Pólland

Fréttamynd

Ætla að kynna frekari aðgerðir gegn Rússum í dag

Sendiherrar Evrópusambandsins hafa komist að niðurstöðu um frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna hernaðaraðgerða þeirra í Úkraínu. Búist er við því að þær verði samþykktar og kynntar síðar í dag.

Erlent
Fréttamynd

Segja Rússa „70 prósent til­búna“ til inn­rásar

Rússland hefur nú náð að byggja upp um 70 prósent af því hernaðarlega afli sem þarf til þess að geta ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu, að mati bandarískra embættismanna. Þeir búast við að Rússar styrki sig enn frekar á næstu dögum.

Erlent
Fréttamynd

Metfjöldi látinna í Ástralíu og álagið eykst víða

Aldrei hafa fleiri Ástralar dáið vegna Covid-19 en gerðu í dag. Alls dóu 77 vegna faraldursins en það er nýtt met. Gamla metið var 57 og var það sett á síðasta fimmtudag. Faraldurinn er í töluverðri uppsveiflu víða um heim en mikil fjölgun smitaðra vegna ómíkorn-afbrigðisins hefur aukið álag á heilbrigðiskerfi.

Erlent
Fréttamynd

Telja helming Evrópubúa eiga eftir að smitast á næstu vikum

Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) búast við því að meira en helmingur allra Evrópubúa muni smitast af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar á næstu tveimur vikum. Er það miðað við hvernig faraldurinn gengur nú yfir heimsálfuna.

Erlent
Fréttamynd

Sau­tján ára Úsbek­i felldi Carl­sen af stallinum

Nodirbek Abdusattorov, sautján ára Úsbeki, varð í gær heimsmeistari í atskák í pólsku höfuðborginni Varsjá og batt þar með enda á sigurgöngu Norðmannsins Magnus Carlsen sem var fyrir mótið handhafi þriggja stærstu heimsmeistaratitlanna í skákíþróttinni.

Sport
Fréttamynd

„Auð­vitað er þetta svika­mylla“

Sérfræðingur í málefnum Austur-Evrópu segir Hvít-Rússa beita „nýju vopni“ í átökum á landamærunum. Dr. Hilmar Þór Hilmarsson var í viðtali á Sprengisandi í morgun og segir ástandið slæmt. Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, hefur verið sakaður um að nota flótta- og farandfólk sem „peð“ í deilum við Evrópusambandið.

Erlent
Fréttamynd

Saka Lúkasjenka um að flytja fólk aftur að landamærunum

Yfirvöld í Póllandi segja Hvít-Rússa flytja farand- og flóttafólk í trukkum aftur að landamærum ríkjanna. Verið sé að reyna að þvinga fólkið til að gera tilraun til að fara yfir landamærin. Það gerðist nokkrum klukkustundum eftir að Hvít-Rússar rýmdu búðir fólks nærri landamærunum í gær og virtust flytja fólkið á brott.

Erlent
Fréttamynd

Pútín svarar hótunum Lúkasjenka

Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hótuðu að skrúfa fyrir gasleiðslur sem liggja til ríkja Evrópusambandsins í vikunni. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, tekur hótununum Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, ekki af léttúð. 

Erlent
Fréttamynd

Hvít-Rússar hóta að skrúfa fyrir gasið

Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa hótað að skrúfa fyrir gasleiðslur sem liggja til ríkja Evrópusambandsins muni það beita ríkinu þvingunum vegna deilu um farendur á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands.

Erlent
Fréttamynd

Lúkasjenka óskar eftir hernaðaraðstoð frá Rússlandi

Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, hefur óskað eftir því að fá lánaðar sprengjuflugvélar, sem geti borið kjarnorkuvopn, frá Rússum. Samkvæmt talsmanni Kreml er Vladímír Pútín, forseti Rússlands, í stöðugu sambandi við Lúkasjenka vegna ástandsins á landamærunum. 

Erlent
Fréttamynd

ESB segir Lúkasjenka haga sér eins og glæpamaður

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, um að laða flótta- og farandfólk til landsins og nota það í pólitískum tilgangi. Hegðun hans sé ómannúðleg og glæpsamleg.

Erlent
Fréttamynd

„Hjarta hennar sló líka!“

„Hjarta hennar sló líka!“ hrópuðu þúsundir mótmælenda í Póllandi  í dag, í mótmælum sem efnt var til eftir að ólétt kona lést á sjúkrahúsi. Fjölskylda hennar segir heilbrigðisstarfsmenn hafa neitað henni um lífsnauðsynlega umönnun af ótta við að vera sótt til saka vegna strangar þungunarrofslöggjafar landsins.

Erlent
Fréttamynd

Spennan milli Pól­lands og Evrópu­sam­bandsins magnast

Forsætisráðherra Póllands sagðist hafna miðstýringu Evrópusambandsins og sakaði það um að fara yfir öll valdmörk í ræðu sem hann flutti fyrir Evrópuþinginu í Strassbourg í morgun. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins varaði hann við því að komið geti til aðgerða fallist pólsk stjórnvöld ekki á að fylgja Evrópulögum. 

Erlent