Innlent

Veiðimenn gættu hófs

Sigmar B. Hauksson og Sigríður Anna Þórðadóttir.  Umhverfisráðherra opnar hér nýjan vef Skotveiðifélags Íslands og formaðurinn fylgist með. Hann kynnti svo niðurstöður könnunar sem félagið gerði.
Sigmar B. Hauksson og Sigríður Anna Þórðadóttir. Umhverfisráðherra opnar hér nýjan vef Skotveiðifélags Íslands og formaðurinn fylgist með. Hann kynnti svo niðurstöður könnunar sem félagið gerði.

"Það er alveg ljóst að siðbótin hefur borið árangur," segir Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands. Í gær voru kynntar niðurstöður úr könnun á rjúpnaveiði í haust. "Í ljós kom að menn hafa veitt um 15 til 16 rjúpur að meðaltali og það er mjög í takt við það sem við lögðum upp með.

Þetta þýðir það að veiddar hafa verið um 75 til 76 þúsund rjúpur og það er mjög gott," segir Sigmar. Reyndar má enn finna öfgar í þessum efnum því sá sem veiddi mest á einum degi skaut 52 rjúpur þann daginn og sá sem veiddi mest yfir veiðitímann skaut alls 68 fugla.

"Þetta eru algjör einsdæmi, flestir eru með sex til tólf rjúpur," segir formaðurinn. Einnig kom fram í könnuninni að hver rjúpnaveiðimaður fór þrjá og hálfan dag að meðaltali til veiða en sá sem fór oftast fór ellefu daga.

Einnig kom fram að einungis 3 prósent veiðimanna keyptu veiðileyfi á friðlöndum og metur Sigmar það því sem svo að þéttbýlisfólk hafi gott aðgengi að veiðilöndum. Hann áætlar að stofninn sé um 700 til 900 þúsund rjúpur sem þýði það að hann sé í lægð en í uppsveiflu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×