Vinnumarkaður

Fréttamynd

Kulnun ekki skil­greindur sjúk­dómur

Í síðasta ársriti VIRK starfsendurhæfingarsjóðs var gerð ítarleg grein fyrir rannsóknar- og þróunarverkefni sjóðsins tengdu fyrirbærinu kulnun. Í ljós kom að 58% umsækjenda hjá VIRK töldu sig glíma við einkenni kulnunar og í 14,1% tilvísana frá læknum til VIRK var kulnun nefnd sem ein ástæða tilvísunar.

Skoðun
Fréttamynd

Upp­sagnir í Ár­borg „niður­lægjandi“

Stéttarfélögin Báran og Foss segja framkvæmd uppsagna hátt í sextíu starfsmanna í Árborg í síðata mánuði hafa verið niðurlægjandi. Dæmi séu um að starfsfólk hafi verið látið bíða í röð til að mæta í viðtalsherbergi, þar sem þeir sem á undan voru, komu út niðurbrotnir.

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­sagðir sér­fræðingar

Það vantar sérfræðinga. Menntaða og þjálfaða sérfræðinga sem staðið geta undir þróun þess hátækni-, hátekju-, lífsgæða- og velferðarsamfélags sem við viljum byggja og búa í. Bæði atvinnulífið og hið opinbera kalla eftir fleiri sérfræðingum. Þegar á hólminn er komið virðist þó takmarkaður vilji til að gera það sem til þarf til að fjölga þeim.

Skoðun
Fréttamynd

Stór­aukinn stuðningur við ungt fólk í við­kvæmri stöðu

Lífið getur verið flókið og það getur stundum verið erfitt að fóta sig, sérstaklega meðan við erum ung. Við getum auðveldlega hrasað á þessari vegferð sem lífið er. Við sem samfélag verðum að aðstoða ungt fólk aftur á fætur sem lendir í viðkvæmri stöðu, til dæmis vegna andlegra veikinda, og eru ekki virkir þátttakendur í samfélaginu.

Skoðun
Fréttamynd

Fleiri leita til VIRK núna

Fleiri hafa leitað til VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs það sem af er ári en venja. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafa um fimmtán prósent fleiri umsóknir borist. Framkvæmdastjórinn segir erfitt að benda á eitthvað eitt sem skýri þetta.

Innlent
Fréttamynd

Ó­sýni­legu lág­launa­konurnar

Það kom til mín kona, þegar ég vann við vinnustaðaeftirlit Eflingar, henni hafði verið sagt upp störfum en átti inni vetrarfrí sem hún átti rétt á að fá greitt. Vinnuveitandinn neitaði. Af því hann gat það. Hún leitaði á náðir stéttarfélags síns og við tókum málið að okkur.

Skoðun
Fréttamynd

Kast­ljósinu beint að stað­reyndum

Efnahagsmál varða okkur öll og því er mikilvægt að umræða um þau byggi á traustum grunni. Aftur á móti gætir oft mikils misræmis í almennri umræðu um efnahagsmál. Túlkanir álitsgjafa geta verið æði mismunandi og umræðan því þvælst.

Skoðun
Fréttamynd

Ráku konu í fæðingar­or­lofi og réðu aðra yngri

Pólsk kona kærði í mars síðasta árs ákvörðun verslunarkeðjunnar Mini Market ehf. um að segja henni upp störfum í fæðingarorlofi og í kjölfarið rifta ráðningarsamningi á uppsagnarfresti. Verslunin bar fyrir sig samdrátt í rekstri en konan benti á að engum öðrum starfsmanni hefði verið sagt upp og að yngri kona hefði verið ráðin í hennar stað. Kærunefnd jafnréttismála telur verslunina hafa brotið gegn lögum um jafna stöðu kynjanna með uppsögninni.

Innlent
Fréttamynd

Gefa hvorugt eftir í deilunni og verkföll yfirvofandi

Hátt í þúsund félagsmenn BSRB í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu munu að óbreyttu leggja niður störf í næsta mánuði, í kjölfar deilna stéttarfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. Lögmaður hjá sambandinu segir stéttarfélagið þurfa að bera ábyrgð á því að hafa hafnað samningi sem bauðst á sínum tíma en formaður BSRB segir að leiðrétta þurfi misréttið. 

Innlent
Fréttamynd

Fé­lags­menn sam­þykktu verk­fall

Félagsmenn BSRB í leikskólum, grunnskólum og frístundamiðstöðvum í Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi samþykktu í dag að leggja niður störf í maí. 

Innlent
Fréttamynd

Slá ekki af kröfum sínum þegar þeim er mætt af ó­bil­girni

Félagar BSRB sem starfa í leikskólum, grunnskólum og frístundarheimilum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur eru á leið í verkfall en félagsmenn samþykktu það í dag. Formaður félagsins segir ljóst að verkföll myndu hafa talsverð áhrif en deilan við Samband íslenskra sveitarfélaga sé í hnút. Sambandið komist ekki fram hjá lagalegri skyldu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Kol­brún sjálf­kjörin for­maður BHM

Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Vinstri grænna, er nýr formaður BHM. Framboðsfrestur rann út á miðvikudag og skilaði Kolbrún ein inn framboði. Hún verður því sjálfkjörin formaður á aðalfundi sem verður haldinn í næsta mánuði.

Innlent