Segir nánast ómögulegt að koma hjálpargögnun inn á Gasa Lovísa Arnardóttir skrifar 10. desember 2023 08:31 Reykur rís í norðurhluta Gasa eftir loftárásir Ísraelshers. Vísir/EPA Hörð átök voru í borginni Khan Younis á Gasa í nótt. Ísraelsk yfirvöld skipuðu íbúum borgarinnar að yfirgefa ákveðin hverfi í nótt og héldu í kjölfarið áfram landhernaði sínum inni í landið. Hundruð þúsunda höfðu fyrir flúið til borgarinnar til að leita skjóls fyrir loftárásum. Fram kemur á vef Reuters að Ísraelsher telji sig vera að ná árangri. Þjóðaröryggisráðgjafinn Tzachi Hanegbi sagði að herinn hefði samanlagt drepið í það minnsta sjö þúsund Hamas liða á sama tíma og yfirmaður í hernum, Herzi Halevi, sagði hermönnum að þeir þyrftu að gera meira. Bandaríkin notuðu neitunarvald sitt í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á föstudag og komu í veg fyrir að ráðið samþykkti ályktun um vopnahlé. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Palestínu, sem rekið er af Hamas, eru 17 þúsund almennir borgarar látnir í árásum Ísraela og þúsundir týnd og talin látin undir rústum. Um 40 prósent látinna eru börn. Þá hafa yfirmenn hjá ýmsum stofnunum Sameinuðu þjóðanna og öðrum hjálparsamtökum lýst yfir miklum áhyggjum af stöðunni í Palestínu. Níu af tíu fá ekki að borða daglega Helmingur íbúa á Gasa er nú sagður svelta og níu af tíu fá ekkert að borða á hverjum degi. Það segir Carl Skau, yfirmaður hjá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, í viðtali við breska ríkisútvarpið. Þá segir hann aðeins hluta þeirra birgða sem þarf að fara með þangað komast inn og að nánast ómögulegt sé að komast þangað. Aðeins er hægt að komast inn í gegnum landamæri við Egyptaland. Talsmaður ísraelska hersins segir að herinn reyni að aðstoða við það að koma birgðum að inn á svæðið en að það sé erfitt. Herinn vinni að því að útrýma Hamas og koma gíslum heim. Enn eru 137 gíslar í haldi Hamas-liða. „Við erum að gera allt sem við getum til að koma eins miklu inn á Gasa og við getum,“ er haft eftir talsmanni þeirra, Richard Hecht. Til skoðunar er að opna landamærin við Kerem Shalom til að koma meiri birgðum að. Þá myndu bílarnir fyrst koma við þar, innihald þeirra vera skoðað þar og þeim svo ekið inn á Gasa í gegnum landamærin við Rafah sem eru í um þriggja kílómetra fjarlægð. Fjallað var um málið á vef Reuters. Skau sagði í gær við breska ríkisútvarpið að þegar teymi hans fór á vettvang hafi þau mætt mikilli ringulreið, örvæntingu og hræðslu. Ekkert hafi undirbúið þau fyrir það sem þau sáu. Þá sagði hann nauðsynlegt að opna önnur landamæri svo hægt sé að koma nægum hjálpargögnum að inn á Gasa. Palestína Ísrael Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Hjálparstarf Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ísland ætli ekki að draga sig úr keppni í Eurovision Útvarpsstjóri segir þátttöku Íslands í Eurovision hafa ekkert með pólitíska afstöðu að gera. Um 3.300 manns hafa skrifað undir undirskriftarlista sem skorar á Rúv að neita þátttöku verði Ísrael ekki vísað úr keppni. 9. desember 2023 21:46 Bandaríkin einangruð og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í Sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum segir að niðurstaða Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að hafna vopnahléi sýni einangrun Bandaríkjanna innan stofnunarinnar og flókna stöðu aðalritarans. Lokapunktur í átökunum sé ekki í sjónmáli og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í. 9. desember 2023 21:03 Palestínumenn berháttaðir og handjárnaðir af Ísraelsher Ísraelsher smalaði saman tugum palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru afklæddir, handjárnaðir og bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru látnir krjúpa á jörðinni. 8. desember 2023 19:51 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Sjá meira
Fram kemur á vef Reuters að Ísraelsher telji sig vera að ná árangri. Þjóðaröryggisráðgjafinn Tzachi Hanegbi sagði að herinn hefði samanlagt drepið í það minnsta sjö þúsund Hamas liða á sama tíma og yfirmaður í hernum, Herzi Halevi, sagði hermönnum að þeir þyrftu að gera meira. Bandaríkin notuðu neitunarvald sitt í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á föstudag og komu í veg fyrir að ráðið samþykkti ályktun um vopnahlé. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Palestínu, sem rekið er af Hamas, eru 17 þúsund almennir borgarar látnir í árásum Ísraela og þúsundir týnd og talin látin undir rústum. Um 40 prósent látinna eru börn. Þá hafa yfirmenn hjá ýmsum stofnunum Sameinuðu þjóðanna og öðrum hjálparsamtökum lýst yfir miklum áhyggjum af stöðunni í Palestínu. Níu af tíu fá ekki að borða daglega Helmingur íbúa á Gasa er nú sagður svelta og níu af tíu fá ekkert að borða á hverjum degi. Það segir Carl Skau, yfirmaður hjá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, í viðtali við breska ríkisútvarpið. Þá segir hann aðeins hluta þeirra birgða sem þarf að fara með þangað komast inn og að nánast ómögulegt sé að komast þangað. Aðeins er hægt að komast inn í gegnum landamæri við Egyptaland. Talsmaður ísraelska hersins segir að herinn reyni að aðstoða við það að koma birgðum að inn á svæðið en að það sé erfitt. Herinn vinni að því að útrýma Hamas og koma gíslum heim. Enn eru 137 gíslar í haldi Hamas-liða. „Við erum að gera allt sem við getum til að koma eins miklu inn á Gasa og við getum,“ er haft eftir talsmanni þeirra, Richard Hecht. Til skoðunar er að opna landamærin við Kerem Shalom til að koma meiri birgðum að. Þá myndu bílarnir fyrst koma við þar, innihald þeirra vera skoðað þar og þeim svo ekið inn á Gasa í gegnum landamærin við Rafah sem eru í um þriggja kílómetra fjarlægð. Fjallað var um málið á vef Reuters. Skau sagði í gær við breska ríkisútvarpið að þegar teymi hans fór á vettvang hafi þau mætt mikilli ringulreið, örvæntingu og hræðslu. Ekkert hafi undirbúið þau fyrir það sem þau sáu. Þá sagði hann nauðsynlegt að opna önnur landamæri svo hægt sé að koma nægum hjálpargögnum að inn á Gasa.
Palestína Ísrael Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Hjálparstarf Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ísland ætli ekki að draga sig úr keppni í Eurovision Útvarpsstjóri segir þátttöku Íslands í Eurovision hafa ekkert með pólitíska afstöðu að gera. Um 3.300 manns hafa skrifað undir undirskriftarlista sem skorar á Rúv að neita þátttöku verði Ísrael ekki vísað úr keppni. 9. desember 2023 21:46 Bandaríkin einangruð og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í Sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum segir að niðurstaða Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að hafna vopnahléi sýni einangrun Bandaríkjanna innan stofnunarinnar og flókna stöðu aðalritarans. Lokapunktur í átökunum sé ekki í sjónmáli og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í. 9. desember 2023 21:03 Palestínumenn berháttaðir og handjárnaðir af Ísraelsher Ísraelsher smalaði saman tugum palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru afklæddir, handjárnaðir og bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru látnir krjúpa á jörðinni. 8. desember 2023 19:51 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Sjá meira
Ísland ætli ekki að draga sig úr keppni í Eurovision Útvarpsstjóri segir þátttöku Íslands í Eurovision hafa ekkert með pólitíska afstöðu að gera. Um 3.300 manns hafa skrifað undir undirskriftarlista sem skorar á Rúv að neita þátttöku verði Ísrael ekki vísað úr keppni. 9. desember 2023 21:46
Bandaríkin einangruð og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í Sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum segir að niðurstaða Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að hafna vopnahléi sýni einangrun Bandaríkjanna innan stofnunarinnar og flókna stöðu aðalritarans. Lokapunktur í átökunum sé ekki í sjónmáli og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í. 9. desember 2023 21:03
Palestínumenn berháttaðir og handjárnaðir af Ísraelsher Ísraelsher smalaði saman tugum palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru afklæddir, handjárnaðir og bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru látnir krjúpa á jörðinni. 8. desember 2023 19:51