Erlent

Sharon sýnir frekari batamerki

MYND/REUTERS

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sýndi frekari batamerki í dag þegar hann hreyfði vinstri hlið líkamans í fyrsta sinn síðan hann fékk mikið heilablóðfall í síðustu viku.

Einn lækna forsætisráðherrans greindi fjölmiðlamönnum frá því fyrir stundu að Sharon hefði hreyft vinstri hendi en væri þó enn þungt haldinn. Vinstri hlið líkamans er stjórnað að hægra heilahvelinu en það var á því svæði sem blæðingar urðu í heila Sharons. Læknar hafa í dag haldið áfram að minnka þá lyfjagjöf sem hefur haldið forsætisráðherranum sofandi frá því á miðvikudag.

Fram kemur í ísraelska dagblaðinu Haaretz í dag að áður en Sharon fékk heilablóðfallið hafi hann þjáðst af áður ógreindum sjúkdóm sem lagðist á æðar heilans og svo virðist sem blóðþynningarlyf sem hann tók hafi haft þau áhrif að sjúkdómurinn versnaði. Talsmenn sjúkarhússins hafa ekki viljað tjá sig um þessar frétt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×