Blik í augum barna? Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 14. desember 2023 07:30 Fátt er yndislegra en að sjá eftirvæntingu og blik í augum barna sem bíða eftir hátíðarstundum eins og jólum. Börn á Íslandi búa flest við góðar aðstæður og geta notið hátíðarstunda við öryggi í faðmi ástvina á heimilum sínum. Sum búa þó því miður við erfiðar aðstæður, við fátækt, veikindi, óöryggi eða ofbeldi, sem þau bera sannarlega ekki ábyrgð á. Í þeirra augum gæti verið vonleysi, ótti og sorg. Náttúruöflin ákváðu að sum okkar barna þyrftu að fara af heimilum sínum og dvelja líklega fjarri þeim um hátíðarnar. Það eru börnin okkar frá Grindavík. Þau munu þó vonandi njóta hátíðanna með blik í augum, við öryggi í faðmi fjölskyldunnar. Sú staða sem kom upp í Grindavík var ekki fyrirsjáanleg og ekki af mannavöldum. Samfélagið hefur tekið utan um fólkið í Grindavík og gerir vonandi áfram. Öll fá vonandi aðstoð sem til þarf til að koma ósködduð frá aðstæðum. Á meðan við reynum að takast á við náttúruöflin og bjarga því sem bjargað verður, stendur yfir mikil eyðilegging af mannavöldum víða annars staðar í heiminum. Eyðilegging sem ekki hefði þurft að eiga sér stað. Þar er ekki eftirvænting og blik í augum barna. Í augum barna sem búa við afleiðingar loftslagsbreytinga má sjá augnaráð ótta, óöryggis og jafnvel hungurs. Þau búa við þurrka, uppskerubrest, flóð og veðurofsa. Þau þurfa að leggja á flótta frá heimilum sínum og geta líklega ekki snúið aftur. Þessum börnum mun einungis fjölga á næstu árum og áratugum. Ekki síst ef ekki verður brugðist skjótt við. Á COP28 ráðstefnunni hafa 200 þjóðarleiðtogar komið saman og rætt loftslagsmál. Við bindum vonir við að niðurstaða ráðstefnunnar gefi börnum heims von um bjarta framtíð. Í augum barna í Palestínu má sjá ótta og vonleysi. Ljós augna 7.000 barna Palestínu hafa slokknað fyrir fullt og allt. Börnin hafa verið drepin. Börn eru ávalt helstu fórnarlömb átaka en bera að sjálfsögðu enga ábyrgð. Auk þeirra barna sem hafa verið drepin á Gaza hefur fjöldi særst og mörg börn eru týnd. Börn á Gaza eru útsett fyrir alvarlegum andlegum áföllum sem geta háð þeim og fylgt alla ævi. Það er með ólíkindum að fullorðið fólk á 21. öldinni skuli hafa svo litla samkennd með öðru fólki, ekki síst börnum, að enn skuli sumu fólki þykja eðlilegt að drepa saklaus börn, beita þau ofbeldi, eyðileggja heimili þeirra og jörðina sem þau búa á. Alþjóðasamtök Barnaheilla – Save the Children starfa á vettvangi á Gaza og vinna hörðum höndum að því að aðstoða börn og fjölskyldur þeirra, meðal annars að veita neyðaraðstoð, sálrænan stuðning, fjárhagsaðstoð, dreifa nauðsynlegum lyfjum og hreinu drykkjarvatni, matarpökkum og fleira. Hægt er að styðja við öflugt starf Barnaheilla á Gaza með því að kaupa Heillagjafir, dýrmætar jólagjafir sem nýtast börnum og fjölskyldum þeirra á Gaza. Ef þjóðir heims og almenningur allur væri samtaka væri hægt að koma í veg fyrir þær ógnir sem steðja að börnum af mannavöldum. Það væri besta gjöf sem hægt væri að færa börnum til framtíðar. Þá væri hægt að gefa börnum frið, öryggi og vernd í jólagjöf. Þá væri hægt að sjá blik í augum allra barna. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Hjálparstarf Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Sjá meira
Fátt er yndislegra en að sjá eftirvæntingu og blik í augum barna sem bíða eftir hátíðarstundum eins og jólum. Börn á Íslandi búa flest við góðar aðstæður og geta notið hátíðarstunda við öryggi í faðmi ástvina á heimilum sínum. Sum búa þó því miður við erfiðar aðstæður, við fátækt, veikindi, óöryggi eða ofbeldi, sem þau bera sannarlega ekki ábyrgð á. Í þeirra augum gæti verið vonleysi, ótti og sorg. Náttúruöflin ákváðu að sum okkar barna þyrftu að fara af heimilum sínum og dvelja líklega fjarri þeim um hátíðarnar. Það eru börnin okkar frá Grindavík. Þau munu þó vonandi njóta hátíðanna með blik í augum, við öryggi í faðmi fjölskyldunnar. Sú staða sem kom upp í Grindavík var ekki fyrirsjáanleg og ekki af mannavöldum. Samfélagið hefur tekið utan um fólkið í Grindavík og gerir vonandi áfram. Öll fá vonandi aðstoð sem til þarf til að koma ósködduð frá aðstæðum. Á meðan við reynum að takast á við náttúruöflin og bjarga því sem bjargað verður, stendur yfir mikil eyðilegging af mannavöldum víða annars staðar í heiminum. Eyðilegging sem ekki hefði þurft að eiga sér stað. Þar er ekki eftirvænting og blik í augum barna. Í augum barna sem búa við afleiðingar loftslagsbreytinga má sjá augnaráð ótta, óöryggis og jafnvel hungurs. Þau búa við þurrka, uppskerubrest, flóð og veðurofsa. Þau þurfa að leggja á flótta frá heimilum sínum og geta líklega ekki snúið aftur. Þessum börnum mun einungis fjölga á næstu árum og áratugum. Ekki síst ef ekki verður brugðist skjótt við. Á COP28 ráðstefnunni hafa 200 þjóðarleiðtogar komið saman og rætt loftslagsmál. Við bindum vonir við að niðurstaða ráðstefnunnar gefi börnum heims von um bjarta framtíð. Í augum barna í Palestínu má sjá ótta og vonleysi. Ljós augna 7.000 barna Palestínu hafa slokknað fyrir fullt og allt. Börnin hafa verið drepin. Börn eru ávalt helstu fórnarlömb átaka en bera að sjálfsögðu enga ábyrgð. Auk þeirra barna sem hafa verið drepin á Gaza hefur fjöldi særst og mörg börn eru týnd. Börn á Gaza eru útsett fyrir alvarlegum andlegum áföllum sem geta háð þeim og fylgt alla ævi. Það er með ólíkindum að fullorðið fólk á 21. öldinni skuli hafa svo litla samkennd með öðru fólki, ekki síst börnum, að enn skuli sumu fólki þykja eðlilegt að drepa saklaus börn, beita þau ofbeldi, eyðileggja heimili þeirra og jörðina sem þau búa á. Alþjóðasamtök Barnaheilla – Save the Children starfa á vettvangi á Gaza og vinna hörðum höndum að því að aðstoða börn og fjölskyldur þeirra, meðal annars að veita neyðaraðstoð, sálrænan stuðning, fjárhagsaðstoð, dreifa nauðsynlegum lyfjum og hreinu drykkjarvatni, matarpökkum og fleira. Hægt er að styðja við öflugt starf Barnaheilla á Gaza með því að kaupa Heillagjafir, dýrmætar jólagjafir sem nýtast börnum og fjölskyldum þeirra á Gaza. Ef þjóðir heims og almenningur allur væri samtaka væri hægt að koma í veg fyrir þær ógnir sem steðja að börnum af mannavöldum. Það væri besta gjöf sem hægt væri að færa börnum til framtíðar. Þá væri hægt að gefa börnum frið, öryggi og vernd í jólagjöf. Þá væri hægt að sjá blik í augum allra barna. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun