Bosnía og Hersegóvína

Þriðja sinn sem sami þjálfari er rekinn rétt fyrir HM
Vahid Halilhodzic var látinn fara í gær sem landsliðsþjálfari Marokkó en aðeins þrír mánuðir eru í að landsliðið spilar á heimsmeistaramótinu í Katar.

Berdreymi vann til verðlauna í Sarajevó
Kvikmyndin Berdreymi vann til verðlauna á Omladinski-kvikmyndahátíðinni sem fram fór í Sarajevó í Bosníu og Hersegóvínu í síðustu viku. Leikarinn Blær Hinriksson hlaut einnig verðlaun á hátíðinni.

Líður eins og stjörnu í Sarajevó
Blær Hinriksson vann í vikunni til verðlauna á kvikmyndahátíð í Sarajevó í Bosníu og Hersegóvínu. Blær fékk verðlaun fyrir besta unga leikara í kvikmyndaflokki fyrir myndirnar Hjartastein og Berdreymi.

Quo Vadis, Aida: Refurinn lýgur!
Kvikmyndin Quo Vadis, Aida (Hvert ertu að fara, Aida) er sýnd í Bíó Paradís þessi misserin. Hún gerist í miðju Bosníustríðinu og segir frá túlkinum Aidu (Jasna Djuricic), sem starfar fyrir Sameinuðu þjóðirnar á herstöð í námunda við heimabæ hennar Srebrenica. Myndin hlaut Evrópsku kvikmyndaverðlaunin árið 2021 og er ein þeirra mynda sem tilnefndar eru til Óskarsverðlauna sem besta erlenda kvikmyndin, þetta árið.

Telur verulega hættu á nýjum stríðsátökum í Bosníu og Hersegóvínu
Hætta er á því að Bosnía og Hersegóvína brotni upp í smærri einingar og verulegar líkur eru taldar á því að stríðsátök brjótist þar út á ný.

Mladic verður aldrei sleppt úr fangelsi
Áfrýjunardómstóll Sameinuðu þjóðanna staðfesti í dag ævilangan fangelsisdóm yfir Ratko Mladic fyrir þjóðarmorð og aðra stríðsglæpi í stríðinu í Bosníu á árunum 1992 til 1995.

Dómur yfir „Bosníu-slátraranum“ stendur óraskaður
Dómstóll Sameinuðu þjóðanna staðfesti í dag lífstíðardóm yfir bosníuserbneska herforingjanum Ratko Mladic. Maldic hafði áfrýjað dómi, sem féll árið 2017, þar sem hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir þátt sinn í þjóðernishreinsunum í Bosníu.

Dóms að vænta í máli „Bosníu-slátrarans“
Dómstóll hjá Sameinuðu Þjóðunum mun í dag fella úrskurð sinn um áfrýjun bosníuserbneska herforingjans Ratko Mladic.

Streymdu til Serbíu í ókeypis bólusetningu
Þúsundir streymdu frá Bosníu og Hersegóvínu, Svartfjallalandi og Norður-Makedóníu yfir landamærin til nágranna sinna í Serbíu í dag þar sem yfirvöld bjóða upp á ókeypis bólusetningu yfir helgina.

Ratko Mladic áfrýjar lífstíðardómi
Fyrrverandi hershöfðingi Bosníu-Serba hefur hafið ferli við að áfrýja lífstíðardómi sem Alþjóðastríðsglæpadómstóllinn í málefnum fyrrverandi Júgóslavíu dæmdi hann í árið 2017.

25 ár liðin frá voðaverkunum í Srebrenica
Þess var minnst í gær að 25 ár eru liðin frá innrás hersveita Bosníu-Serba í bæinn Srebrenica í Bosníu. Innrásin markaði versta einstaka voðaverk Bosníustríðsins og versta fjöldamorð í Evrópu frá seinni heimsstyrjöld, en um átta þúsund múslimar voru teknir af lífi á tíu daga tímabili í júlí 1995.

Mótmæli í Suður-Evrópu vegna stækrar loftmengunar
Umferð bifreiða hefur verið takmörkuð á Ítalíu og í Bosníu og Hersegóvínu. Mótmælendur hafa krafist tafarlausra aðgerða til að draga úr menguninni.

Kynferðisbrot og mansal þrífist enn innan friðargæslunnar
Ekkert einasta friðargæsluverkefni á vegum Sameinuðu þjóðanna er laust við spillingu eða ofbeldi af hálfu friðargæsluliða. Þetta segir fyrrverandi starfsmaður Sameinuðu þjóðanna sem kom upp um mannréttindabrot friðargæsluliða í Bosníu.

Konur verði að fá að taka þátt í samningaviðræðum um frið
Pia Hansson, forstöðukona Höfða friðarseturs, segir að það sé lykilatriði að einnig verði horft til sjónarmiða kvenna í friðarumleitunum.

86 Bosníumúslimar jarðaðir eftir hryllilegan atburð fyrir 27 árum
Fórnarlömbin voru mörg hver í haldi í fangabúðum nálægt bænum Prijedor á meðan stríðið gekk yfir.

Hollensk stjórnvöld ábyrg fyrir fjöldamorðinu í Srebrenica
Hollenskir friðargæsluliðar afhentu hersveitum Bosníuserba flóttamenn sem voru svo myrtir í versta fjöldamorði Bosníustríðsins á 10. áratugnum.

Eina markmiðið að komast lífs af
Kona sem lifði af Bosníustríðið veitir innsýn inn reynsluheim barns á flótta.

Söngvari Iron Maiden gerður að heiðursborgara í Sarajevó
Bruce Dickinson, söngvari Iron Maiden, var í dag gerður að heiðursborgara í Sarajevó, höfuðborg Bosníu og Hersegóvínu. Dickinson var heiðraður fyrir tónleika sem hann hélt í borginni árið 1994 á meðan að stríð geisaði í landinu og setið var um borgina.

Karadzic dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir þjóðarmorð
Við áfrýjun var fangelsisdómur fyrrum leiðtoga Bosníu-Serba lengdur í ljósi alvarleika glæpa hans.

Átök á meðal forseta Bosníu
Bosnía og Hersegóvína Nýir meðlimir í þriggja manna forsetaráði Bosníu og Hersegóvínu voru settir í embætti í gær.