Innlent

Fíkniefni í Grundarfirði

Tveir menn voru stöðvaðir með sextíu grömm af kannabisefnum og tíu grömm af amfetamíni við venjubundið eftirlit lögreglu í Grundarfirði. Mennirnir sem eru á þrítugsaldri hafa áður komið við sögu hennar. Þeim var sleppt að skýrslutöku lokinni. Þá voru fjórir menn teknir fyrir hraðakstur og einn fyrir ölvunarakstur á Snæfellsnesvegi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×