Innlent Kallar eftir ávítum og sekt Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Jóns Ólafssonar athafnamanns, fer fram á að héraðsdómur ávíti Hannes Hólmstein Gissurarson prófessor og Heimi Örn Herbertsson lögmann hans og ákveði þeim réttarfarssekt. Þetta gerir hún í greinargerð sem hún lagði fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Innlent 9.12.2005 21:20 Hvatt til bólusetningar Hettusóttartilfellum fjölgaði verulega í nóvember, samkvæmt Farsóttarfréttum Landlæknisembættisins. Nítján greindust með hettusótt í mánuðinum. Í Farsóttafréttum fyrr á þessu ári var fjallað um hettusótt sem greinst hafði hér á landi á árinu 2005. Talið var að faraldurinn hefði náð hámarki í júlí og ágúst og myndi dvína seinni hluta ársins. Innlent 9.12.2005 21:20 Krefjast niðurfellingar Baugsmálsins Sigurður Tómas Magnússon hefur verið settur saksóknari í Baugsmálinu öðru sinni. Verjendur í málinu telja engu að síður að hann hafi ekki verið gildur saksóknari í málinu á fyrra stigi og krefjast niðurfellingar þess. Innlent 9.12.2005 21:21 Vill óháða úttekt á öryrkjaskýrslunni Forsætisráðherra vill ekki staglast á tölum og biður um óháða úttekt á öryrkjaskýrslunni. Stjórnarandstaðan segir að samfélagið þoli ekki að góðæri sigli framhjá öryrkjum. Málið var rætt utan dagskrár á lokadegi Alþingis fyrir jól. Innlent 9.12.2005 21:20 Illa staðið að komubanni Umboðsmaður Alþingis álítur að sá lagagrundvöllur sem íslensk stjórnvöld studdust við þegar meðlimum Falun Gong var meinað að koma hingað til lands í júní 2002 hafi ekki veitt þeim fullnægjandi heimild til þeirrar aðgerðar. Innlent 9.12.2005 21:20 Kristján skoðar hug sinn Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, hyggst tilkynna í næstu viku hvort hann taki þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri vegna sveitarstjórnarkosninganna. Innlent 10.12.2005 02:26 Fundu eiturlyf, snáka og vopn Sveit lögreglumanna, auk fíkniefnaleitarhunds frá Tollgæslunni, fann mikið magn fíkniefna, tvær skammbyssur og tvo snáka við húsleit í fyrrakvöld. Innlent 9.12.2005 21:20 Sundabrautarfé ekki skilyrt Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir ekkert í frumvarpi til laga um ráðstöfun söluandvirðis Landsíma Íslands sem skilyrði framlag til Sundabrautar við svonefnda innri leið. Þetta kom fram í annarri umræðu um frumvarpið á Alþingi í gær. Gert er ráð fyrir að verja alls átta milljörðum af símafénu í fyrri áfanga Sundabrautar á árunum 2007 til 2010. Innlent 9.12.2005 21:21 Kárahnjúkamótmæli kostuðu 20 milljónir Ríkislögreglustjóraembættið fær 38 milljónir aukalega vegna mótmælanna á Kárahnjúkum og til að reka starfsemi fjögurra sérsveitarmanna á Akureyri til reynslu í eitt ár. Lögreglumenn vöktuðu vinnusvæðið í um þrjár vikur í sumar. Innlent 9.12.2005 21:20 Hafna þúsund umsóknum Nær fimmta hverjum umsækjanda um skólavist í Háskólanum á Akureyri var vísað frá í haust, 127 af 552 umsækjendum. Þetta kemur fram í svari menntamálaráðherra við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Innlent 9.12.2005 21:20 Bandaríkin eru á bremsunni Bandaríkin eru sögð einangruð í afstöðu sinni gegn Kyoto-bókuninni. Samið var um framtíð Kyoto-bókunarinnar á loftslagsráðstefnu sem lauk í gær. Innlent 9.12.2005 21:20 Vitorðsmaður sýkn Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á fimmtudag rúmlega fertugan mann til fjórtán mánaða fangelsisvistar fyrir framleiðslu á um 110 grömmum af amfetamíni og vörslu á efnum ætluðum til amfetamínframleiðslu. Innlent 10.12.2005 01:58 Danir vilja ekki rauðgreni Danskir skógarbændur fara ekki varhluta af tískubylgjum. Nú er nefnilega útlit fyrir að Danir ætli að breyta til þegar kemur að vali á jólatré. Vinsældir rauðgrenisins virðast á undanhaldi og Normannsþinur verður æ vinsælli. Ástæðan ku meðal annars sú að fólk er þreytt á nálunum sem hrynja af rauðgreninu. Innlent 9.12.2005 21:20 Íslendingar á förum frá Afganistan Íslendingar eru á förum frá Afganistan er Norðmenn ætla að fjölga í liði sínu. Tilgangurinn er að veita friðargæsluliðum aukna vörn, en Stoltenberg sagði ekki hversu margar þotur yrðu sendar. Erlent 9.12.2005 22:33 Tekjur af stimpilgjöldum fasteignaviðskipta rjúka upp Tekjur ríkissjóðs af stimpilgjöldum vegna fasteignaviðskipta hafa rokið upp. Árið 2003 voru þær rúmir 3,7 milljarðar en í fyrra rúmir 6,4 milljarðar. Fyrstu tíu mánuði þessa árs námu þær 7,6 milljörðum króna. Innlent 9.12.2005 22:30 Fjölmenn mótmæli eldri borgara og öryrkja við Alþingishúsið Innlent 9.12.2005 22:29 Sólveig Pétursdóttir segir stjórnvöld geta dregið lærdóm af Falun Gong málinu Umboðsmaður Alþingis telur að annmarkar hafi verið á þeirri ákvörðun stjórnvalda að synja meintum iðkendum Falun Gong landgöngu á sínum tíma. Sá lagagrundvöllur sem íslensk stjórnvöld hafi vísað til hafi ekki veitt þeim fullnægjandi heimildir. Innlent 9.12.2005 22:28 Nýjustu launahækkanir Reykjavíkurborgar eru atlaga að íslensku samfélagi, segir bæjarstjóri Kópavogs Innlent 9.12.2005 22:25 Desembermánuður annamesti tími ársins fyrir starfsfólk kirkjugarða Innlent 9.12.2005 17:40 Félagsmálaráðherra neitar að tjá sig efnislega um dóm Hæstaréttar Árni Magnússon félagsmálaráðherra neitar að tjá sig efnislega um dóm Hæstaréttar í máli Valgerðar H. Bjarnadóttur gegn ríkinu. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri-grænna gagnrýndi ráðherran harðlega á Alþingi í dag. Innlent 9.12.2005 21:51 Eldsupptök í tauklæddum stól í stofu Rannsókn á eldsupptökum í eldsvoðanum á Ísafirði á mánudaginn var er nú lokið. Ljóst er að eldurinn kom upp í tauklæddum stól í stofu, út frá opnum eldi. Einn maður lést í eldsvoðanum en maðurinn fannst í stofunni skammt frá staðnum þar sem eldurinn kom upp. Réttarkrufning hefur farið fram og í ljóst kom að maðurinn lést af völdum reyks sem myndaðist í eldsvoðanum. Innlent 9.12.2005 17:36 Mjólkurverð breytist um áramótin Samkomulag hefur náðst um breytingar á verði mjólkur og mjólkurvara um næstu áramót. Verð til bænda hækkar um 2,9%, eða um 1,28 krónur lítrinn, og því samhliða mun heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurða einnig breytast. Innlent 9.12.2005 17:34 Ekið á konu í Hafnarfirði Ekið var á fullorðna konu á bílaplaninu við Samkaup í Hafnarfirði fyrr í dag. Konan, sem er íbúi í þjónustuíbúðum aldraðra í Miðvangi, var á gangi eftir bílaplaninu þegar bíll keyrði á hana. Konan hlaut minniháttar áverka. Innlent 9.12.2005 17:10 Dagur genginn í Samfylkinguna Dagur B. Eggertsson, hefur skráð sig í Samfylkinguna samkvæmt heimildum fréttastofu. Í samtali við fréttastofuna rétt í þessu vildi Dagur sjálfur þó ekki staðfesta þetta, en neitaði því ekki heldur. Innlent 9.12.2005 15:29 Fyrsta skóflustungan að nýrri íbúabyggð á Olíutankasvæðinu á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði Fyrsta skóflustungan verður tekin á morgun að nýrri íbúabyggð á Olíutankasvæðinu á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði. Gert er ráð fyrir byggingu 320 íbúða sem verða í fimm til sex hæða húsum. Þá er einnig gert ráð fyrir byggingu 120 íbúða fyrir eldri borgara ásamt samkomuhúsi. Innlent 9.12.2005 15:06 Strípuðu fjallabíl og skildu eftir við Rauðavatn Bífrænir þjófar þurftu ekki langan tíma til að strípa jeppa sem þeir þeir stálu í Árbænum á þriðjudag. Flestallt nýtilegt var hreinsað úr honum á rúmum sólarhring að líkindum til þess að nýta í aðra bíla. Eigandi bílsins segir tjónið tölvuert. Innlent 9.12.2005 14:49 Vill að málið verði tekið til efnislegrar meðferðar Baugsmálið var tekið fyrir í Héraðsdómi og verjendur sakborninga kröfðust þess á ný að málinu væri vísað frá og tiltóku þrjár ástæður fyrir að slíkt ætti að gera. Settur saksóknari vísaði þeim öllum á bug og sagði kominn tíma til að taka málið til efnislegrar meðferðar. Innlent 9.12.2005 14:44 Landspítalinn stóð við sinn enda samkomulagsins Landspítali – háskólasjúkrahús segist hafa staðið við sinn enda samkomulags síns við yfirlækni í æðaskurðlæknum og því hafi uppsögn hans verið réttmæt. Í yfirlýsingu spítalans segir að í starfslýsingu sem Stefán E. Matthíasson undirritaði við ráðningu í starf yfirlæknis í æðaskurðlæknum komi skýrt fram að yfirmenn Landspítala-háskólasjúkrahúss stundi ekki sjálfstæðan atvinnurekstur. Innlent 9.12.2005 14:17 Enn hálka víða Hellisheiði eystri er enn lokuð vegna flughálku og hvassviðris en einnig er varað við flughálku á Ströndum norðan Bjarnarfjarðar, á nokkrum sveitavegum í Húnavatnssýslum og á Lágheiði samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Enn er hálka eða hálkublettir að einhverju marki í flestum landshlutum, - þó síst á Suðausturlandi. Innlent 9.12.2005 13:51 Réttað á ný í Baugsmálinu Þinghald hófst rétt í þessu í Baugsmálinu. Héraðsdómari boðaði tvo saksóknara í dómssal, hvort tveggja Boga Nilsson ríkissaksóknara og Sigurð Tómas Magnússon, sérstakan saksóknara, en ekki hefur fengist úr því skorið hvor þeirra fer með ákæruvald í málinu. Innlent 9.12.2005 13:29 « ‹ ›
Kallar eftir ávítum og sekt Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Jóns Ólafssonar athafnamanns, fer fram á að héraðsdómur ávíti Hannes Hólmstein Gissurarson prófessor og Heimi Örn Herbertsson lögmann hans og ákveði þeim réttarfarssekt. Þetta gerir hún í greinargerð sem hún lagði fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Innlent 9.12.2005 21:20
Hvatt til bólusetningar Hettusóttartilfellum fjölgaði verulega í nóvember, samkvæmt Farsóttarfréttum Landlæknisembættisins. Nítján greindust með hettusótt í mánuðinum. Í Farsóttafréttum fyrr á þessu ári var fjallað um hettusótt sem greinst hafði hér á landi á árinu 2005. Talið var að faraldurinn hefði náð hámarki í júlí og ágúst og myndi dvína seinni hluta ársins. Innlent 9.12.2005 21:20
Krefjast niðurfellingar Baugsmálsins Sigurður Tómas Magnússon hefur verið settur saksóknari í Baugsmálinu öðru sinni. Verjendur í málinu telja engu að síður að hann hafi ekki verið gildur saksóknari í málinu á fyrra stigi og krefjast niðurfellingar þess. Innlent 9.12.2005 21:21
Vill óháða úttekt á öryrkjaskýrslunni Forsætisráðherra vill ekki staglast á tölum og biður um óháða úttekt á öryrkjaskýrslunni. Stjórnarandstaðan segir að samfélagið þoli ekki að góðæri sigli framhjá öryrkjum. Málið var rætt utan dagskrár á lokadegi Alþingis fyrir jól. Innlent 9.12.2005 21:20
Illa staðið að komubanni Umboðsmaður Alþingis álítur að sá lagagrundvöllur sem íslensk stjórnvöld studdust við þegar meðlimum Falun Gong var meinað að koma hingað til lands í júní 2002 hafi ekki veitt þeim fullnægjandi heimild til þeirrar aðgerðar. Innlent 9.12.2005 21:20
Kristján skoðar hug sinn Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, hyggst tilkynna í næstu viku hvort hann taki þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri vegna sveitarstjórnarkosninganna. Innlent 10.12.2005 02:26
Fundu eiturlyf, snáka og vopn Sveit lögreglumanna, auk fíkniefnaleitarhunds frá Tollgæslunni, fann mikið magn fíkniefna, tvær skammbyssur og tvo snáka við húsleit í fyrrakvöld. Innlent 9.12.2005 21:20
Sundabrautarfé ekki skilyrt Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir ekkert í frumvarpi til laga um ráðstöfun söluandvirðis Landsíma Íslands sem skilyrði framlag til Sundabrautar við svonefnda innri leið. Þetta kom fram í annarri umræðu um frumvarpið á Alþingi í gær. Gert er ráð fyrir að verja alls átta milljörðum af símafénu í fyrri áfanga Sundabrautar á árunum 2007 til 2010. Innlent 9.12.2005 21:21
Kárahnjúkamótmæli kostuðu 20 milljónir Ríkislögreglustjóraembættið fær 38 milljónir aukalega vegna mótmælanna á Kárahnjúkum og til að reka starfsemi fjögurra sérsveitarmanna á Akureyri til reynslu í eitt ár. Lögreglumenn vöktuðu vinnusvæðið í um þrjár vikur í sumar. Innlent 9.12.2005 21:20
Hafna þúsund umsóknum Nær fimmta hverjum umsækjanda um skólavist í Háskólanum á Akureyri var vísað frá í haust, 127 af 552 umsækjendum. Þetta kemur fram í svari menntamálaráðherra við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Innlent 9.12.2005 21:20
Bandaríkin eru á bremsunni Bandaríkin eru sögð einangruð í afstöðu sinni gegn Kyoto-bókuninni. Samið var um framtíð Kyoto-bókunarinnar á loftslagsráðstefnu sem lauk í gær. Innlent 9.12.2005 21:20
Vitorðsmaður sýkn Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á fimmtudag rúmlega fertugan mann til fjórtán mánaða fangelsisvistar fyrir framleiðslu á um 110 grömmum af amfetamíni og vörslu á efnum ætluðum til amfetamínframleiðslu. Innlent 10.12.2005 01:58
Danir vilja ekki rauðgreni Danskir skógarbændur fara ekki varhluta af tískubylgjum. Nú er nefnilega útlit fyrir að Danir ætli að breyta til þegar kemur að vali á jólatré. Vinsældir rauðgrenisins virðast á undanhaldi og Normannsþinur verður æ vinsælli. Ástæðan ku meðal annars sú að fólk er þreytt á nálunum sem hrynja af rauðgreninu. Innlent 9.12.2005 21:20
Íslendingar á förum frá Afganistan Íslendingar eru á förum frá Afganistan er Norðmenn ætla að fjölga í liði sínu. Tilgangurinn er að veita friðargæsluliðum aukna vörn, en Stoltenberg sagði ekki hversu margar þotur yrðu sendar. Erlent 9.12.2005 22:33
Tekjur af stimpilgjöldum fasteignaviðskipta rjúka upp Tekjur ríkissjóðs af stimpilgjöldum vegna fasteignaviðskipta hafa rokið upp. Árið 2003 voru þær rúmir 3,7 milljarðar en í fyrra rúmir 6,4 milljarðar. Fyrstu tíu mánuði þessa árs námu þær 7,6 milljörðum króna. Innlent 9.12.2005 22:30
Sólveig Pétursdóttir segir stjórnvöld geta dregið lærdóm af Falun Gong málinu Umboðsmaður Alþingis telur að annmarkar hafi verið á þeirri ákvörðun stjórnvalda að synja meintum iðkendum Falun Gong landgöngu á sínum tíma. Sá lagagrundvöllur sem íslensk stjórnvöld hafi vísað til hafi ekki veitt þeim fullnægjandi heimildir. Innlent 9.12.2005 22:28
Nýjustu launahækkanir Reykjavíkurborgar eru atlaga að íslensku samfélagi, segir bæjarstjóri Kópavogs Innlent 9.12.2005 22:25
Félagsmálaráðherra neitar að tjá sig efnislega um dóm Hæstaréttar Árni Magnússon félagsmálaráðherra neitar að tjá sig efnislega um dóm Hæstaréttar í máli Valgerðar H. Bjarnadóttur gegn ríkinu. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri-grænna gagnrýndi ráðherran harðlega á Alþingi í dag. Innlent 9.12.2005 21:51
Eldsupptök í tauklæddum stól í stofu Rannsókn á eldsupptökum í eldsvoðanum á Ísafirði á mánudaginn var er nú lokið. Ljóst er að eldurinn kom upp í tauklæddum stól í stofu, út frá opnum eldi. Einn maður lést í eldsvoðanum en maðurinn fannst í stofunni skammt frá staðnum þar sem eldurinn kom upp. Réttarkrufning hefur farið fram og í ljóst kom að maðurinn lést af völdum reyks sem myndaðist í eldsvoðanum. Innlent 9.12.2005 17:36
Mjólkurverð breytist um áramótin Samkomulag hefur náðst um breytingar á verði mjólkur og mjólkurvara um næstu áramót. Verð til bænda hækkar um 2,9%, eða um 1,28 krónur lítrinn, og því samhliða mun heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurða einnig breytast. Innlent 9.12.2005 17:34
Ekið á konu í Hafnarfirði Ekið var á fullorðna konu á bílaplaninu við Samkaup í Hafnarfirði fyrr í dag. Konan, sem er íbúi í þjónustuíbúðum aldraðra í Miðvangi, var á gangi eftir bílaplaninu þegar bíll keyrði á hana. Konan hlaut minniháttar áverka. Innlent 9.12.2005 17:10
Dagur genginn í Samfylkinguna Dagur B. Eggertsson, hefur skráð sig í Samfylkinguna samkvæmt heimildum fréttastofu. Í samtali við fréttastofuna rétt í þessu vildi Dagur sjálfur þó ekki staðfesta þetta, en neitaði því ekki heldur. Innlent 9.12.2005 15:29
Fyrsta skóflustungan að nýrri íbúabyggð á Olíutankasvæðinu á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði Fyrsta skóflustungan verður tekin á morgun að nýrri íbúabyggð á Olíutankasvæðinu á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði. Gert er ráð fyrir byggingu 320 íbúða sem verða í fimm til sex hæða húsum. Þá er einnig gert ráð fyrir byggingu 120 íbúða fyrir eldri borgara ásamt samkomuhúsi. Innlent 9.12.2005 15:06
Strípuðu fjallabíl og skildu eftir við Rauðavatn Bífrænir þjófar þurftu ekki langan tíma til að strípa jeppa sem þeir þeir stálu í Árbænum á þriðjudag. Flestallt nýtilegt var hreinsað úr honum á rúmum sólarhring að líkindum til þess að nýta í aðra bíla. Eigandi bílsins segir tjónið tölvuert. Innlent 9.12.2005 14:49
Vill að málið verði tekið til efnislegrar meðferðar Baugsmálið var tekið fyrir í Héraðsdómi og verjendur sakborninga kröfðust þess á ný að málinu væri vísað frá og tiltóku þrjár ástæður fyrir að slíkt ætti að gera. Settur saksóknari vísaði þeim öllum á bug og sagði kominn tíma til að taka málið til efnislegrar meðferðar. Innlent 9.12.2005 14:44
Landspítalinn stóð við sinn enda samkomulagsins Landspítali – háskólasjúkrahús segist hafa staðið við sinn enda samkomulags síns við yfirlækni í æðaskurðlæknum og því hafi uppsögn hans verið réttmæt. Í yfirlýsingu spítalans segir að í starfslýsingu sem Stefán E. Matthíasson undirritaði við ráðningu í starf yfirlæknis í æðaskurðlæknum komi skýrt fram að yfirmenn Landspítala-háskólasjúkrahúss stundi ekki sjálfstæðan atvinnurekstur. Innlent 9.12.2005 14:17
Enn hálka víða Hellisheiði eystri er enn lokuð vegna flughálku og hvassviðris en einnig er varað við flughálku á Ströndum norðan Bjarnarfjarðar, á nokkrum sveitavegum í Húnavatnssýslum og á Lágheiði samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Enn er hálka eða hálkublettir að einhverju marki í flestum landshlutum, - þó síst á Suðausturlandi. Innlent 9.12.2005 13:51
Réttað á ný í Baugsmálinu Þinghald hófst rétt í þessu í Baugsmálinu. Héraðsdómari boðaði tvo saksóknara í dómssal, hvort tveggja Boga Nilsson ríkissaksóknara og Sigurð Tómas Magnússon, sérstakan saksóknara, en ekki hefur fengist úr því skorið hvor þeirra fer með ákæruvald í málinu. Innlent 9.12.2005 13:29