Innlent

Fréttamynd

Kallar eftir ávítum og sekt

Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Jóns Ólafssonar at­hafna­manns, fer fram á að héraðs­dómur ávíti Hannes Hólmstein Gissur­ar­son prófessor og Heimi Örn Herberts­son lög­mann hans og ákveði þeim réttar­fars­sekt. Þetta gerir hún í greinargerð sem hún lagði fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Innlent
Fréttamynd

Hvatt til bólusetningar

Hettusóttartilfellum fjölgaði verulega í nóvember, samkvæmt Farsóttarfréttum Landlæknisembættisins. Nítján greindust með hettusótt í mánuðinum. Í Farsóttafréttum fyrr á þessu ári var fjallað um hettusótt sem greinst hafði hér á landi á árinu 2005. Talið var að faraldurinn hefði náð hámarki í júlí og ágúst og myndi dvína seinni hluta ársins.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast niðurfellingar Baugsmálsins

Sigurður Tómas Magnússon hefur verið settur saksóknari í Baugsmálinu öðru sinni. Verjendur í málinu telja engu að síður að hann hafi ekki verið gildur saksóknari í málinu á fyrra stigi og krefjast niðurfellingar þess.

Innlent
Fréttamynd

Vill óháða úttekt á öryrkjaskýrslunni

Forsætisráðherra vill ekki staglast á tölum og biður um óháða úttekt á öryrkjaskýrslunni. Stjórnarandstaðan segir að samfélagið þoli ekki að góðæri sigli framhjá öryrkjum. Málið var rætt utan dagskrár á lokadegi Alþingis fyrir jól.

Innlent
Fréttamynd

Illa staðið að komubanni

Umboðsmaður Alþingis álítur að sá lagagrundvöllur sem íslensk stjórnvöld studdust við þegar meðlimum Falun Gong var meinað að koma hingað til lands í júní 2002 hafi ekki veitt þeim fullnægjandi heimild til þeirrar aðgerðar.

Innlent
Fréttamynd

Kristján skoðar hug sinn

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, hyggst tilkynna í næstu viku hvort hann taki þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri vegna sveitarstjórnarkosninganna.

Innlent
Fréttamynd

Fundu eiturlyf, snáka og vopn

Sveit lögreglumanna, auk fíkniefnaleitarhunds frá Tollgæslunni, fann mikið magn fíkniefna, tvær skamm­byssur og tvo snáka við húsleit í fyrrakvöld.

Innlent
Fréttamynd

Sundabrautarfé ekki skilyrt

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir ekkert í frumvarpi til laga um ráðstöfun söluandvirðis Landsíma Íslands sem skilyrði framlag til Sundabrautar við svonefnda innri leið. Þetta kom fram í annarri umræðu um frumvarpið á Alþingi í gær. Gert er ráð fyrir að verja alls átta milljörðum af símafénu í fyrri áfanga Sundabrautar á árunum 2007 til 2010.

Innlent
Fréttamynd

Kárahnjúkamótmæli kostuðu 20 milljónir

Ríkislögreglustjóraembættið fær 38 milljónir aukalega vegna mótmælanna á Kárahnjúkum og til að reka starfsemi fjögurra sérsveitarmanna á Akureyri til reynslu í eitt ár. Lögreglumenn vöktuðu vinnusvæðið í um þrjár vikur í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Hafna þúsund umsóknum

Nær fimmta hverjum umsækjanda um skólavist í Háskólanum á Akureyri var vísað frá í haust, 127 af 552 umsækjendum. Þetta kemur fram í svari menntamálaráðherra við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Bandaríkin eru á bremsunni

Banda­rík­in eru sögð einangruð í afstöðu sinni gegn Kyoto-bók­un­inni. Samið var um framtíð Kyoto-bókunarinnar á loftslagsráðstefnu sem lauk í gær.

Innlent
Fréttamynd

Vitorðsmaður sýkn

Héraðsdómur Reykja­­vík­ur dæmdi á fimmtudag rúm­lega fertug­an mann til fjórtán mán­aða fangels­is­vist­ar fyrir fram­leiðslu á um 110 grömmum af amfeta­míni og vörslu á efnum ætluðum til amfetamín­fram­leiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Danir vilja ekki rauðgreni

Danskir skógarbændur fara ekki varhluta af tískubylgjum. Nú er nefnilega útlit fyrir að Danir ætli að breyta til þegar kemur að vali á jólatré. Vinsældir rauðgrenisins virðast á undanhaldi og Normannsþinur verður æ vinsælli. Ástæðan ku meðal annars sú að fólk er þreytt á nálunum sem hrynja af rauðgreninu.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar á förum frá Afganistan

Íslendingar eru á förum frá Afganistan er Norðmenn ætla að fjölga í liði sínu. Tilgangurinn er að veita friðargæsluliðum aukna vörn, en Stoltenberg sagði ekki hversu margar þotur yrðu sendar.

Erlent
Fréttamynd

Eldsupptök í tauklæddum stól í stofu

Rannsókn á eldsupptökum í eldsvoðanum á Ísafirði á mánudaginn var er nú lokið. Ljóst er að eldurinn kom upp í tauklæddum stól í stofu, út frá opnum eldi. Einn maður lést í eldsvoðanum en maðurinn fannst í stofunni skammt frá staðnum þar sem eldurinn kom upp. Réttarkrufning hefur farið fram og í ljóst kom að maðurinn lést af völdum reyks sem myndaðist í eldsvoðanum.

Innlent
Fréttamynd

Mjólkurverð breytist um áramótin

Samkomulag hefur náðst um breytingar á verði mjólkur og mjólkurvara um næstu áramót. Verð til bænda hækkar um 2,9%, eða um 1,28 krónur lítrinn, og því samhliða mun heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurða einnig breytast.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á konu í Hafnarfirði

Ekið var á fullorðna konu á bílaplaninu við Samkaup í Hafnarfirði fyrr í dag. Konan, sem er íbúi í þjónustuíbúðum aldraðra í Miðvangi, var á gangi eftir bílaplaninu þegar bíll keyrði á hana. Konan hlaut minniháttar áverka.

Innlent
Fréttamynd

Dagur genginn í Samfylkinguna

Dagur B. Eggertsson, hefur skráð sig í Samfylkinguna samkvæmt heimildum fréttastofu. Í samtali við fréttastofuna rétt í þessu vildi Dagur sjálfur þó ekki staðfesta þetta, en neitaði því ekki heldur.

Innlent
Fréttamynd

Strípuðu fjallabíl og skildu eftir við Rauðavatn

Bífrænir þjófar þurftu ekki langan tíma til að strípa jeppa sem þeir þeir stálu í Árbænum á þriðjudag. Flestallt nýtilegt var hreinsað úr honum á rúmum sólarhring að líkindum til þess að nýta í aðra bíla. Eigandi bílsins segir tjónið tölvuert.

Innlent
Fréttamynd

Vill að málið verði tekið til efnislegrar meðferðar

Baugsmálið var tekið fyrir í Héraðsdómi og verjendur sakborninga kröfðust þess á ný að málinu væri vísað frá og tiltóku þrjár ástæður fyrir að slíkt ætti að gera. Settur saksóknari vísaði þeim öllum á bug og sagði kominn tíma til að taka málið til efnislegrar meðferðar.

Innlent
Fréttamynd

Landspítalinn stóð við sinn enda samkomulagsins

Landspítali – háskólasjúkrahús segist hafa staðið við sinn enda samkomulags síns við yfirlækni í æðaskurðlæknum og því hafi uppsögn hans verið réttmæt. Í yfirlýsingu spítalans segir að í starfslýsingu sem Stefán E. Matthíasson undirritaði við ráðningu í starf yfirlæknis í æðaskurðlæknum komi skýrt fram að yfirmenn Landspítala-háskólasjúkrahúss stundi ekki sjálfstæðan atvinnurekstur.

Innlent
Fréttamynd

Enn hálka víða

Hellisheiði eystri er enn lokuð vegna flughálku og hvassviðris en einnig er varað við flughálku á Ströndum norðan Bjarnarfjarðar, á nokkrum sveitavegum í Húnavatnssýslum og á Lágheiði samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Enn er hálka eða hálkublettir að einhverju marki í flestum landshlutum, - þó síst á Suðausturlandi.

Innlent
Fréttamynd

Réttað á ný í Baugsmálinu

Þinghald hófst rétt í þessu í Baugsmálinu. Héraðsdómari boðaði tvo saksóknara í dómssal, hvort tveggja Boga Nilsson ríkissaksóknara og Sigurð Tómas Magnússon, sérstakan saksóknara, en ekki hefur fengist úr því skorið hvor þeirra fer með ákæruvald í málinu.

Innlent