Innlent

Norskur prins fæddist í nótt

MYND/Reuters

Norskur prins fæddist á Ríkissjúkrahúsinu í Osló í nótt. Hákon krónprins brosti að vonum eyrna á milli þegar hann tilkynnti blaðamönnum um fæðingu prinsins í morgun. Hann sagði að móður og barni heilsaðist vel og gat þess einnig að drenguinn hefði verið 52 sentimetrar og 16 merkur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×