Norðurslóðir

Fréttamynd

Sigldu frá Síberíu til Alaska til að flýja herkvaðninguna

Tveir rússneskir karlmenn óskuðu eftir hæli í Bandaríkjununum eftir að þeir sigldu yfir Beringshaf og tóku land á afskektri eyju undan ströndum Alaska. Þeir segjast hafa flúið herkvaðningu rússneskra stjórnvalda vegna innrásinnar í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Vonast til að öryggis- og varnarsamstarf borgi rekstur Kangerlussuaq-flugvallar

Stærsti stjórnmálaflokkur Grænlands, Siumut, vonast til að samningar um öryggis- og varnarsamstarf við danska herinn, og hugsanlega einnig Bandaríkin, greiði hluta af þeim kostnaði sem fylgir því að reka flugvöllinn í Kangerlussuaq áfram eftir að hann missir hlutverk sitt sem aðalflugvöllur Grænlands eftir tvö ár. Þetta sagði talsmaður flokksins, Doris J. Jensen, í umræðum í grænlenska þinginu í liðinni viku.

Erlent
Fréttamynd

Hvernig risa­jeppinn komst í kaldan faðm Norður-Ís­hafsins og aftur burt

Það reyndist þrautin þyngri fyrir íslenska sérfræðinga Arctic Trucks að bjarga Ford F-150 jeppa sem fór niður um ísinn í Norður-Íshafi í könnunarleiðangri fyrir umfangsmikið ferðalag svissneskra samtaka sem ætla sér að keyra á báða póla jarðar. Covid-19, innrás Rússa í Úkraínu og flökkusögur um að gríðarlegt magn eldsneytis hafi farið niður með bílnum auðvelduðu ekki verkið. Björgunin tókst hins vegar vonum framar.

Innlent
Fréttamynd

Vekja athygli á hryllingi Norðurskautsins

RIFF kvikmyndahátíðin beinir sérstakri athygli að vaxandi vinsældum hryllingsmynda frá samfélögum Inúíta í ár.  RIFF Flokkurinn, Inúítahryllingsmyndir og stuttmyndir, tekur til fjölda mynda og stuttmynda sem snúa að lífsaðstæðum við margslungið og hættulegt umhverfi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Seglfiskur stakk konu í Flórída

Kona var stungin af kyrrahafsseglfisk við strendur Flórída-ríkis í Bandaríkjunum í síðustu viku. Konan var stunginn í nárann er hún stóð við hliðina á veiðimanni sem var með fiskinn á línunni. Líðan konunnar er stöðug.

Erlent
Fréttamynd

Hafnar því að verið sé að koma kvóta milli kyn­­slóða

Forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaup félagsins á Vísi. Fyrirtækið dansi á línunni í kvótaviðmiðum en þau muni aðlaga heimildir eftir þeim ramma sem þeim er sniðinn. Framkvæmdastjóri Vísis segir sameiningu fyrirtækjanna fela í sér eflingu starfseminnar og hafnar því að með sölunni sé verið að koma kvóta til næstu kynslóða.

Innlent
Fréttamynd

Veiddu stærsta fersk­vatns­fisk heims

Þorpsbúar í kambódísku þorpi við Mekong-ána veiddu í síðustu viku það sem talið er vera stærsta ferskvatnsfisk sögunnar. Um er að ræða þrjú hundruð kílóa stingskötu sem hefur verið nefnd „Boramy“, eða „fullt tungl“.

Erlent
Fréttamynd

Hraðasta hlýnun á jörðinni yfir Norður-Barentshafi

Norður-Barentshaf og eyjarnar þess eru sá staður á jörðinni þar sem loftslag hlýnar hraðast svo vitað sé samkvæmt rannsóknum norrænna veðurfræðinga. Hlýnunin þar er allt að sjöfalt hraðari en annars staðar á jörðinni.

Erlent
Fréttamynd

Helvítis kokkurinn: Fish & Ships

Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+ í sumar. Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat og munu þeir koma inn vikulega.

Matur
Fréttamynd

Binda enda á áratugalangt vinalegt „stríð“

Dönsk og kanadísk stjórnvöld hafa náð samkomulagi sem bindur enda á áratugalangar en góðlátlegar deilur ríkjanna um yfirráð yfir lítilli eyju fyrir norðan Grænland. Þau hafa nú ákveðið að skipta eyjunni til helminga á milli sín.

Erlent
Fréttamynd

Danir og Færeyingar semja um sjö milljarða ratsjárstöð NATO

Jenis av Rana, utanríkisráðherra Færeyja, og Morten Bødskov, varnarmálaráðherra Danmerkur, undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um uppsetningu nýrrar ratsjárstöðvar á Sornfelli í Færeyjum. Yfirlýsingin var undirrituð í Þórshöfn í tengslum við ríkisfund Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, með þeim Bárði á Steig Nielsen, lögmanni Færeyja, og Muté B. Egede, forsætisráðherra Grænlands, sem undirrituðu samstarfsyfirlýsingu þjóðanna um öryggis- og varnarmál.

Erlent
Fréttamynd

Skrifa undir samning um nýja ratsjárstöð NATO í Færeyjum

Landsstjórn Færeyja og ríkisstjórn Danmerkur hafa náð samkomulagi um uppsetningu nýrrar ratsjárstöðvar NATO á Sornfelli í Færeyjum. Áformað er að utanríkisráðherra Færeyja, Jenis av Rana, og varnarmálaráðherra Danmerkur, Morten Bødskov, undirriti samninginn í Hoyvík næstkomandi fimmtudag í tengslum við fund Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, með leiðtogum Færeyinga og Grænlendinga í Þórshöfn í vikunni.

Erlent
Fréttamynd

Segir það frábæra hugmynd Trumps að kaupa Grænland

Carla Sands, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, hefur opinberlega hrósað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir að hafa viljað kaupa Grænland. Hugmynd Trumps hafi verið frábær þar sem Danir hafi hvorki efni á að byggja upp Grænland né getu til að verja það.

Erlent
Fréttamynd

Arion útilokar ekki yfirtökur á norðurslóðum

Stjórnendur Arion banka útiloka ekki að ráðast í yfirtökur til þess að auka umsvif bankans á norðurslóðum en þeir eru þó ánægðir með árangurinn sem bankinn hefur náð upp á eigin spýtur. Þetta kom fram á uppgjörsfundi Arion banka í gærmorgun.

Innherji
Fréttamynd

Fiskskortur vegna rysjóttrar tíðar

Skip hafa ekki komist á miðin með reglubundnum hætti vegna óhagstæðs veðurfars. Þetta hefur meðal annars haft þau áhrif að framboð er ekki gott í fiskbúðum sem hefur svo áhrif á verð.

Innlent
Fréttamynd

Eldað af ást: „Heimsins besta bleikja“

„Uppáhaldsfiskurinn minn er bleikja. Oftast set ég bara salt og pipar á hana og beint inn í ofn en núna ætlum við að setja extra mikla ást í hana án þess að vera með of mikið bras, segir Kristín Björk þáttastjórnandi eldað af ást. Í nýjasta þættinum eldar hún bleikju sem hún segir þá bestu í heimi. 

Matur
Fréttamynd

„Karlarnir eru sjóðillir“

Bullandi ágreiningur er innan atvinnuveganefndar og þeir sem stunda strandveiðar eru ósáttir við að ráðherra hafi með reglugerð skert þorskveiðiheimildir smábátaeigenda.

Innlent
Fréttamynd

Mikil tækifæri í Norðurslóðahúsi Ólafs Ragnars

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um ráðstöfun lóðarinnar að Sturlugötu 9 í háskólaþorpinu til norðurslóðaseturs sem kennt verður við Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands.

Innlent