United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Kristján Már Unnarsson skrifar 12. október 2024 09:17 Nýja flugbrautin í Nuuk verður opnuð í fullri 2.200 metra lengd í næsta mánuði. Til vinstri sést nýja flugstöðin. Greenland Airports Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í gær að það hefði ákveðið að hefja beint áætlunarflug milli New York og Nuuk, höfuðstaðar Grænlands, næsta sumar. Flugið hefst 14. júní og stendur yfir sumartímann til 24. september 2025. Flogið verður tvisvar í viku frá Newark-flugvelli og lent á hinum nýja alþjóðaflugvelli Grænlendinga, sem fyrirhugað er að opna formlega í næsta mánuði, þann 28. nóvember. Flugtíminn milli New York og Nuuk er um fjórir tímar. Flugvél United Airlines af gerðinni Boeing 737 Max 8.Kevin Carter/Getty Images „Ferðamenn munu nú hafa beinan aðgang að norðurslóðaævintýrum á Grænlandi. United verður eina flugfélagið sem tengir Bandaríkin beint við Nuuk, nyrstu höfuðborg heims, sem opnar hlið að háklassa gönguferðum og heillandi dýralífi undir miðnætursól sumarsins. Beint flug United mun gera Grænland aðgengilegra en nokkru sinni fyrr fyrir bandaríska ferðamenn,“ segir í tilkynningu United Airlines. „Við erum stolt af því að bjóða United Airlines velkomið til Nuuk. Þessi nýja flugleið er stórt skref í þá átt að gera Grænland aðgengilegra fyrir heiminn – og heiminn aðgengilegri Grænlandi. Við hlökkum til að taka á móti enn fleiri gestum til að upplifa fallega landið okkar,“ er haft eftir Jens Lauridsen, forstjóra Greenland Airports, í tilkynningu flugvallafélags Grænlands. Búið er að malbika síðasta hlutann af nýju flugbrautinni.Greenland Airports Nýlega lauk verktakinn Munck Group malbikun síðasta áfangans á 2.200 metra langri flugbrautinni. Núna er unnið að margskyns frágangi áður en hægt verður að taka hana í notkun í fullri lengd. Áður var búið að opna hluta brautarinnar, 930 metra. „Nokkur minniháttar verkefni bíða enn á og við flugbrautina áður en hægt er að taka hana í notkun 28. nóvember – þegar höfuðborg Grænlands verður í fyrsta sinn mögulegt að taka á móti stærri flugvélum beint frá Evrópu, Ameríku og öðrum heimshlutum,“ segir flugvallafélag Grænlands. Grænland Fréttir af flugi Samgöngur Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Norðurslóðir Danmörk Bandaríkin Tengdar fréttir Grænlendingar opna nýja alþjóðaflugstöð Stór áfangi næst í flugvallauppbyggingu Grænlands á mánudag þegar ný alþjóðaflugstöð verður opnuð í höfuðstaðnum Nuuk. Byggingin er um áttaþúsund fermetrar að stærð og er henni ætlað að rúma áttahundruð farþega samtímis, fjögurhundruð brottfararfarþega og fjögurhundruð komufarþega. 22. júní 2024 12:48 Styttist í að Nuuk fái nýjan alþjóðaflugvöll Flugvallafélag Grænlands, Kalaallit Airports, hefur formlega gefið út opnunardag nýs alþjóðaflugvallar í Nuuk, höfuðstað Grænlands. Stóri dagurinn verður eftir átta mánuði, 28. nóvember 2024. Þetta er fimm árum eftir að flugvallargerðin hófst og meira en árs seinkun frá upphaflegri áætlun. 1. apríl 2024 07:27 Grænlendingar hefja beint flug til Kanada Air Greenland, þjóðarflugfélag Grænlendinga, hyggst hefja áætlunarflug milli Grænlands og Norður-Kanada í sumar. Flogið verður milli höfuðstaðarins Nuuk og bæjarins Iqaluit, höfuðstaðar Nunavut, sjálfsstjórnarsvæðis Inúíta í Kanada. 11. febrúar 2024 12:12 Hætta áætlunarflugi á milli Íslands og New York Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur tekið úr sölu allar flugferðir á milli Keflavíkur og Newark flugvallar í New York. 31. janúar 2023 18:55 Fyrsta Chicago-vélin lenti á Keflavíkurflugvelli Bandaríska flugfélagið United Airlines hóf í dag í fyrsta sinn beint flug milli Keflavíkurflugvallar og Chicago. Þetta er í fyrsta sinn sem United býður upp á beint flug milli Íslands og Chicago en bandarískt flugfélag hefur ekki áður boðið upp á beint flug á þessari leið. 2. júlí 2021 14:49 Mest lesið Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Flogið verður tvisvar í viku frá Newark-flugvelli og lent á hinum nýja alþjóðaflugvelli Grænlendinga, sem fyrirhugað er að opna formlega í næsta mánuði, þann 28. nóvember. Flugtíminn milli New York og Nuuk er um fjórir tímar. Flugvél United Airlines af gerðinni Boeing 737 Max 8.Kevin Carter/Getty Images „Ferðamenn munu nú hafa beinan aðgang að norðurslóðaævintýrum á Grænlandi. United verður eina flugfélagið sem tengir Bandaríkin beint við Nuuk, nyrstu höfuðborg heims, sem opnar hlið að háklassa gönguferðum og heillandi dýralífi undir miðnætursól sumarsins. Beint flug United mun gera Grænland aðgengilegra en nokkru sinni fyrr fyrir bandaríska ferðamenn,“ segir í tilkynningu United Airlines. „Við erum stolt af því að bjóða United Airlines velkomið til Nuuk. Þessi nýja flugleið er stórt skref í þá átt að gera Grænland aðgengilegra fyrir heiminn – og heiminn aðgengilegri Grænlandi. Við hlökkum til að taka á móti enn fleiri gestum til að upplifa fallega landið okkar,“ er haft eftir Jens Lauridsen, forstjóra Greenland Airports, í tilkynningu flugvallafélags Grænlands. Búið er að malbika síðasta hlutann af nýju flugbrautinni.Greenland Airports Nýlega lauk verktakinn Munck Group malbikun síðasta áfangans á 2.200 metra langri flugbrautinni. Núna er unnið að margskyns frágangi áður en hægt verður að taka hana í notkun í fullri lengd. Áður var búið að opna hluta brautarinnar, 930 metra. „Nokkur minniháttar verkefni bíða enn á og við flugbrautina áður en hægt er að taka hana í notkun 28. nóvember – þegar höfuðborg Grænlands verður í fyrsta sinn mögulegt að taka á móti stærri flugvélum beint frá Evrópu, Ameríku og öðrum heimshlutum,“ segir flugvallafélag Grænlands.
Grænland Fréttir af flugi Samgöngur Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Norðurslóðir Danmörk Bandaríkin Tengdar fréttir Grænlendingar opna nýja alþjóðaflugstöð Stór áfangi næst í flugvallauppbyggingu Grænlands á mánudag þegar ný alþjóðaflugstöð verður opnuð í höfuðstaðnum Nuuk. Byggingin er um áttaþúsund fermetrar að stærð og er henni ætlað að rúma áttahundruð farþega samtímis, fjögurhundruð brottfararfarþega og fjögurhundruð komufarþega. 22. júní 2024 12:48 Styttist í að Nuuk fái nýjan alþjóðaflugvöll Flugvallafélag Grænlands, Kalaallit Airports, hefur formlega gefið út opnunardag nýs alþjóðaflugvallar í Nuuk, höfuðstað Grænlands. Stóri dagurinn verður eftir átta mánuði, 28. nóvember 2024. Þetta er fimm árum eftir að flugvallargerðin hófst og meira en árs seinkun frá upphaflegri áætlun. 1. apríl 2024 07:27 Grænlendingar hefja beint flug til Kanada Air Greenland, þjóðarflugfélag Grænlendinga, hyggst hefja áætlunarflug milli Grænlands og Norður-Kanada í sumar. Flogið verður milli höfuðstaðarins Nuuk og bæjarins Iqaluit, höfuðstaðar Nunavut, sjálfsstjórnarsvæðis Inúíta í Kanada. 11. febrúar 2024 12:12 Hætta áætlunarflugi á milli Íslands og New York Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur tekið úr sölu allar flugferðir á milli Keflavíkur og Newark flugvallar í New York. 31. janúar 2023 18:55 Fyrsta Chicago-vélin lenti á Keflavíkurflugvelli Bandaríska flugfélagið United Airlines hóf í dag í fyrsta sinn beint flug milli Keflavíkurflugvallar og Chicago. Þetta er í fyrsta sinn sem United býður upp á beint flug milli Íslands og Chicago en bandarískt flugfélag hefur ekki áður boðið upp á beint flug á þessari leið. 2. júlí 2021 14:49 Mest lesið Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Grænlendingar opna nýja alþjóðaflugstöð Stór áfangi næst í flugvallauppbyggingu Grænlands á mánudag þegar ný alþjóðaflugstöð verður opnuð í höfuðstaðnum Nuuk. Byggingin er um áttaþúsund fermetrar að stærð og er henni ætlað að rúma áttahundruð farþega samtímis, fjögurhundruð brottfararfarþega og fjögurhundruð komufarþega. 22. júní 2024 12:48
Styttist í að Nuuk fái nýjan alþjóðaflugvöll Flugvallafélag Grænlands, Kalaallit Airports, hefur formlega gefið út opnunardag nýs alþjóðaflugvallar í Nuuk, höfuðstað Grænlands. Stóri dagurinn verður eftir átta mánuði, 28. nóvember 2024. Þetta er fimm árum eftir að flugvallargerðin hófst og meira en árs seinkun frá upphaflegri áætlun. 1. apríl 2024 07:27
Grænlendingar hefja beint flug til Kanada Air Greenland, þjóðarflugfélag Grænlendinga, hyggst hefja áætlunarflug milli Grænlands og Norður-Kanada í sumar. Flogið verður milli höfuðstaðarins Nuuk og bæjarins Iqaluit, höfuðstaðar Nunavut, sjálfsstjórnarsvæðis Inúíta í Kanada. 11. febrúar 2024 12:12
Hætta áætlunarflugi á milli Íslands og New York Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur tekið úr sölu allar flugferðir á milli Keflavíkur og Newark flugvallar í New York. 31. janúar 2023 18:55
Fyrsta Chicago-vélin lenti á Keflavíkurflugvelli Bandaríska flugfélagið United Airlines hóf í dag í fyrsta sinn beint flug milli Keflavíkurflugvallar og Chicago. Þetta er í fyrsta sinn sem United býður upp á beint flug milli Íslands og Chicago en bandarískt flugfélag hefur ekki áður boðið upp á beint flug á þessari leið. 2. júlí 2021 14:49