Hjálparstarf

Fréttamynd

Þvertekur fyrir mismunun og býður þingmanni Pírata að mæta

Sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafnar því alfarið að fólki sé mismunað eftir þjóðerni við úthlutun í Reykjanesbæ, líkt og skilja mátti af færslu sem birtist í gær. Hann segir þingmann Pírata sem gagnrýndi færsluna njóta forréttinda og spyr hvort hann hafi nokkurn tíma heimsótt Fjölskylduhjálp. Sjálfboðaliðinn sem birti færsluna hefur verið látinn fara. 

Innlent
Fréttamynd

„Mikill fjöldi er að taka smálán“

Töluvert fleiri hafa sótt um jólaaðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar nú fyrir jólin en undanfarin ár. Félagsráðgjafi segir neyðina mikla og erfiða stöðu á húsnæðismarkaði hafa mikið að segja. Þá leiti nú fjölmargir skjólstæðingar hjálparstarfsins í smálán til að reyna að bjarga sér.

Innlent
Fréttamynd

Geitur, vatn og jarð­hnetu­mauk lang­vin­sælustu gjafirnar

Flestir kannast við þann höfuðverk að reyna að finna gjöf fyrir fjölskyldumeðlimi eða ættingja sem eiga einhvern veginn allt og vantar ekki neitt. Sífellt fleiri leysa þann vanda með því að gefa gjafabréf fyrir lífsnauðsynlegum hjálpargögnum fyrir bágstödd börn í vanþróuðum ríkjum.

Innlent
Fréttamynd

„Hver kassi skiptir máli“

Söfnun fyrir verkefnið „Jól í skókassa“ stendur yfir um þessar mundir. Vonast er til þess að hægt verði að fylla heilan gám af kössum sem fer til barna í neyð í Úkraínu. Kassarnir hafa verið sendir þangað í nítján ár.

Innlent
Fréttamynd

Æðislegum Mannvinum fjölgaði um átján hundruð

Mannvinum Rauða krossins fjölgaði um átján hundruð og tæplega fjögur hundruð einstaklingar og fyrirtæki lögðu til um 27 milljónir króna í formi stakra styrkja í söfnunarþætti Rauða krossins á dögunum.

Lífið
Fréttamynd

Bæta náms­mögu­leika barna með fat­lanir til muna

Kristrún Friðsemd Sveinsdóttir fór um miðjan júlí til Úganda ásamt Valdísi Önnu Þrastardóttur fyrir hönd samtakanna CLF á Íslandi. Þar gerðu þær lokaúttekt á verkefni sem var styrkt af utanríkisráðuneytinu og hófu í leiðinni annað verkefni, sem einnig er styrkt af ráðuneytinu.

Lífið
Fréttamynd

Náðir þú að pakka?

UN Women á Íslandi hrindir af stað neyðarsöfnuninni ,,Náðir þú pakka?“ fyrir konur í neyð og á flótta og biðlar til almennings að senda senda sms-ið KONUR í 1900 (1.900kr.) og veita konum og stúlkum á flótta lífsbjargandi aðstoð.

Skoðun
Fréttamynd

Forsetinn keypti fyrsta ljósið eftir æsilega Síkisferð

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, keypti fyrsta ljósið í landssöfnun Barnaheilla-Save the Children á Íslandi en söfnunin hófst í dag og stendur til 4. maí. Safnað er til styrktar verkefninu Verndarar barna, sem er forvarnaverkefni Barnaheilla gegn kynferðisofbeldi á börnum. Söfnunin ber heitið „Hjálpumst að við að vernda börn”.

Innlent
Fréttamynd

Skelfi­legir stríðs­glæpir koma í ljós

Al­þjóð­leg mann­réttinda­sam­tök segja ljóst að rúss­neskir her­menn hafi framið ýmsa stríðs­glæpi í Úkraínu. Hræði­legar sögur berast frá í­búum þeirra svæða sem Rússar hafa horfið frá.

Erlent
Fréttamynd

Troð­fullt vöru­hús af varningi á leið til Úkraínu

Félag Úkraínumanna á Íslandi stendur nú fyrir söfnun fatnaðar og annarra nauðsynja sem senda á út til þeirra svæða í Úkraínu sem verst hafa orðið úti vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Með hjálp ýmissa aðila hefur tekist að troðfylla heilt vöruhús af varningi.

Innlent
Fréttamynd

Af­leiðingar stríðs á for­eldra­laus börn

Stríðið í Úkraínu hefur orðið til þess að mannréttindi milljóna úkraínskra barna eru virt að vettugi. SOS Barnaþorpin hafa verið til staðar fyrir munaðarlaus og yfirgefin börn í Úkraínu síðan 2003 og það sem við sjáum á vettvangi nú er skelfilegt.

Skoðun
Fréttamynd

Hefja neyðarsöfnun fyrir börn í Úkraínu

UNICEF á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna umfangsmikilla verkefna UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Úkraínu þar sem börn og fjölskyldur þurfa tafarlausa aðstoð. Vopnuð átök ógna nú lífi og velferð milljóna barna.

Innlent