Innlent

Fyrsta skóflustungan að nýrri íbúabyggð á Olíutankasvæðinu á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði

Fyrsta skóflustungan verður tekin á morgun að nýrri íbúabyggð á Olíutankasvæðinu á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði. Gert er ráð fyrir byggingu 320 íbúða sem verða í fimm til sex hæða húsum. Þá er einnig gert ráð fyrir byggingu 120 íbúða fyrir eldri borgara ásamt samkomuhúsi. Byggingareitirnir munu snúa í frá norðri til suðurs. Þéttasta byggðin verður nyrst og neðst en lægstu húsin verða byggð efst og syðst til að lágmarka skuggamyndun á núverandi byggð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×