Innlent

Desembermánuður annamesti tími ársins fyrir starfsfólk kirkjugarða

Mynd/Stefán

Desembermánuður er einn annamesti tími ársins fyrir starfsfólk kirkjugarða sem aðstoðar fólk við að finna leiði látinna ástvina. Sífellt fleiri nýta sér þó Netið til að fá upplýsingar um staðsetningu leiða.

Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykavíkurprófastsdæma, segir að tugir þúsunda heimsæki leiði ástvina sinna í desember um allt land. Hann segir það hafa færst í vöxt að fólk nýti Netið til að afla upplýsinga um staðsetningu leiða en þó séu alltaf einhverjir sem leiti upplýsinga símleiðis. Hann segir fólk á öllum aldri koma heimsækja leiði en þó sé mikið um eldra fólk. Þá sé einnig nokkuð um að fjölskyldur komi saman og sé það hluti af jólunum fyrir margar fjölskyldur að heimsækja leiði látinna ástvina.

Á heimasíðunni gardar.is má finna upplýsingar um staðsetningu leiða í kirkjugörðum um allt land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×