Innlent

Mjólkurverð breytist um áramótin

MYND/Pjetur
Samkomulag hefur náðst um breytingar á verði mjólkur og mjólkurvara um næstu áramót. Verð til bænda hækkar um 2,9%, eða um 1,28 krónur lítrinn, og því samhliða mun heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurða einnig breytast. Á vef Landssambands kúabænda segir að heildsöluverðið hafi verið óbreytt síðastliðin þrjú ár, en um komandi áramót munu þessar vörur hækka um 1,46% til 2,50%. Til samanburðar má geta þess að vísitala neysluverðs hefur á sama tíma og verðstöðvun hefur verið með mjólkurvörur hækkað um rúm 10%. Í samkomulagi Verðlagsnefndar hafa fulltrúar mjólkuriðnaðarins jafnframt lýst því yfir að verð á öðrum mjólkurvörum, sem ekki heyra undir ákvörðun nefndarinnar, hækki ekki umfram 2,50%.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×