Fjárhættuspil

Fréttamynd

Embætti landlæknis styður bann við spilakössum

Embætti landlæknis segir rannsóknir benda til þess að spilakassar séu sú tegund fjárhættuspila sem helst tengist spilafíkn og styður bann við spilakössum sem lagt er til í frumvarpi sem nú er til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Kveðst hafa glatað 3,2 milljarða vinnings­miða í þvotti

Kona í Bandaríkjunum sem fullyrðir að hún hafi keypt lottómiða með röð sem skilaði 26 milljóna dala vinningi, segir að hún hafi glatað miðanum eftir að hafa skilið hann eftir í buxnavasa og sett buxurnar í þvott. Vinningsupphæðin samsvarar um 3,2 milljörðum íslenskra króna.

Erlent
Fréttamynd

Fær 55 milljónir króna

Einn heppinn miðahafi hlaut fyrsta vinning í Lottóútdrætti kvöldsins og varð 55 milljónum króna ríkari. Sex miðahafar skiptu með sér bónusvinningnum og fá fyrir það rétt rúmar 135 þúsund krónur hver.

Innlent
Fréttamynd

Opið bréf til dóms­mála­ráð­herra vegna starfs­hóps um happ­drætti

Spilafíkn á sér margar hliðar og telja Samtök áhugafólks um spilafíkn mikilvægt að koma sínum sjónarmiðum að í allri umræðu sem fram fer um þennan vanda eða málefni sem honum tengjast. Af þeim sökum var tekið jákvætt í ósk dómsmálaráðherra um að tilnefna fulltrúa í starfshóp sem ætlað er „að kanna mögulegar réttarbætur á sviði happdrættismála.”

Skoðun
Fréttamynd

Fengu tíu milljóna styrk eftir að sam­starfi við Ís­lands­spil var slitið

Formaður SÁÁ segir ákvörðun samtakanna um að slíta formlega samstarfi við Íslandsspil sýna samtökin meti mannúð fram yfir peninga. Hann telur það mikið gæfuspor fyrir samtökin, sem geti nú loks tekið þátt í umræðu um spilafíkn út frá skjólstæðingum sínum. Í kjölfar ákvörðunarinnar veitti einstaklingur samtökunum tíu milljóna styrk til að koma til móts við fyrirsjáanlegan tekjumissi.

Innlent
Fréttamynd

Fimm milljónir urðu tuttugu og fimm

Einn vann hæsta vinning í Aðalútdrætti í aprílútdrætti hjá Happdrætti Háskóla Íslands en dregið var í kvöld. Hæsti vinningur var fimm milljónir en viðkomandi átti svokallaðan „trompmiða“ og því fimmfaldaðist vinningsupphæðin.

Innlent
Fréttamynd

Kæra rekstur spilakassa til lögreglu verði starfseminni ekki hætt

Happdrætti Háskóla Íslands hefur verið veittur nokkurra daga frestur til þess að hætta rekstri spilakassa, annars verði starfsemin kærð til lögreglu. Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn segir að fólk sem hafi jafnvel misst aleiguna vegna meintrar ólöglegrar starfsemi muni jafnframt krefjast bóta.

Innlent
Fréttamynd

Lokum spila­kössunum!

Mig langar til að byrja á því að taka ofan fyrir því fólki sem ég hef komist í kynni við allar götur frá því ég tók við kyndli Guðrúnar Helgadóttur, alþingismanns, innan Alþingis, ásamt nokkrum öðrum þingmönnum, of fáum því miður, í baráttu gegn fjárhættuspilum og spilakössum.

Skoðun
Fréttamynd

Tveir með fyrsta vinning

Tveir fengu fyrsta vinning í Lottó í kvöld og hlýtur hvor 10.823.520 krónur. Annar vinningsmiðinn var keyptur í Snælandi í Núpalind en hinn í Lottó-appinu.

Innlent
Fréttamynd

Brjótum ísinn

Samtök áhugafólks um spilafíkn sendu þann 4. febrúar síðastliðinn, þegar átakið lokum.is fór af stað, deildum Rauða Krossins á Íslandi (RKÍ) og björgunarsveitum innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar (SL) erindi þar sem óskað var eftir svörum stjórna deildanna og sveitanna um viðhorf þeirra til spilakassareksturs þessara samtaka.

Skoðun
Fréttamynd

Ung hjón 21 milljón ríkari

Ung hjón með eitt barn og annað í leiðinni duttu eru 21 milljón króna ríkari eftir útdráttinn síðustu helgi. Þau unnu óskiptan tvöfaldan fyrsta vinning.

Innlent
Fréttamynd

Er spilakassi í þínu hverfi?

Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn segir að fæstir geri sér grein fyrir því að við grunn- og menntaskóla sé fjöldinn allur af spilakössum sem börn hafi greiðan aðgang að.

Skoðun
Fréttamynd

„Plís ekki opna þessa kassa aftur“

Spilakassar eru tímaskekkja, segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, en á miðnætti opnuðu samtökin vefsíðuna lokum.is þar sem hvatt er til þess að spilasölum með spilakössum verði lokað til frambúðar.

Innlent
Fréttamynd

Vann rúmar 6,7 milljónir

Heppinn áskrifandi vann þriðja vinning í Víkingalottói kvöldsins og fær rúmar 6.7 milljónir í sinn hlut. Hvorki fyrsti né annar vinningur gekk út að þessu sinni, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá.

Innlent
Fréttamynd

Norðmaður vann 4,5 milljarða

Það er óhætt að segja að jólin verði sérstaklega ánægjuleg í ár hjá stálheppnum Norðmanni sem vann 4,5 milljarða í Víkingalottóinu í kvöld.

Erlent
Fréttamynd

Fíkn ekki leyst með lagasetningu

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir spilafíkn ekki lagaða með lagasetningum heldur þurfi að hjálpa þeim sem glíma við slíkan vanda.

Innlent
Fréttamynd

Langt leiddur spilafíkill settur í bann hjá Hjálparsímanum

Spilafíkill sem Rauði kross Íslands segir hafa ítrekað áreitt og haft í hótunum við starfsmenn og sjálfboðaliða Rauða krossins var settur í bann og getur hann ekki hringt lengur í 1717. Maðurinn vildi gagnrýna og ræða rekstur RKÍ á spilakössum.

Innlent