Erlendar

Fréttamynd

Fyrsti sigur Everton í 2 mánuði

Everton vann sinn annan sigur á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar liðið vann 0-1 útisigur á Birmingham. Simon Davies skoraði eina mark leiksins á 43. mínútu fyrir Everton sem hafði ekki unnið leik í deildinni síðan 21. ágúst. Chelsea vann Blackburn 4-2 og lék Eiður Smári síðustu 12 mínúturnar.

Sport
Fréttamynd

Start eða Vålerenga?

Lokaumferðin í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefst nú kl. 16 í dag og er óhætt að segja að háspenna ríki í tveimur leikjanna. Start er í efsta sæti með jafnmörg stig og Vålerenga, bæði með 45 stig.Árni Gautur Arason er í byrjunarliði Vålerenga og það er Jóhannes Harðarson einnig í liði Start.

Sport
Fréttamynd

Djurgården vann tvöfalt

Kári Árnason lék síðustu 20 mínúturnar með Djurgården sem tryggði sér nú síðdegis sænska bikarmeistaratitilinn í fótbolta með 2-0 sigri á Åtvidabergs í úrslitaleiknum. Sölvi Ottesen var ekki í leikmannahópi Djurgården sem með sigrinum vann tvöfalt í Svíþjóð en liðið varð á dögunum sænskur meistari.

Sport
Fréttamynd

Coppell styður Ívar

Steve Coppell, knattspyrnustjóri enska 1. deildarliðsins Reading segist fullkomlega sáttur við þá ákvörðun Ívars Ingimarssonar að gefa kost á sér í íslenska landsliðið á ný. Coppell sýnir ákvörðun Ívars mikinn skilning en hann dró sig út úr landsliðshópnum í ágúst 2004 þar sem landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson höfðu ekki valið hann reglulega í byrjunarliðið.

Sport
Fréttamynd

Kominn tími til að vinna Arsenal

"Arsenal er eitt besta lið síðustu tíu ára í deildinni og við höfum ekki unnið þá í sex ár, þannig að nú er kominn tími til að snúa þeirri þróun við. Við erum fyrir ofan þá í töflunni núna og vonandi getum við haldið þeirri stöðu," sagði Martin Jol.

Sport
Fréttamynd

Benitez ætlar að kaupa leikmenn

Rafa Benitez ætlar að kaupa miðvörð og hægri kantmann þegar félagaskiptaglugginn í enska boltanum opnast í janúar og segir að það hafi verið mistök að tryggja sér ekki leikmenn í stöðurnar í sumar.

Sport
Fréttamynd

Bruce ætlar að versla í janúar

Steve Bruce hefur sagt að hann muni fara fram á fé til leikmannakaupa til að styrkja lið Birmingham í janúar vegna mikilla meiðsla í herbúðum liðsins. Birmingham er í fallbaráttu sem stendur og það skrifa þeir fyrst og fremst á meiðsli lykilmanna.

Sport
Fréttamynd

Útlitið hefur skánað lítillega

Heilsa fyrrum knattspyrnumannsins George Best hefur batnað örlítið til hins betra í dag að sögn lækna, en hann hefur legið þungt haldinn á sjúkrahúsi í London.

Sport
Fréttamynd

Getafe missti af toppsætinu

Spútniklið Getafe missti af tækifæri sínu til að komast á topp spænsku fyrstu deildarinnar í knattspyrnu í gærkvöld, þegar liðið steinlá á útivelli gegn Real Sociedad 3-0. Mörkin komu öll í fyrri hálfleiknum, en þó leikur lærisveina Bernd Schuster hafi skánað í þeim síðari, náðu þeir ekki að rétta sinn hlut.

Sport
Fréttamynd

Wenger fær ekki háar summur í janúar

Keith Edelman, yfirmaður knattspyrnumála hjá Arsenal, segir að þó bráðlega verði farið að selja Highbury undir framtíðar íbúðir, muni Arsene Wenger ekki geta vænst þess að fá peninga til leikmannakaupa strax og segir þá fjámuni sem koma muni inn á næstunni alla fara í nýja leikvanginn, Ashburton Grove.

Sport
Fréttamynd

Skapsmunir hans eru jákvæðir

Knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona sagði í viðtali við breska blaðið Sun að hinir umdeildu skapsmunir Wayne Rooney séu ekki neikvæðir, heldur þvert á móti af hinu góða. Margir hafa spáð því að Rooney eigi eftir að verða skotmark á HM í Þýskalandi næsta sumar vegna skapsmuna sinna, en Maradona hefur engar áhyggjur af því.

Sport
Fréttamynd

Við getum keppt við Chelsea

Arsene Wenger hefur gefið það út að Arsenal-liðið geti veitt Chelsea harða keppni í vetur, en bendir á að meiðsli hafi sett strik í reikninginn í byrjun tímabils.

Sport
Fréttamynd

Hugurinn liggur frá Highbury

Bresk blöð greina frá því í dag að framherjinn Thierry Henry hafi viðurkennt fyrir vinum sínum að ef hann ætti að gera upp hug sinn í dag, myndi hann fara frá Arsenal. Hann hefur engu að síður sagt að hann muni ekki taka ákvörðun fyrr en næsta sumar.

Sport
Fréttamynd

Magloire til Milwaukee Bucks

Milwaukee Bucks var duglegt á leikmannamarkaði NBA í sumar og fékk meðal annars fyrsta valréttinn í nýliðavalinu. Í gærkvöldi nældi félagið svo í enn einn leikmanninn þegar það fékk til sín miðherjann Jamaal Magloire frá New Orleans, í skiptum fyrir framherjann Desmond Mason og valrétt í nýliðavalinu á næsta ári.

Sport
Fréttamynd

Annað tap Real Madrid í röð

Stjörnum prýtt lið Real Madrid steinlá fyrir Deportivo 3-1 í spænska boltanum í gærkvöldi og tapaði þar með öðrum leik sínum í röð í deildinni. Barcelona sigraði Malaga 2-0 með mörkum frá Ronaldinho og Larsson.

Sport
Fréttamynd

Sigur Charlton var heppni og ekkert annað

Jose Mourinho sagðist ekki geta kvartað yfir frammistöðu sinna manna í tapinu fyrir Charlton í gærkvöldi og sagði að heppnin hefði einfaldlega verið á bandi mótherjanna í það skiptið.

Sport
Fréttamynd

Henry tæpur gegn Tottenham

Nárameiðsli Thierry Henry hjá Arsenal hafa nú tekið sig upp að nýju og að sögn knattspyrnustjórans Arsene Wenger eru ekki nema 30% líkur á að hann geti verið með í grannaslagnum við Tottenham á morgun.

Sport
Fréttamynd

Juventus setti met

Juventus hefur enn fimm stiga forystu á toppi ítölsku A-deildarinnar eftir 2-0 sigur á Sampdoria í gærkvöldi, sem var jafnframt níundi sigurleikur liðsins í röð í upphafi leiktíðar, sem er nýtt met í A-deildinni.

Sport
Fréttamynd

Charlton lagði Chelsea í vítakeppni

Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton gerðu sér lítið fyrir og slógu handhafa enska deildarbikarsins úr keppni í kvöld, þegar þeir lögðu Eið Smára og félaga í Chelsea í vítaspyrnukeppni á Stamford Bridge. Eiður og Hermann léku allan leikinn og skoruðu báðir af fádæma öryggi úr spyrnum sínum í vítakeppninni.

Sport
Fréttamynd

Jafnt hjá Chelsea og Charlton

Nú er kominn hálfleikur í flestum leikjunum í enska deildarbikarnum. Staðan í leik Chelsea og Charlton er 1-1, þar sem John Terry og Darren Bent skoruðu undir lok hálfleiksins. Eiður Smári er í byrjunarliði Chelsea í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Chelsea-Charlton í beinni á Sýn

Nokkrir leikir verða á dagskrá í enska deildarbikarnum í kvöld og leikur Lundúnaliðanna Chelsea og Charlton verður í beinni útsendingu á Sýn nú klukkan 18:35. Þar á eftir verður á dagskrá leikur Real Madrid og Deportivo í spænska boltanum.

Sport
Fréttamynd

Pardew skrifar undir nýjan samning

Bresk blöð greina frá því í dag að Alan Pardew, stjóri West Ham, sé búinn að undirrita nýjan samning við félagið sem gildi til ársins 2010.

Sport
Fréttamynd

Kýldi í vegg og handarbrotnaði

Glen Johnson hjá Chelsea kýldi í vegg á heimili sínu og handarbrotnaði, samkvæmt fréttum í breskum blöðum í dag. Johnson hefur ekki verið í náðinni hjá Jose Mourinho knattspyrnustjóra liðsins og hefur átt í vandræðum með aga, bæði hjá Chelsea og enska landsliðinu.

Sport
Fréttamynd

Getum ekki keppt við Chelsea

Alex Ferguson segir að Manchester United eigi ekki möguleika á að keppa við Chelsea á leikmannamarkaðnum, því liðið hafi ótakmarkað fé og geti því fengið til sín hvaða leikmenn sem er, en Ferguson er þó með ákveðnar hugmyndir um hvernig á að byggja upp gott knattspyrnulið.

Sport
Fréttamynd

Rómverjar sektaðir

Knattspyrnulið Roma hefur verið sektað um 25.000 evrur eftir að stuðningsmenn liðsins köstuðu smápeningi í höfuðið á dómaranum í grannaslag Roma og Lazio um helgina. Því miður eru atburðir sem þessi tíðir á Ólympíuleikvanginum í Róm, en stuðningsmenn liðanna beggja eru þekktir fyrir að vera ansi heitir.

Sport
Fréttamynd

Frankfurt burstaði Schalke

Þýska úrvalsdeildarliðið Frankfurt er heldur betur í stuði þessa dagana, því eftir að hafa unnið Cologne 6-3 um helgina, burstaði Frankfurt lið Schalke í gærkvöldi 6-0. Schalke komst alla leið í úrslitin í fyrra, en voru niðurlægðir í gærkvöldi.

Sport
Fréttamynd

Ánægður þrátt fyrir tapið

Rafa Benitez var ánægður með leik sinna manna í Liverpool í gærkvöldi, þrátt fyrir að þeir létu 1. deildarlið Crystal Palace slá sig út úr deildarbikarnum.

Sport
Fréttamynd

Heiðar og félagar úr leik

Heiðar Helguson og félagar í Fulham biðu lægri hlut fyrir West Brom í framlengdum leik 3-2 í enska deildarbikarnum í kvöld og Wigan skoraði þrjú mörk í framlengingu gegn Watford og tryggði sér farseðilinn í 16-liða úrslitin.

Sport
Fréttamynd

Liverpool úr leik, Heiðar skoraði

Crystal Palace sló Evrópumeistara Liverpool út úr deildarbikarnum í kvöld og fullkomnaði slæma viku fyrir Rafael Benitez og hans mönnum. Dougie Freedman kom Palace yfir í leiknum, en Steven Gerrard jafnaði skömmu síðar. Það var svo Marco Reich sem gerði út um leikinn í síðari hálfleik og skaut Palace í 16-liða úrslitin.

Sport
Fréttamynd

Jafnt í hálfleik hjá Palace og Liverpool

Nú er hálfleikur í enska deildarbikarnum, en þar er fjöldi leikja á dagskrá í kvöld. Í sjónvarpsleiknum á Sýn er staðan hjá Crystal Palace og Liverpool jöfn 1-1. Dougie Freedman kom Palace yfir í leiknum, en Steven Gerrard jafnaði skömmu síðar.

Sport