Innlent

Hvatt til bólusetningar

Hettusóttartilfellum fjölgaði verulega í nóvember, samkvæmt Farsóttarfréttum Landlæknisembættisins. Nítján greindust með hettusótt í mánuðinum. Í Farsóttafréttum fyrr á þessu ári var fjallað um hettusótt sem greinst hafði hér á landi á árinu 2005. Talið var að faraldurinn hefði náð hámarki í júlí og ágúst og myndi dvína seinni hluta ársins.

Nú hefur hins vegar komið í ljós að svo er ekki. Þeir einstaklingar sem einkum sýkjast eru þeir sem fæddir eru á árunum 1981 til og með 1985 en það eru þeir sem misstu af MMR-bólusetningunni sem hófst hjá átján mánaða gömlum börnum á árinu 1989 og hjá níu ára gömlum börnum 1994.

Sóttvarnalæknir hvetur fólk sem fæddist á árunum 1981 til og með 1985 að láta bólusetja sig. Fólk getur leitað til næstu heilsugæslustöðvar og verður bólusetningin þeim að kostnaðarlausu. Aukaverkanir af bólusetningunni eru sagðar óverulegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×