Innlent

Ekið á konu í Hafnarfirði

Ekið var á fullorðna konu á bílaplaninu við Samkaup í Hafnarfirði fyrr í dag. Konan, sem er íbúi í þjónustuíbúðum aldraðra í Miðvangi, var á gangi eftir bílaplaninu þegar bíll keyrði á hana. Konan hlaut minniháttar áverka.

Þá urðu einnig þrjú minniháttar umferðaróhöpp í Hafnarfirði en einn ökumaður slasaðist og hlaut minniháttar áverka í einum árekstranna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×