Erlent Sharon sýnir frekari batamerki Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sýndi frekari batamerki í dag þegar hann hreyfði vinstri hlið líkamans í fyrsta sinn síðan hann fékk mikið heilablóðfall í síðustu viku. Erlent 10.1.2006 16:55 Íranar ætla að auðga úran á ný Mohamed ElBaradei, yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar, greindi stjórn stofnunarinnar frá því í dag að Íranar ætluðu að hefja auðgun úrans á ný en þó ekki af fullum krafti. Þetta gengur í berhögg við fyrri yfirlýsingar stjórnvalda í Teheran en fulltrúar þeirra hafa neitað því að hefja ætti framleiðslu á kjarnorkueldsneyti í Natanz-kjarnorkurannsóknarstöðinni. Erlent 10.1.2006 16:46 Segist hafa stjórn á fuglaflensunni Tyrknesk stjórnvöld hafa náð tökum á útbreiðslu fuglaflensu sagði Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands. "Við höfum stjónr á ástandinu og höldum áfram að fylgjast vandlega með því. Þeir sem hafa smitast eru ekki langt leiddir og því er ekki mikil hætta á ferðum að svo stöddu." Erlent 10.1.2006 16:07 Nauðgaði tólf vikna barni Fertugur breskur karlmaður sem nauðgaði tólf vikna barni með hjálp kærustu sinnar sem átti að passa barnið hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi. Nítján ára unnusta hans hefur verið dæmd til fimm ára fangelsisvistar. Erlent 10.1.2006 15:57 Ekki jafn mikil hætta í Tyrklandi og talið var Niðurstöður rannsókna á sýnum úr tólf sjúklingum í Istanbúl í Tyrklandi benda ekki til að þeir séu með fuglaflensusmit eins og óttast var. Mikil skelfing hefur gripið um sig í landinu vegna málsins sem og í nágrannalöndunum, Búlgaríu og Grikklandi, en heilbrigðisráðherrar Evrópusambandsríkjanna segja þó ekkert að óttast. Erlent 10.1.2006 13:06 Flest börn fæðast eftir miðsumarhátíðina í Svíþjóð Árið 2004 var metár í hjónavígslum í Svíþjóð en þá giftu sig 43.088 pör. Svo mörg pör hafa ekki gengið í hjónaband á einu ári síðan árið 1989 samkvæmt upplýsingum frá hagstofunni í Svíþjóð. Flestar hjónavígslurnar eða um tæplega 1500 talsins urðu á heitasta degi ársins það árið sem var 7. ágúst. Þá fæddust felst börn 30.mars sem er níu mánuðum frá miðsumarhátíðinni sem er stór og mikil árleg hátíð í Svíþjóð. Fæst börn fæddust 20. nóvember eða einungis 187 börn. Erlent 10.1.2006 11:46 Mörg veðmál í gangi í tengslum við skírn Danaprinsins Það styttist í konunglega skírn í Danmörku en sonur Friðriks Krónprins og Mary Krónprinsessu verður skírður 21. janúar næstkomandi. Hjá veðbankanum Nordicbet eru hin ýmsu veðmál í gangi varðandi skírnina. Þar er til að mynda veðjað um nafn litla prinsins en Christian þykir líklegt nafn svo það gefur ekki mikið af sér en veðji maður sem nemur 1000 íslenskum krónum, þá verður uppskeran um 1200 krónur verði prinsinn skýrður Christian. Erlent 10.1.2006 11:17 Lífshættuleg snjóþyngsli í Japan Að minnsta kosti 72 hafa látist vegna mikilla snjóa í Japan síðan í byrjun desember. Aldrei hefur snjóað jafn mikið en næstum fjórir metrar af snjó hafa fallið í landinu á þessum fimm vikum. Erlent 10.1.2006 10:39 Ættleiddi stúlku þrátt fyrir að vera ákærður fyrir misnotkun á barni Yfirvöld í Álaborg í Danmörku liggja nú undir miklu ámæli eftir að upp komst að danskur karlmaður fékk að ættleiða stúlku frá Taílandi, þrátt fyrir að eiga yfir höfði sér ákæru fyrir kynferðislega misnotkun á annarri stúlku. Erlent 10.1.2006 09:24 Kona dæmd fyrir rekstur vændishús í Danmörku Kona var í dag dæmd í árs fangelsi og 150 stunda samfélagsvinnu í Danmörku fyrir að hafa rekið vændishús í Rødovre í nágrenni Kaupmannahafnar. Talið er að konan hafi auðgast sem nemur 10 milljónum íslenskra króna, jafnvel mun meira, en ekki var hægt að sýna fram á hversu háar fjárhæður hún hafði raunverulega haft upp úr þessu ólöglega athæfi sínu. Erlent 10.1.2006 07:38 Talibanar hóta áframhaldandi árásum í Afganistan Leiðtogi Talibana í Afganistan, Mohammad Omar, sagði í gær að heilögu stríð gegn bandaríska hernámsliðinu í landinu yrði haldið áfram. Ásrásir myndu færast í aukana á nýju ári og ekki linna fyrr en Bandaríkjamenn væru farnir frá Írak. Omar, sem hefur farið huldu höfði síðan Talibana-stjórnin var hrakin frá völdum í lok árs 2001, sagði að Bandaríkjamenn væru höfuðóvinir Islam. Erlent 10.1.2006 07:18 Myrti fyrrum samstarfsmenn sína og skaut svo sjálfan sig Tveir öryggisverðir féllu og einn særðist þegar fyrrum samstarfsmaður þeirra skaut þá á pósthúsi í miðborg Madridar, höfuðborgar Spánar í gær. Ekki hafa fengist upplýsingar um ástæðu morðanna en maðurinn, sem var 35 ára og var í veikindaleyfi, framdi sjálfsmorð eftir að hafa drepið mennina. Að sögn lögreglu er rannsókn hafin en talið er að hann hafi átt við andlega erfiðleika að etja. Erlent 10.1.2006 07:14 Sprengja á veitingastað í San Fransisco Sprengja fannst á einum veitingastað Starbucks kaffihúsakeðjunnar í San Fransisco í gær. Það var einn starfsmaður veitingastaðarins sem fann hana á baðherbergisgólfi staðarins. Var húsið því rýmt og sprengjusérfræðingar kallaðir til sem aftengdu sprengjuna. Ekki er vitað hver kom henni fyrir en að sögn lögreglunnar þar í borg hefði hún valdið miklu tjóni, hefði sprengjan sprungið. Engin viðvörun barst og er málið í rannsókn. Erlent 10.1.2006 07:15 Fjöldaslátrun á fuglum fyrirhuguð í Istanbul Niðurstöður rannsókna á sýnum úr 12 sjúklingum í Istanbúl í Tyrklandi benda ekki til þess að þeir séu með fuglaflensusmit. Fjöldaslátrun á fuglum er fyrirhuguð í nokkrum úthverfum Istanbul, fjölmennustu borg landsins, þar sem fátækir íbúar, sem flutt hafa til borgarinnar fá sveitum landsins, búa. En þeir ala fugla sér til viðurværis. Erlent 10.1.2006 07:04 Styttist í þingkosningar í Palestínu Þingkosningar verða haldnar í Palestínu þann 25. janúar næstkomandi. Þetta sagði Mahmoud Abbas, forseti heimastjórnar Palestínumanna, á blaðamannafundi í gær. Bæði Bandaríkjamenn og Ísraelar hafa sagt að Palestínumenn sem búsettir eru í Jerúsalem fái að taka þátt í kosningunum. Erlent 10.1.2006 06:59 Fuglaflensutilfellum fjölgar enn Fuglaflensutilfellum heldur áfram að fjölga í Tyrklandi og virðist fátt geta stöðvað för þessarar skaðræðisflensu vestur á bóginn. Þótt smithættan fari vaxandi telur Haraldur Briem sóttvarnalæknir ekki ástæðu til að vara við ferðum til landsins. Erlent 9.1.2006 22:25 Geðsjúkur maður ógnaði fólki með hníf í Albertslundi í Danmörku Geðsjúkur maður, sem lögreglan í bænum Albertslund, skammt frá Kaupmannahöfn, skaut á sunnudag, lést í dag af sárum sínum. Maðurinn ógnaði fólki með hníf og á flótta sínum veitti hann sjálfum sér áverka. Lögregla skaut hann síðan í fæturna til að stöðva flóta hans. Erlent 9.1.2006 22:55 Dæmdur fyrir morð á ferðamönnum Dómari í Afríkuríkinu Úganda sakfelldi í dag uppreisnarmann fyrir morð á 8 ferðamönnum og einum innfæddum leiðsögumanni sem voru í hópi 30 ferðamanna sem voru að ferð um þjóðgarð í Úganda árið 1999. Erlent 9.1.2006 22:50 Sharon sýni lífsmark í fyrsta sinn í dag frá heilablóðfalli Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sýndi lífsmark í dag, í fyrsta sinn frá því að hann fékk alvarlegt heilablóðfall á miðvikudaginn. Hann er enn tengdur við öndunarvél og læknar eru ekki tilbúnir að fullyrða að hann sé úr lífshættu. Erlent 9.1.2006 22:47 Björk sérvitrust Breska tímaritið, Homes and antiques, hefur valið íslensku söngkonuna Björku Guðmundsdóttur sérvitrustu dægurstjörnu heims. Um sex þúsund lesendur blaðsins tóku þátt í valinu og lagði Björk ekki ómerkari stjörnur en rokkarann Ozzy Osbourne og tískuhönnuðinn Vivienne Westwood. Erlent 9.1.2006 22:26 Olmert líklegri til að semja um frið Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra Ísraels, er líklegri en Ariel Sharon til að semja um frið við Palestínumenn. Þetta segir palestínskur kennari sem hefur þekkt Olmert síðan hann var borgarstjóri í Jerúsalem. Erlent 9.1.2006 20:23 Sharon sýnir lífsmark Ariel Sharon sýndi lífsmark í dag, í fyrsta sinn frá því að hann fékk alvarlegt heilablóðfall á miðvikudaginn. Hann er enn tengdur við öndunarvél og læknar eru ekki tilbúnir að fullyrða að hann sé úr lífshættu. Þórir Guðmundsson fréttamaður er í Jerúsalem. Erlent 9.1.2006 20:06 Hostel vinsælust vestanhafs Hostel, kvikmynd Íslandsvinsins Elis Roths, fékk mesta aðsókn allra kvikmynda í Bandaríkjunum um helgina. Samtals greiddi fólk 20,1 milljón dollara, andvirði um 1.230 milljóna króna, í aðgangseyri. Myndin fékk því meiri aðsókn en stórmyndirnar The Chronicles of Narnia sem var í öðru sæti og King Kong sem var í þriðja sæti en báðar hafa þær tekið inn um og yfir 200 milljónir dollara í aðgangseyri. Erlent 9.1.2006 18:28 Lést í París Dakar rallinu Ástralskur mótorhjólakappi lét lífið í slysi í níundu akstursleið í París Dakar rallinu í dag. Andy Caldecott varð 23. keppandinn frá upphafi til að láta lífið í keppninni sem er nú haldin í 28. skipti. Erlent 9.1.2006 17:03 Sex ára smitast af fuglaflensu Sex ára kínverskur piltur hefur smitast af H5N1 afbrigði fuglaflensunnar og gengst nú undir læknismeðferð á sjúkrahúsi í Hunan héraði. Kínversk yfirvöld hafa staðfest að um fuglaflensu sé að ræða og er pilturinn áttunda kínverska manneskjan sem smitast af sjúkdómnum. Erlent 9.1.2006 15:17 Ráðist að innanríkisráðuneyti Írak 28 hafa látist í sprengjuárásum í Írak það sem af er degi. Tvær sjálfsmorðsárásir voru gerðar í landinu í morgun í innanríkisráðuneyti landsins, í öðru tilvikinu þótti öryggisvörðum maðurinn óvenju sver um sig miðjan og grunaði því að hann bæri sprengiefni. Þeir Erlent 9.1.2006 13:51 Maltverjar hamingjusamastir í heimi Möltubúar eru hamingjusamastir allra þjóða samkvæmt árlegri hamingjukönnun Erasmus-háskólans í Rotterdam í Hollandi. Íslendingar eru tiltölulega hamingjusamir eða 63% þjóðarinnar. Erlent 9.1.2006 13:08 Cheney fluttur á sjúkrahús Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, var fluttur með hraði á sjúkrahús í morgun vegna öndunarerfiðleika. Cheney er nú á George Washington-sjúkrahúsinu, en búist er við að hann fái að snúa heim síðar í dag, enda engin alvarleg hætta á ferðum. Erlent 9.1.2006 13:05 Skotið á friðargæsluliða í Darfúr Friðargæsluliði var drepinn og tíu aðrir liggja sárir eftir skotárás í Darfúr-héraði í Súdan í gær. Friðargæsluliðunum, sem eru í Súdan á vegum Afríkusambandsins, var gert launsátur í þorpinu Girgira í vesturhluta Darfúr. Erlent 9.1.2006 10:00 Bellafonte kallaði Bush hryðjuverkamann Söngvarinn heimsfrægi Harry Bellafonte, kallaði George Bush, Bandaríkjaforseta hryðjuverkamann og lofaði forseta Venezuela, Hugo Chavez og vinstri stefnu hans í stjórnmálum á fundi þeirra Bellafontes og Chaves um helgina. Erlent 9.1.2006 10:23 « ‹ ›
Sharon sýnir frekari batamerki Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sýndi frekari batamerki í dag þegar hann hreyfði vinstri hlið líkamans í fyrsta sinn síðan hann fékk mikið heilablóðfall í síðustu viku. Erlent 10.1.2006 16:55
Íranar ætla að auðga úran á ný Mohamed ElBaradei, yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar, greindi stjórn stofnunarinnar frá því í dag að Íranar ætluðu að hefja auðgun úrans á ný en þó ekki af fullum krafti. Þetta gengur í berhögg við fyrri yfirlýsingar stjórnvalda í Teheran en fulltrúar þeirra hafa neitað því að hefja ætti framleiðslu á kjarnorkueldsneyti í Natanz-kjarnorkurannsóknarstöðinni. Erlent 10.1.2006 16:46
Segist hafa stjórn á fuglaflensunni Tyrknesk stjórnvöld hafa náð tökum á útbreiðslu fuglaflensu sagði Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands. "Við höfum stjónr á ástandinu og höldum áfram að fylgjast vandlega með því. Þeir sem hafa smitast eru ekki langt leiddir og því er ekki mikil hætta á ferðum að svo stöddu." Erlent 10.1.2006 16:07
Nauðgaði tólf vikna barni Fertugur breskur karlmaður sem nauðgaði tólf vikna barni með hjálp kærustu sinnar sem átti að passa barnið hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi. Nítján ára unnusta hans hefur verið dæmd til fimm ára fangelsisvistar. Erlent 10.1.2006 15:57
Ekki jafn mikil hætta í Tyrklandi og talið var Niðurstöður rannsókna á sýnum úr tólf sjúklingum í Istanbúl í Tyrklandi benda ekki til að þeir séu með fuglaflensusmit eins og óttast var. Mikil skelfing hefur gripið um sig í landinu vegna málsins sem og í nágrannalöndunum, Búlgaríu og Grikklandi, en heilbrigðisráðherrar Evrópusambandsríkjanna segja þó ekkert að óttast. Erlent 10.1.2006 13:06
Flest börn fæðast eftir miðsumarhátíðina í Svíþjóð Árið 2004 var metár í hjónavígslum í Svíþjóð en þá giftu sig 43.088 pör. Svo mörg pör hafa ekki gengið í hjónaband á einu ári síðan árið 1989 samkvæmt upplýsingum frá hagstofunni í Svíþjóð. Flestar hjónavígslurnar eða um tæplega 1500 talsins urðu á heitasta degi ársins það árið sem var 7. ágúst. Þá fæddust felst börn 30.mars sem er níu mánuðum frá miðsumarhátíðinni sem er stór og mikil árleg hátíð í Svíþjóð. Fæst börn fæddust 20. nóvember eða einungis 187 börn. Erlent 10.1.2006 11:46
Mörg veðmál í gangi í tengslum við skírn Danaprinsins Það styttist í konunglega skírn í Danmörku en sonur Friðriks Krónprins og Mary Krónprinsessu verður skírður 21. janúar næstkomandi. Hjá veðbankanum Nordicbet eru hin ýmsu veðmál í gangi varðandi skírnina. Þar er til að mynda veðjað um nafn litla prinsins en Christian þykir líklegt nafn svo það gefur ekki mikið af sér en veðji maður sem nemur 1000 íslenskum krónum, þá verður uppskeran um 1200 krónur verði prinsinn skýrður Christian. Erlent 10.1.2006 11:17
Lífshættuleg snjóþyngsli í Japan Að minnsta kosti 72 hafa látist vegna mikilla snjóa í Japan síðan í byrjun desember. Aldrei hefur snjóað jafn mikið en næstum fjórir metrar af snjó hafa fallið í landinu á þessum fimm vikum. Erlent 10.1.2006 10:39
Ættleiddi stúlku þrátt fyrir að vera ákærður fyrir misnotkun á barni Yfirvöld í Álaborg í Danmörku liggja nú undir miklu ámæli eftir að upp komst að danskur karlmaður fékk að ættleiða stúlku frá Taílandi, þrátt fyrir að eiga yfir höfði sér ákæru fyrir kynferðislega misnotkun á annarri stúlku. Erlent 10.1.2006 09:24
Kona dæmd fyrir rekstur vændishús í Danmörku Kona var í dag dæmd í árs fangelsi og 150 stunda samfélagsvinnu í Danmörku fyrir að hafa rekið vændishús í Rødovre í nágrenni Kaupmannahafnar. Talið er að konan hafi auðgast sem nemur 10 milljónum íslenskra króna, jafnvel mun meira, en ekki var hægt að sýna fram á hversu háar fjárhæður hún hafði raunverulega haft upp úr þessu ólöglega athæfi sínu. Erlent 10.1.2006 07:38
Talibanar hóta áframhaldandi árásum í Afganistan Leiðtogi Talibana í Afganistan, Mohammad Omar, sagði í gær að heilögu stríð gegn bandaríska hernámsliðinu í landinu yrði haldið áfram. Ásrásir myndu færast í aukana á nýju ári og ekki linna fyrr en Bandaríkjamenn væru farnir frá Írak. Omar, sem hefur farið huldu höfði síðan Talibana-stjórnin var hrakin frá völdum í lok árs 2001, sagði að Bandaríkjamenn væru höfuðóvinir Islam. Erlent 10.1.2006 07:18
Myrti fyrrum samstarfsmenn sína og skaut svo sjálfan sig Tveir öryggisverðir féllu og einn særðist þegar fyrrum samstarfsmaður þeirra skaut þá á pósthúsi í miðborg Madridar, höfuðborgar Spánar í gær. Ekki hafa fengist upplýsingar um ástæðu morðanna en maðurinn, sem var 35 ára og var í veikindaleyfi, framdi sjálfsmorð eftir að hafa drepið mennina. Að sögn lögreglu er rannsókn hafin en talið er að hann hafi átt við andlega erfiðleika að etja. Erlent 10.1.2006 07:14
Sprengja á veitingastað í San Fransisco Sprengja fannst á einum veitingastað Starbucks kaffihúsakeðjunnar í San Fransisco í gær. Það var einn starfsmaður veitingastaðarins sem fann hana á baðherbergisgólfi staðarins. Var húsið því rýmt og sprengjusérfræðingar kallaðir til sem aftengdu sprengjuna. Ekki er vitað hver kom henni fyrir en að sögn lögreglunnar þar í borg hefði hún valdið miklu tjóni, hefði sprengjan sprungið. Engin viðvörun barst og er málið í rannsókn. Erlent 10.1.2006 07:15
Fjöldaslátrun á fuglum fyrirhuguð í Istanbul Niðurstöður rannsókna á sýnum úr 12 sjúklingum í Istanbúl í Tyrklandi benda ekki til þess að þeir séu með fuglaflensusmit. Fjöldaslátrun á fuglum er fyrirhuguð í nokkrum úthverfum Istanbul, fjölmennustu borg landsins, þar sem fátækir íbúar, sem flutt hafa til borgarinnar fá sveitum landsins, búa. En þeir ala fugla sér til viðurværis. Erlent 10.1.2006 07:04
Styttist í þingkosningar í Palestínu Þingkosningar verða haldnar í Palestínu þann 25. janúar næstkomandi. Þetta sagði Mahmoud Abbas, forseti heimastjórnar Palestínumanna, á blaðamannafundi í gær. Bæði Bandaríkjamenn og Ísraelar hafa sagt að Palestínumenn sem búsettir eru í Jerúsalem fái að taka þátt í kosningunum. Erlent 10.1.2006 06:59
Fuglaflensutilfellum fjölgar enn Fuglaflensutilfellum heldur áfram að fjölga í Tyrklandi og virðist fátt geta stöðvað för þessarar skaðræðisflensu vestur á bóginn. Þótt smithættan fari vaxandi telur Haraldur Briem sóttvarnalæknir ekki ástæðu til að vara við ferðum til landsins. Erlent 9.1.2006 22:25
Geðsjúkur maður ógnaði fólki með hníf í Albertslundi í Danmörku Geðsjúkur maður, sem lögreglan í bænum Albertslund, skammt frá Kaupmannahöfn, skaut á sunnudag, lést í dag af sárum sínum. Maðurinn ógnaði fólki með hníf og á flótta sínum veitti hann sjálfum sér áverka. Lögregla skaut hann síðan í fæturna til að stöðva flóta hans. Erlent 9.1.2006 22:55
Dæmdur fyrir morð á ferðamönnum Dómari í Afríkuríkinu Úganda sakfelldi í dag uppreisnarmann fyrir morð á 8 ferðamönnum og einum innfæddum leiðsögumanni sem voru í hópi 30 ferðamanna sem voru að ferð um þjóðgarð í Úganda árið 1999. Erlent 9.1.2006 22:50
Sharon sýni lífsmark í fyrsta sinn í dag frá heilablóðfalli Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sýndi lífsmark í dag, í fyrsta sinn frá því að hann fékk alvarlegt heilablóðfall á miðvikudaginn. Hann er enn tengdur við öndunarvél og læknar eru ekki tilbúnir að fullyrða að hann sé úr lífshættu. Erlent 9.1.2006 22:47
Björk sérvitrust Breska tímaritið, Homes and antiques, hefur valið íslensku söngkonuna Björku Guðmundsdóttur sérvitrustu dægurstjörnu heims. Um sex þúsund lesendur blaðsins tóku þátt í valinu og lagði Björk ekki ómerkari stjörnur en rokkarann Ozzy Osbourne og tískuhönnuðinn Vivienne Westwood. Erlent 9.1.2006 22:26
Olmert líklegri til að semja um frið Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra Ísraels, er líklegri en Ariel Sharon til að semja um frið við Palestínumenn. Þetta segir palestínskur kennari sem hefur þekkt Olmert síðan hann var borgarstjóri í Jerúsalem. Erlent 9.1.2006 20:23
Sharon sýnir lífsmark Ariel Sharon sýndi lífsmark í dag, í fyrsta sinn frá því að hann fékk alvarlegt heilablóðfall á miðvikudaginn. Hann er enn tengdur við öndunarvél og læknar eru ekki tilbúnir að fullyrða að hann sé úr lífshættu. Þórir Guðmundsson fréttamaður er í Jerúsalem. Erlent 9.1.2006 20:06
Hostel vinsælust vestanhafs Hostel, kvikmynd Íslandsvinsins Elis Roths, fékk mesta aðsókn allra kvikmynda í Bandaríkjunum um helgina. Samtals greiddi fólk 20,1 milljón dollara, andvirði um 1.230 milljóna króna, í aðgangseyri. Myndin fékk því meiri aðsókn en stórmyndirnar The Chronicles of Narnia sem var í öðru sæti og King Kong sem var í þriðja sæti en báðar hafa þær tekið inn um og yfir 200 milljónir dollara í aðgangseyri. Erlent 9.1.2006 18:28
Lést í París Dakar rallinu Ástralskur mótorhjólakappi lét lífið í slysi í níundu akstursleið í París Dakar rallinu í dag. Andy Caldecott varð 23. keppandinn frá upphafi til að láta lífið í keppninni sem er nú haldin í 28. skipti. Erlent 9.1.2006 17:03
Sex ára smitast af fuglaflensu Sex ára kínverskur piltur hefur smitast af H5N1 afbrigði fuglaflensunnar og gengst nú undir læknismeðferð á sjúkrahúsi í Hunan héraði. Kínversk yfirvöld hafa staðfest að um fuglaflensu sé að ræða og er pilturinn áttunda kínverska manneskjan sem smitast af sjúkdómnum. Erlent 9.1.2006 15:17
Ráðist að innanríkisráðuneyti Írak 28 hafa látist í sprengjuárásum í Írak það sem af er degi. Tvær sjálfsmorðsárásir voru gerðar í landinu í morgun í innanríkisráðuneyti landsins, í öðru tilvikinu þótti öryggisvörðum maðurinn óvenju sver um sig miðjan og grunaði því að hann bæri sprengiefni. Þeir Erlent 9.1.2006 13:51
Maltverjar hamingjusamastir í heimi Möltubúar eru hamingjusamastir allra þjóða samkvæmt árlegri hamingjukönnun Erasmus-háskólans í Rotterdam í Hollandi. Íslendingar eru tiltölulega hamingjusamir eða 63% þjóðarinnar. Erlent 9.1.2006 13:08
Cheney fluttur á sjúkrahús Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, var fluttur með hraði á sjúkrahús í morgun vegna öndunarerfiðleika. Cheney er nú á George Washington-sjúkrahúsinu, en búist er við að hann fái að snúa heim síðar í dag, enda engin alvarleg hætta á ferðum. Erlent 9.1.2006 13:05
Skotið á friðargæsluliða í Darfúr Friðargæsluliði var drepinn og tíu aðrir liggja sárir eftir skotárás í Darfúr-héraði í Súdan í gær. Friðargæsluliðunum, sem eru í Súdan á vegum Afríkusambandsins, var gert launsátur í þorpinu Girgira í vesturhluta Darfúr. Erlent 9.1.2006 10:00
Bellafonte kallaði Bush hryðjuverkamann Söngvarinn heimsfrægi Harry Bellafonte, kallaði George Bush, Bandaríkjaforseta hryðjuverkamann og lofaði forseta Venezuela, Hugo Chavez og vinstri stefnu hans í stjórnmálum á fundi þeirra Bellafontes og Chaves um helgina. Erlent 9.1.2006 10:23