Innlent

Forystan brást kennurum

Grunnskólanemar að leik. Forysta Kennarasambands Íslands er gagnrýnd í úttekt starfshóps Fræðsluráðs Reykjavíkur.
Grunnskólanemar að leik. Forysta Kennarasambands Íslands er gagnrýnd í úttekt starfshóps Fræðsluráðs Reykjavíkur.

Í niðurstöðum starfshóps, sem Fræðsluráð Reykjavíkur skipaði vegna kennaraverkfallsins 2004, kemur fram að "forysta kennara hafi brugðist skyldum sínum við mótun kröfugerðar og stillt fram kröfugerð sem var til þess fallin að draga viðræður á langinn og skaða samningaferlið."

Ólafur Loftsson, formaður félags grunnskólakennara, er ekki sammála því að kennaraforystan hafi brugðist sínu fólki. "Það er engin ástæða til að elta ólar við sumt af því sem þarna kemur fram" segir Ólafur.

Í niðurstöðum starfshópsins kemur fram að sú ákvörðun Kennarssambands Íslands að biðja um frest á kjaraviðræðum vegna sumarfría starfsmanna samninganefndar kennarasambandsins lýsi forystuleysi og skorti á samningsumboði.

Ólafur gefur ekki mikið fyrir þessa fullyrðingu. "Þessi fullyrðing er röng, menn voru sammála um að gera þetta á þessum tíma," segir hann. Í skýrslunni kemur líka fram að starfshópurinn telur sig ekki hafa forsendur til að gagnrýna undirbúning Launanefndar sveitarfélaganna eða starf hennar á meðan á viðræðuferlinu stóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×