Ekkert mansal á Íslandi í 15 ár? Dagbjört Hákonardóttir skrifar 1. október 2024 08:03 Árið 2009 er mörgum eftirminnilegt. Þá var hægt að halda skemmtilegt Eurovisionpartí, svínaflensan herjaði á heiminn, íslenskur almenningur lærði að lifa með gjaldeyrishöftum og efnahagshrunið var í algleymingi. Þetta var líka árið þar sem einstaklingur var síðast sakfelldur fyrir mansal í héraðsdómi þar sem niðurstaðan var jafnframt staðfest í framhaldinu fyrir æðra dómstigi. Þar voru fimm karlmenn dæmdir sekir fyrir mansalsbrot gegn 19 ára stúlku. Í febrúar í fyrra sneri Landsréttur við héraðsdómi sem fallið hafði 2021, þar sem konu var gefið að sök að hafa flutt barnunga einstaklinga hingað til lands í því skyni að láta þau stunda þrælkunarvinnu. Eftir stendur að dómaframkvæmd á sviði mansalsmála er gífurlega fátækleg og í hrópandi ósamræmi við það hversu algeng brotin virðast vera í íslensku samfélagi. Íslensk kjör á íslenskum vinnumarkaði – að Norrænni fyrirmynd Íslenskur vinnumarkaður byggir á grunni Norræna vinnumarkaðsmódelsins, þar sem farsælustu samfélög þessa heims fá að þrífast í eðlilegu jafnvægi öflugs atvinnulífs og virks velferðarsamfélags þar sem ólík en jafn mikilvæg verðmæti verða til. Það verður að teljast lágmarksviðmið að binda endi á þá þróun að hér á landi eru að skapast betri skilyrði fyrir hópa til að stunda félagsleg undirboð og fremja vinnumarkaðsglæpi á borð við mansal. Og hvað svo? Á sama tíma og enginn óskar þess að mansalshringir fái að þrífast hér, virðist úrræðaleysið vera viðvarandi og ekki sér fyrir endann á þrátt fyrir mikla umræðu. Það ætlar að verða endurtekið stef að þegar mansal ber á góma veldur það því að íslenskt samfélag veðrast upp um stund, en framfarir og úrbætur í atvinnulífi og íslenskri stjórnsýslu virðast ekki fara fram í nokkru samræmi við það. Ítrekað hafa fulltrúar stjórnvalda, ekki síst lögreglu og ákæruvalds, bent á úrræðaleysi gagnvart gerendum í mansalsmálum sem geta ýmist verið einstaklingar eða samhæfðir hópar sem teygja anga sína í alþjóðlega glæpastarfsemi. Frjálst flæði gagna og fjármögnum lögreglu Sé tekið mið af umræðum á vel heppnuðu málþingi ASÍ og SA um mansal sem fór fram þann 26. september s.l, telja flestir hagsmunaaðilar að gagnamiðlun á meðal eftirlitsaðila sé lykilatriði í því að tryggja tímanleg inngrip inn í aðstæður sem bera með sér helstu einkenni þess að félagslegt undirboð fái að viðgangast. Íslenskur vinnumarkaður á rétt eins og á Norðurlöndunum að vera skipulagður með þeim hætti að aðilar vinnumarkaðarins geti haft með sér mikið og virkt samráð og miðlað gögnum sín á milli í þeim tilgangi að koma í veg fyrir vinnumarkaðsglæpi og misnotkun á fólki, án hindrana. Binda verður vonir við stofnun samstarfsnefndar um aðgerðir gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði sem komið var á fót í vor í kjölfar lagabreytinga sem samþykktar voru einróma á Alþingi. Stofnun vettvangsins nægir þó ekki ein og sér þar sem þeir aðilar sem eiga að því aðild, þ.e. lögregla, Skatturinn, Vinnueftirlit ríkisins og Vinnumálastofnun hafa ólíkum skyldum að gegna og þegar öllu er á botninn hvolft er það á herðum ákæruvaldsins að rannsaka og síðan saksækja í þessum málaflokki. Teymi ríkislögreglustjóra sem annast þau verkefni hefur nú þrjá starfsmenn á sínum snærum og telur stjórnandi deildarinnar að þörf sé á sex starfsmönnum til viðbótar, líkt og Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar benti á í nýlegri grein um alvarlegar aðstæður á vinnumarkaði. Það er tilgangslaust að stofna vettvang upplýsingamiðlunar, ef stofnunum er í reynd gert ókleift að miðla upplýsingum sín á milli. Þá er augljóst að slík upplýsingamiðlun nýtist ekkert ef rannsókn mansalsmála mætir algerum afgangi í fjárhagslegri forgangsröðun, ár eftir ár. Ef fram heldur sem horfir, þurfum við að bíða í önnur 15 ár eftir næstu sakfellingu vegna mansals. Við jafnaðarmenn höfum ekki áhuga á því að fylgjast með því þegjandi og hljóðalaust og köllum eftir skýrum aðgerðum gegn félagslegu undirboði og mansali á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjört Hákonardóttir Mansal Vinnumarkaður Samfylkingin Mest lesið Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Árið 2009 er mörgum eftirminnilegt. Þá var hægt að halda skemmtilegt Eurovisionpartí, svínaflensan herjaði á heiminn, íslenskur almenningur lærði að lifa með gjaldeyrishöftum og efnahagshrunið var í algleymingi. Þetta var líka árið þar sem einstaklingur var síðast sakfelldur fyrir mansal í héraðsdómi þar sem niðurstaðan var jafnframt staðfest í framhaldinu fyrir æðra dómstigi. Þar voru fimm karlmenn dæmdir sekir fyrir mansalsbrot gegn 19 ára stúlku. Í febrúar í fyrra sneri Landsréttur við héraðsdómi sem fallið hafði 2021, þar sem konu var gefið að sök að hafa flutt barnunga einstaklinga hingað til lands í því skyni að láta þau stunda þrælkunarvinnu. Eftir stendur að dómaframkvæmd á sviði mansalsmála er gífurlega fátækleg og í hrópandi ósamræmi við það hversu algeng brotin virðast vera í íslensku samfélagi. Íslensk kjör á íslenskum vinnumarkaði – að Norrænni fyrirmynd Íslenskur vinnumarkaður byggir á grunni Norræna vinnumarkaðsmódelsins, þar sem farsælustu samfélög þessa heims fá að þrífast í eðlilegu jafnvægi öflugs atvinnulífs og virks velferðarsamfélags þar sem ólík en jafn mikilvæg verðmæti verða til. Það verður að teljast lágmarksviðmið að binda endi á þá þróun að hér á landi eru að skapast betri skilyrði fyrir hópa til að stunda félagsleg undirboð og fremja vinnumarkaðsglæpi á borð við mansal. Og hvað svo? Á sama tíma og enginn óskar þess að mansalshringir fái að þrífast hér, virðist úrræðaleysið vera viðvarandi og ekki sér fyrir endann á þrátt fyrir mikla umræðu. Það ætlar að verða endurtekið stef að þegar mansal ber á góma veldur það því að íslenskt samfélag veðrast upp um stund, en framfarir og úrbætur í atvinnulífi og íslenskri stjórnsýslu virðast ekki fara fram í nokkru samræmi við það. Ítrekað hafa fulltrúar stjórnvalda, ekki síst lögreglu og ákæruvalds, bent á úrræðaleysi gagnvart gerendum í mansalsmálum sem geta ýmist verið einstaklingar eða samhæfðir hópar sem teygja anga sína í alþjóðlega glæpastarfsemi. Frjálst flæði gagna og fjármögnum lögreglu Sé tekið mið af umræðum á vel heppnuðu málþingi ASÍ og SA um mansal sem fór fram þann 26. september s.l, telja flestir hagsmunaaðilar að gagnamiðlun á meðal eftirlitsaðila sé lykilatriði í því að tryggja tímanleg inngrip inn í aðstæður sem bera með sér helstu einkenni þess að félagslegt undirboð fái að viðgangast. Íslenskur vinnumarkaður á rétt eins og á Norðurlöndunum að vera skipulagður með þeim hætti að aðilar vinnumarkaðarins geti haft með sér mikið og virkt samráð og miðlað gögnum sín á milli í þeim tilgangi að koma í veg fyrir vinnumarkaðsglæpi og misnotkun á fólki, án hindrana. Binda verður vonir við stofnun samstarfsnefndar um aðgerðir gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði sem komið var á fót í vor í kjölfar lagabreytinga sem samþykktar voru einróma á Alþingi. Stofnun vettvangsins nægir þó ekki ein og sér þar sem þeir aðilar sem eiga að því aðild, þ.e. lögregla, Skatturinn, Vinnueftirlit ríkisins og Vinnumálastofnun hafa ólíkum skyldum að gegna og þegar öllu er á botninn hvolft er það á herðum ákæruvaldsins að rannsaka og síðan saksækja í þessum málaflokki. Teymi ríkislögreglustjóra sem annast þau verkefni hefur nú þrjá starfsmenn á sínum snærum og telur stjórnandi deildarinnar að þörf sé á sex starfsmönnum til viðbótar, líkt og Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar benti á í nýlegri grein um alvarlegar aðstæður á vinnumarkaði. Það er tilgangslaust að stofna vettvang upplýsingamiðlunar, ef stofnunum er í reynd gert ókleift að miðla upplýsingum sín á milli. Þá er augljóst að slík upplýsingamiðlun nýtist ekkert ef rannsókn mansalsmála mætir algerum afgangi í fjárhagslegri forgangsröðun, ár eftir ár. Ef fram heldur sem horfir, þurfum við að bíða í önnur 15 ár eftir næstu sakfellingu vegna mansals. Við jafnaðarmenn höfum ekki áhuga á því að fylgjast með því þegjandi og hljóðalaust og köllum eftir skýrum aðgerðum gegn félagslegu undirboði og mansali á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar