltali og það er mjög í takt við það sem við lögðum upp með.

Innlent
Fréttamynd

Óvissa um næstu skref í Baugsmálinu

Hæstiréttur felldi í dag úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að sérstakur saksóknari í Baugsmálinu, hefði ekki ákæruvald í þeim átta ákæruliðum málsins sem eru enn til meðferðar í héraðsdómi. Þetta þýðir þó ekki að skorið hafi verið endanlega úr um hver fari með ákæruvaldið.

Innlent
Fréttamynd

Stjórn Byggðastofnunar gagnrýnir skýrslu Stjórnhátta

Stjórn Byggðastofnunar sér ástæðu til að gagnrýna umræðu undanfarna daga um málefni stofnunarinnar. Byggðastofnun segir að vitnað hafi verið til skýrslu sem unnin var af ráðgjafarfyrirtækinu Stjórnháttum ehf. dagsettri í maí 2005. Byggðastofnun segir að í skýrslunni komi fram upplýsingar um útlán og afskriftarreikning útlána sem ekki fá staðist, en hafa farið hátt í umræðunni.

Innlent