Úkraínuforseti heitir að svara hryðjuverkum Rússa af hörku Heimir Már Pétursson skrifar 25. júlí 2023 19:40 Miklar skemmdir urðu á dómkirkjunni í loftárás Rússa. Kirkjan er trúar- og sögulega mikilvæg jafnt í huga Úkraínumanna og Rússa. AP/Jae C. Hong Forseti Úkraínu boðar kröftug viðbrögð við því sem hann kallar hryðjuverkaárásir Rússa á borgir í Úkraínu undanfarnar vikur. Hann vonar einnig að Evrópusambandið aflétti banni á innflutningi á úkraínskum landbúnaðarvörum. Allt frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi sem tryggði öryggi skipa sem sigla með korn frá Úkraínu um Svartahaf fyrir um viku, hafa þeir haldið upp stanslausum loftárásum á útflutningshafnir Úkraínumanna. Messað fyrir utan rústir austurhluta dómkirkjunnar í Odessa.AP/Jae C. Hong Öflugastar hafa árásirnar verið á megin útflutningsborgina Odessa þar sem eldflaugar ollu meðal annars miklum skemmdum á dómkirkju rétttrúnaðarkirkjunnar í fyrrinótt. Kirkjan stendur í elsta hluta borgarinnar og er trúar- og sögulega mikilvæg bæði í huga Úkraínumanna og Rússa. En það er ekki bara kirkjan. Í loftárásum Rússa í fyrrakvöld skultu þeir nítján eldflaugum að ýmsum gerðum að Odessa til að rugla loftvarnakerfi borgarinnar, sem á erfiðara með að svara mörgum tegundum eldflauga samtímis. Um fimmtíu byggingar, margar sögulegar í gömlu miðborginni á heimsminjaskrá UNESCO, skemmdust. Hin 31 árs gamli Volodymir leitar að eigum sínum í rústum eftir síðustu loftárás Rússa á Odessa.AP/Jae C. Hong Fjöldi íbúðarhúsa eru rústir einar. Á myndum með þessari frétt sést hinn 31 árs gamli Volodymyr leita að eigum sínum í rústunum. Fólk hjálpast að við að reyna að færa hlutina í eðlilegt horf. „Ég er niðurbrotinn, eins og íbúðin mín. Algerlega niðurbrotinn. En það sem mestu máli skiptir er að það eru engir innviðir hérna. Það er staðreynd. Bara óbreyttir borgarar," sagði Volodymir innan um rústirnar af íbúð sinni í dag. Íbúar Odessa hjálpast að við hreinsunarstörf eftir loftárásir Rússa.AP/Jae C. Hong Nafni hans Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu segir að hryðjuverkum Rússa verði mætt af hörku. „Á fundi í dag ræddum við auðvitað ýtarlega öll mál sem varða varnir gegn hryðjuverkum Rússa með eldflaugum og drónum. Varnir fyrir fólkið okkar, borgirnar, hafnirnar, kornútfutninginn um Svartahaf. Við erum að undirbúa öflug svör við hryðjuverkaárásum Rússa," sagði forsetinn í dag. Finna verði leiðir til að flytja út korn frá landinu. Hann vonist til að tímabundið bann við innflutningi á korni og öðrum matvælum frá Úkraínu til ríkja Evrópusambandsins verði aflétt þegar bannið renni út hinn 15. september. ESB ráðherrar reyna að finna lausnir Úkraína er eitt mikilvægasta útflutningsland í heimi á korni. Rússar hafa eyðilagt um 60 þúsund tonn af korni með loftárásum sínum á Úkraínu undanfarna viku.AP/Efrem Lukatsky Landbúnaðarráðherrar Evrópusambandsins funduðu í Brussel í dag um leiðir til að tryggja fæðuöryggi í heiminum með útflutningi á korni frá Úkraínu. Þetta var fyrsti fundur þeirra eftir að Rússar slitu samkomulaginu um kornútflutninginn. Korn frá Úkraínu er mikilvægt mörgum ríkjum í Afríku og Asíu og skortur á því og verðhækkanir geta valdið hungursneyð á mörgum stöðum. Þótt ríki austur Evrópu styðji flest Úkraínu mikið í vörnum hennar gegn Rússum tilkynnti Robert Telus landbúnaðarráðherra Póllands á fundinum að Pólland, Slovakia, Ungverjaland, Rúmenía og Búlgaría ætli að framlengja bann sitt við innflutningi á korni frá Úkraínu. Löndin framleiða sjálf öll mikið af korni. Kęstutis Navickas landbúnaðarráðherra Litháen leggur til málamiðlun. Í stað þess að flytja kornið til Póllands þar sem það gæti safnast upp og valdið verðlækkunum, verði það flutt til Litháen. Landbúnaðarráðherra Þýskalands virðist styðja þessa tillögu þannig að kornið yrði flutt í lokuðum gámum til hafna í Eystrasaltsríkjunum. Þaðan yrði það svo flutt áfram til Afríku og Asíu. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Pólland Litháen Þýskaland Evrópusambandið Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Ráðvilltur gagnvart uppreisn Wagner Þegar málaliðar Wagner Group lögðu undir sig borgina Rostov, þann 24. júní, og stór bílalest málaliða lagði af stað til Moskvu, var Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í losti og vissi ekki hvernig hann átti að bregðast við. Hann gaf hernum engar skipanir lengst af degi, þó hann hefði fengið viðvaranir frá öryggisstofnunum sínum með minnst tveggja daga fyrirvara. 25. júlí 2023 08:11 Rússar sprengdu sögulegar byggingar í Odessa Einn lést og um tuttugu særðust í fjölbreyttum loftárásum Rússa á hafnarborgina Odessa í gærdag. Um fimmtíu byggingar skemmdust þeirra á meðal margar sögufrægar byggingar eins og dómkirkja rétttrúnaðarkirkjunnar. 24. júlí 2023 11:47 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Allt frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi sem tryggði öryggi skipa sem sigla með korn frá Úkraínu um Svartahaf fyrir um viku, hafa þeir haldið upp stanslausum loftárásum á útflutningshafnir Úkraínumanna. Messað fyrir utan rústir austurhluta dómkirkjunnar í Odessa.AP/Jae C. Hong Öflugastar hafa árásirnar verið á megin útflutningsborgina Odessa þar sem eldflaugar ollu meðal annars miklum skemmdum á dómkirkju rétttrúnaðarkirkjunnar í fyrrinótt. Kirkjan stendur í elsta hluta borgarinnar og er trúar- og sögulega mikilvæg bæði í huga Úkraínumanna og Rússa. En það er ekki bara kirkjan. Í loftárásum Rússa í fyrrakvöld skultu þeir nítján eldflaugum að ýmsum gerðum að Odessa til að rugla loftvarnakerfi borgarinnar, sem á erfiðara með að svara mörgum tegundum eldflauga samtímis. Um fimmtíu byggingar, margar sögulegar í gömlu miðborginni á heimsminjaskrá UNESCO, skemmdust. Hin 31 árs gamli Volodymir leitar að eigum sínum í rústum eftir síðustu loftárás Rússa á Odessa.AP/Jae C. Hong Fjöldi íbúðarhúsa eru rústir einar. Á myndum með þessari frétt sést hinn 31 árs gamli Volodymyr leita að eigum sínum í rústunum. Fólk hjálpast að við að reyna að færa hlutina í eðlilegt horf. „Ég er niðurbrotinn, eins og íbúðin mín. Algerlega niðurbrotinn. En það sem mestu máli skiptir er að það eru engir innviðir hérna. Það er staðreynd. Bara óbreyttir borgarar," sagði Volodymir innan um rústirnar af íbúð sinni í dag. Íbúar Odessa hjálpast að við hreinsunarstörf eftir loftárásir Rússa.AP/Jae C. Hong Nafni hans Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu segir að hryðjuverkum Rússa verði mætt af hörku. „Á fundi í dag ræddum við auðvitað ýtarlega öll mál sem varða varnir gegn hryðjuverkum Rússa með eldflaugum og drónum. Varnir fyrir fólkið okkar, borgirnar, hafnirnar, kornútfutninginn um Svartahaf. Við erum að undirbúa öflug svör við hryðjuverkaárásum Rússa," sagði forsetinn í dag. Finna verði leiðir til að flytja út korn frá landinu. Hann vonist til að tímabundið bann við innflutningi á korni og öðrum matvælum frá Úkraínu til ríkja Evrópusambandsins verði aflétt þegar bannið renni út hinn 15. september. ESB ráðherrar reyna að finna lausnir Úkraína er eitt mikilvægasta útflutningsland í heimi á korni. Rússar hafa eyðilagt um 60 þúsund tonn af korni með loftárásum sínum á Úkraínu undanfarna viku.AP/Efrem Lukatsky Landbúnaðarráðherrar Evrópusambandsins funduðu í Brussel í dag um leiðir til að tryggja fæðuöryggi í heiminum með útflutningi á korni frá Úkraínu. Þetta var fyrsti fundur þeirra eftir að Rússar slitu samkomulaginu um kornútflutninginn. Korn frá Úkraínu er mikilvægt mörgum ríkjum í Afríku og Asíu og skortur á því og verðhækkanir geta valdið hungursneyð á mörgum stöðum. Þótt ríki austur Evrópu styðji flest Úkraínu mikið í vörnum hennar gegn Rússum tilkynnti Robert Telus landbúnaðarráðherra Póllands á fundinum að Pólland, Slovakia, Ungverjaland, Rúmenía og Búlgaría ætli að framlengja bann sitt við innflutningi á korni frá Úkraínu. Löndin framleiða sjálf öll mikið af korni. Kęstutis Navickas landbúnaðarráðherra Litháen leggur til málamiðlun. Í stað þess að flytja kornið til Póllands þar sem það gæti safnast upp og valdið verðlækkunum, verði það flutt til Litháen. Landbúnaðarráðherra Þýskalands virðist styðja þessa tillögu þannig að kornið yrði flutt í lokuðum gámum til hafna í Eystrasaltsríkjunum. Þaðan yrði það svo flutt áfram til Afríku og Asíu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Pólland Litháen Þýskaland Evrópusambandið Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Ráðvilltur gagnvart uppreisn Wagner Þegar málaliðar Wagner Group lögðu undir sig borgina Rostov, þann 24. júní, og stór bílalest málaliða lagði af stað til Moskvu, var Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í losti og vissi ekki hvernig hann átti að bregðast við. Hann gaf hernum engar skipanir lengst af degi, þó hann hefði fengið viðvaranir frá öryggisstofnunum sínum með minnst tveggja daga fyrirvara. 25. júlí 2023 08:11 Rússar sprengdu sögulegar byggingar í Odessa Einn lést og um tuttugu særðust í fjölbreyttum loftárásum Rússa á hafnarborgina Odessa í gærdag. Um fimmtíu byggingar skemmdust þeirra á meðal margar sögufrægar byggingar eins og dómkirkja rétttrúnaðarkirkjunnar. 24. júlí 2023 11:47 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Ráðvilltur gagnvart uppreisn Wagner Þegar málaliðar Wagner Group lögðu undir sig borgina Rostov, þann 24. júní, og stór bílalest málaliða lagði af stað til Moskvu, var Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í losti og vissi ekki hvernig hann átti að bregðast við. Hann gaf hernum engar skipanir lengst af degi, þó hann hefði fengið viðvaranir frá öryggisstofnunum sínum með minnst tveggja daga fyrirvara. 25. júlí 2023 08:11
Rússar sprengdu sögulegar byggingar í Odessa Einn lést og um tuttugu særðust í fjölbreyttum loftárásum Rússa á hafnarborgina Odessa í gærdag. Um fimmtíu byggingar skemmdust þeirra á meðal margar sögufrægar byggingar eins og dómkirkja rétttrúnaðarkirkjunnar. 24. júlí 2023 11:47