Er padda í vaskinum? Vilborg Gunnarsdóttir skrifar 26. september 2024 11:01 Íslenskt samfélag er stundum svo „öðruvísi“. Undanfarið hafa verið fluttar fréttir af skorti á eftirliti til dæmis á vinnusvæðum og nú síðast berast fréttir af hræðilegu vinnumansali. Hvernig má það vera? Þegar kemur að hvers konar eftirliti förum við ýmist í ökkla eða eyra. Nýlega heyrði ég viðtal við konu sem á breskan tengdason sem starfar við vinnueftirlit í Bretlandi. Hann hafði verið hér á ferð, litið við á nokkrum byggingavinnusvæðum og gekk svo langt að segja að í Bretlandi hefði mörgum þeirra verið lokað. Ekki þarf að rifja upp hér hversu mörg alvarleg slys hafa verið á slíkum svæðum undanfarin ár. Það er eitthvað brogað við vinnuverndarlöggjöfina og greinilegt að auka þar kröfur og í kjölfarið, eftirlit með þessum vinnusvæðum. Eigum við að nefna heilbrigðiskerfið sem er eitt það fjárfrekasta í íslensku samfélagi? Þar er nánast ekkert eftirlit haft með þeim fjármunum sem renna til hinna ýmsu stofnana. Reglulega fáum við líka fréttir af illri meðferð á dýrum. Þá hefur MAST stundum brugðist bogalistin við eftirlit af þeirra hálfu þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar um slæman aðbúnað dýra. Nýjasta dæmið er vinnumansalið. Kveikur tók nokkur dæmi um ömurlegar aðstæður og brot á erlendu vinnuafli. Upplýsingarnar sem komu fram í þættinum voru sláandi. Það sem slær mig núna er að verkalýðshreyfingin segist ekki hafa burði til að bregðast við. Hverjir eiga þá að gera það? Við borgum okkar stéttarfélagsgjöld hvort sem við viljum vera í félagi eða ekki. Þau hafa þann eina tilgang að gæta hagsmuna vinnandi fólks. Ekki bara þegar kemur að launum og vinnutíma. Þau sinna til dæmis erindum félagsmanna sem telja að brotið hafi verið á sér í formi eineltis og áreitis sem er vitaskuld mjög gott og mikilvægt að sé gert. Hvers vegan ekki í tilfelli þeirra brota sem við sáum dæmi um í Kveik? Ein er þó sú stofnun sem stendur sig þegar kemur að eftirliti en það er Heilbrigðiseftirlitið. Þar er fylgst með því hvort ekki séu vaskar út um allt og að ekki séu pöddur í vaskinum. Gott hjá þeim! Höfundur er áhugamaður um almenna velferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Stéttarfélög Mansal Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag er stundum svo „öðruvísi“. Undanfarið hafa verið fluttar fréttir af skorti á eftirliti til dæmis á vinnusvæðum og nú síðast berast fréttir af hræðilegu vinnumansali. Hvernig má það vera? Þegar kemur að hvers konar eftirliti förum við ýmist í ökkla eða eyra. Nýlega heyrði ég viðtal við konu sem á breskan tengdason sem starfar við vinnueftirlit í Bretlandi. Hann hafði verið hér á ferð, litið við á nokkrum byggingavinnusvæðum og gekk svo langt að segja að í Bretlandi hefði mörgum þeirra verið lokað. Ekki þarf að rifja upp hér hversu mörg alvarleg slys hafa verið á slíkum svæðum undanfarin ár. Það er eitthvað brogað við vinnuverndarlöggjöfina og greinilegt að auka þar kröfur og í kjölfarið, eftirlit með þessum vinnusvæðum. Eigum við að nefna heilbrigðiskerfið sem er eitt það fjárfrekasta í íslensku samfélagi? Þar er nánast ekkert eftirlit haft með þeim fjármunum sem renna til hinna ýmsu stofnana. Reglulega fáum við líka fréttir af illri meðferð á dýrum. Þá hefur MAST stundum brugðist bogalistin við eftirlit af þeirra hálfu þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar um slæman aðbúnað dýra. Nýjasta dæmið er vinnumansalið. Kveikur tók nokkur dæmi um ömurlegar aðstæður og brot á erlendu vinnuafli. Upplýsingarnar sem komu fram í þættinum voru sláandi. Það sem slær mig núna er að verkalýðshreyfingin segist ekki hafa burði til að bregðast við. Hverjir eiga þá að gera það? Við borgum okkar stéttarfélagsgjöld hvort sem við viljum vera í félagi eða ekki. Þau hafa þann eina tilgang að gæta hagsmuna vinnandi fólks. Ekki bara þegar kemur að launum og vinnutíma. Þau sinna til dæmis erindum félagsmanna sem telja að brotið hafi verið á sér í formi eineltis og áreitis sem er vitaskuld mjög gott og mikilvægt að sé gert. Hvers vegan ekki í tilfelli þeirra brota sem við sáum dæmi um í Kveik? Ein er þó sú stofnun sem stendur sig þegar kemur að eftirliti en það er Heilbrigðiseftirlitið. Þar er fylgst með því hvort ekki séu vaskar út um allt og að ekki séu pöddur í vaskinum. Gott hjá þeim! Höfundur er áhugamaður um almenna velferð.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar