Ungverjaland

Fyrrverandi forseta neitað að fara úr landi
Landamæraverðir í Úkraínu neituðu fyrrum forseta landsins Petro Porosjenkó um að fara úr landi í gær vegna þess að hann ætlaði sér að fara á fund Viktors Orbáns Ungverjalandsforseta. Þetta segir SBU, öryggisþjónusta Úkraínu.

Evrópskir leiðtogar í uppnámi vegna fundar Pútín og Orbán
Leiðtogar og sendiherrar í Evrópu eru ósáttir við fund leiðtoga Rússlands og Ungverjalands í vikunni. Talsmaður Ungverjalands segir það þó alltaf hafa verið skýrt að forsetinn vildi halda samtalinu opnu.

Brestir að myndast í samstöðunni með Úkraínu
Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins hafa safnast saman í Granada á Spáni þar sem til stendur að ræða meðal annars stækkun sambandins, flóttamannastrauminn og áframhaldandi stuðning við Úkraínu.

Fá Nóbelinn fyrir tilraunir sínar með ljós
Fransk-bandaríski eðlisfræðingurinn Pierre Agostini, ungversk-bandarísku eðlisfræðingurinn Ferenc Krausz og sænsk-bandaríski eðlisfræðingurinn Anne L'Huillier hlutu í morgun Nóbelsverðlaun í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar með ljós sem fanga „hin skemmstu augnablik“.

Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir vísindin á bak við mRNA-bóluefni gegn Covid
Ungversk-bandaríski lífefnafræðingurinn Katalin Karikó og bandaríski læknirinn Drew Weissman deila Nóbelsverðlaununum í lífeðlis- og læknisfræði í ár.

Fyrsta konan í fimm ár til að aka fyrir Formúlu 1 lið
Jessica Hawkins ók fyrir Formúlu 1 lið Aston Martin í prófunum liðsins í Ungverjalandi á dögunum og varð um leið fyrsta konan í rúm fimm ár til þess að taka þátt í prófunum innan Formúlu 1 mótaraðarinnar.

Skipstjórinn dæmdur vegna dauða 27 á Dóná
Dómstóll í Ungverjalandi dæmdi í morgun skipstjóra skemmtiferðaskipsins Viking Sigyn í fimm og hálfs árs fangelsi vegna aðildar sinnar að árekstri skipsins og útsýnisbátsins Mermaid á Dóná í höfuðborginni Búdapest þann 30. maí árið 2019. 27 manns fórust í slysinu.

Ungverjar einnig hlynntir aðild Svía að NATO
Yfirvöld í Ungverjalandi ætla að styðja inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið en utanríkisráðherra landsins sagði í morgun að samþykkt innngöngu Svía væri nú eingöngu tæknilegs eðlis. Tyrkir og Ungverjar voru þeir einu sem settu sig á móti inngöngu Svía en Peter Szijjarto, áðurnefndur utanríkisráðherra, sagði í síðustu viku að Ungverjar myndu fylgja Tyrkjum, skiptu þeir síðarnefndu um skoðun.

Bandaríkjamenn íhuga að senda klasasprengjur en Ungverjar taka í bremsuna
Bandaríkjamenn eru nú sagðir íhuga alvarlega að senda Úkraínumönnum klasasprengjur, til notkunar í gagnsókn þeirra gegn Rússum. Frá þessu greina miðlar vestanhafs.

Hryðjuverkamaður náðaður og yfirgaf fangelsið á hestbaki
Hryðjuverkamaðurinn György Budaházy var meðal þeirra sem forseti Ungverjalands, Katalin Novák, náðaði á föstudag, nokkrum dögum fyrir heimsókn páfans til landsins. Yfirgaf hann fangelsið á hestbaki.

Orban furðar sig á mögulegri inngöngu Úkraínu í NATO
Viktor Orban forsætisráðherra Ungverjalands furðar sig á mögulegri inngöngu Úkraínumanna í Atlantshafsbandalagið. Orban deildi frétt um málið á Twitter-síðu sinni og sagði einfaldlega: „Ha?!“

Kviknaði í 21 bíl eftir árekstur í Ungverjalandi
Að minnsta kosti 36 slösuðust eftir árekstur á hraðbraut í Ungverjalandi þar sem kviknaði í 21 bíl.

Ungverjaland geti ekki talist lýðræðisríki
Evrópuþingið segir að Ungverjaland geti ekki talist fullkomið lýðræðisríki. Stjórnarhættir falli ekki að grundvallarhugmyndum um lýðræði og réttarríki. Þingfulltrúar greiddu atkvæði gegn ríkisstjórn Viktors Orban forsætisráðherra landsins fyrr í dag.

Yfirmenn ungversku Veðurstofunnar reknir vegna rangrar veðurspár
Tveir æðstu yfirmenn ungversku Veðurstofunnar hafa verið reknir eftir að veðurspá stofnunarinnar gekk ekki eftir.

Náinn ráðgjafi Orban segir upp vegna nasískrar ræðu
Náinn ráðgjafi Viktors Orban forsætisráðherra Ungverjalands og vinkona hans til áratuga hefur sagt upp störfum eftir umdeilda ræðu sem Orban hélt í Rúmeníu á dögunum. Zsuzsa Hegedus segir að ræðan hafi verið nasísk og því hafi henni ekki verið sætt áfram í störfum sínum fyrir forsætisráðherrann.

Fimm látnir eftir að sendiferðabíll rakst á lest í Ungverjalandi
Að minnsta kosti fimm eru látnir og rúmlega tíu slösuðust eftir að sendiferðabíll rakst á lest í suðurhluta Ungverjalands í morgun. Talsmaður yfirvalda segir að ökumaður sendiferðabílsins hafi hunsað rautt ljós.

Orban gagnrýndi Selenskí í sigurræðu sinni
Viktor Orban og Fidesz-flokkur hans unnu öruggan sigur í þingkosningunum í Ungverjalandi sem fram fóru í gær. Það er því ljóst að hann mun gegna stöðu forsætisráðherra í landinu, fjórða kjörtímabilið í röð.

Orban lýsir yfir sigri í Ungverjalandi
Forsætisráðherra Ungverjalands til tólf ára, Viktor Orban, hefur lýst yfir sigri í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag.

Orban enn á ný talinn líklegur til sigurs
Talið er líklegt að Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, muni halda velli eftir þingkosningar sem fara fram í dag. Orban er sá leiðtogi í Evrópu sem lengst hefur setið á valdastóli samfleytt, utan einræðisherranna í Hvíta-Rússlandi og Rússlandi.

Sundrung innan sameinaðrar stjórnarandstöðu og stefnir í enn einn sigur Orbans
Þingkosningar fara fram í Ungverjalandi á sunnudaginn þar sem bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir að binda enda á tólf ára valdatíð Fidesz-flokksins og forsætisráðherrann Victors Orban. Oft á tíðum hefur gengið erfiðlega hjá stjórnarandstöðunni að tala einum rómi í kosningabaráttunni og benda skoðanakannanir til að áframhald verði á stjórn Orbans.

Halda ró sinni en tilbúin með vegabréfið ef allt fer á versta veg
Fólk er ekki bara óttaslegið í Úkraínu. Í Slóvakíu og Ungverjalandi búa um 200 íslenskir læknanemar sem hafa áhyggjur af næstu skrefum. Læknanemar á báðum stöðum halda ró sinni en eru tilbúnir með vegabréfin ef að allt fer á versta veg.

Vél frá Búdapest lent í Skotlandi vegna veiks farþega
Flugvél á leið frá Búdapest til Keflavíkur var lent í Aberdeen í Skotlandi fyrr í kvöld vegna veiks farþega. Fjölmargir Íslendingar eru um borð á leið af EM en flugvélin var á vegum Wizz Air.

Ferðalöngum létt þegar fregn af áfengisleysi reyndist röng
Forseti Íslands var með í för þegar hópur Íslendinga tók leiguflug til Búdapest til þess að hvetja strákana okkar áfram gegn heimsmeisturum Dana á EM í handbolta. Óhætt er að fullyrða að stemningin hafi verið gríðarleg allt frá því að komið var inn í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Fullyrðing eins ferðalangs um að um áfengislaust flug væri að ræða féll hins vegar í grýttan jarðveg. Þá vakti kátínu blaðamanns þegar sjálfur forsetinn var spurður hvort hann væri Íslendingur.

Björgvin Páll ósáttur: „Þetta er EM til skammar“
Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, vandar mótshöldurum á EM ekki kveðjurnar í færslu á Twitter.

„Þetta gerir náttúrulega mótið erfitt og liggur við ómarktækt til lengdar“
Framkvæmdastjóri HSÍ segir ljóst að sóttvarnir hafi ekki verið í hávegum hafðar í Ungverjalandi þar sem Evrópumótið í handbolta fer fram en sex leikmenn íslenska liðsins og sjúkraþjálfari hafa nú greinst smitaðir. Búið er að herða sóttvarnir hjá liðinu og vonir bundnar við að fleiri greinist ekki smitaðir á næstu dögum. Framkvæmdastjóri HSÍ telur engar líkur á því að mótinu verði frestað.

ÓL-sundkona sakar föður sinn um skelfilega hluti: Vill bjarga litlu systur
Ungverska sundkonan Liliana Szilagyi sakar föður sinn um andlega, líkamlega og kynferðislega misnotkun og segist koma nú fram til að bjarga litlu systur sinni frá sömu örlögum.

Maðurinn sem lýst var eftir fannst látinn í Ungverjalandi
Maðurinn sem lýst var eftir á fimmtudag fannst látinn í Búdapest í Ungverjalandi, en hann var búsettur ytra.

Lögreglan leitar Gunnars Svans
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Gunnari Svani Steindórssyni, 43 ára karlmanni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Stjórnarandstaðan sameinast um frambjóðanda gegn Orban
Íhaldssamur bæjarstjóri stóð uppi sem sigurvegari í sameiginlegu forvali ungversku stjórnarandstöðunnar fyrir þingkosningar sem fara fram á næsta ári. Hann fær það hlutverk að leiða sameinaða stjórnarandstöðuna og freista þess að fella Viktor Orban, forsætisráðherra.

Þórir til Búdapest að bjarga flóttafólki í sjávarháska
Þórir Guðmundsson, fyrrverandi ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, mun næstu tvo mánuði vera í bakvarðasveit björgunarskipsins Ocean Viking, sem Rauði krossinn og samtökin SOS Mediterranee halda úti á Miðjarðarhafi. Þar segir að skipið hafi það hlutverk að bjarga flóttafólki úr sjávarháska.