Ekkert réttlætir mannfallið Kristín S. Hjálmtýsdóttir skrifar 8. nóvember 2023 16:00 Hörmungarnar sem við höfum orðið vitni að í Ísrael og á Gaza undanfarnar fjórar vikur eru ólýsanlegar. Yfir tíu þúsund almennir borgarar hafa verið drepnir, fregnir herma að yfir fjögur þúsund börn séu þar á meðal og fjölmörg önnur sitja eftir foreldralaus. Ekkert réttlætir átök sem hafa í för með sér slíkt mannfall. Á Gaza hefur nær 1,5 milljón manna þurft að flýja heimili sín og er á vergangi. Heilt samfélag hefur verið lagt í rúst. Lífsnauðsynjar eru af mjög skornum skammti og aðgangur að mannúðaraðstoð er nær enginn. Hver dagur verður barátta um að lifa af. Í Ísrael voru 1400 einstaklingar drepnir og þar bíða fjölskyldur 240 gísla eftir því að endurheimta ástvini. Yfir 200.000 Ísraelar hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Þá er ótalið mannfall Palestínufólks á Vesturbakkanum. Ítrekuð brot á mannúðarlögum Alþjóðaráð Rauða krossins sinnir mannúðaraðstoð í Ísrael og á Gaza og hefur ítrekað krafist þess að alþjóðleg mannúðarlög sem gilda í vopnuðum átökum verði virt. Öllum ríkjum heims ber að fylgja mannúðarlögunum og samkvæmt þeim njóta almennir borgarar verndar í vopnuðum átökum. Óheimilt er að taka almenna borgara í gíslingu. Óheimilt er að ráðast á nauðsynlega innviði svo sem vatns- og rafmagnsveitur og að svipta almenning aðgangi að matvælum, sem eru þeim ómissandi til þess að komast lífs af. Sjúkrahús og sjúkrabifreiðar njóta sérstakrar verndar og heilbrigðisstarfsfólk, mannúðar- og hjálparsamtök verða að geta sinnt hjálparstarfi á öruggan hátt. Konur og börn njóta einnig sérstakrar verndar í vopnuðum átökum. Síðast en ekki síst eiga allir almennir borgarar rétt á mannúðaraðstoð. Mannúðarlögin krefjast þess einnig að almenningur sé varaður við yfirvofandi árásum. Viðvaranir verða að vera tímanlegar, skýrar og tryggja verður fólki örugga flóttaleið. Almennir borgarar sem ekki geta flúið njóta engu að síður verndar samkvæmt mannúðarlögum og skylt er að tryggja öryggi þeirra. Þetta á við um fólk með fötlun, sjúklinga, aldraða og ekki síst barnmargar fjölskyldur sem eiga erfitt með að flýja átakasvæði með hraði. Vera má að mörgum finnist gagnslaust að krefjast þess að farið sé eftir alþjóðalögum þegar ástandið er jafn hörmulegt og raun ber vitni og að málflutningur alþjóðastofnana sé lítils virði. En ef alþjóðleg mannúðarlög eru virt að vettugi, þá hverfur einnig vonin um mannúð, björgun mannslífa og friðsamlega lausn. Íbúar Gaza eru hvergi óhultir Við hjá Rauða krossinum hvetjum alþjóðasamfélagið, og þar með talið íslensk stjórnvöld, til að krefjast vopnahlés og hvika hvergi frá þeirri kröfu. Það gildir einu hvað hverju okkar kann að þykja um upptök átakanna, það er umfram allt saklaust fólk sem þjáist og rétt eins og í öllum vopnuðum átökum er lífi þess fórnað eins og það skipti engu máli. Á Gaza á fólk sér nú enga undankomuleið undan sprengjuregni og ekki er nokkur leið að koma því til aðstoðar. Þetta er harmleikur sem heimsbyggðin getur ekki látið viðgangast. Rauði krossinn á Íslandi kallar sérstaklega eftir því að allir sem hlut eiga að átökum í Ísrael, Gaza og á Vesturbakkanum virði alþjóðleg mannúðarlög. Það er almenningi á þessum svæðum lífsnauðsynlegt, öðruvísi er ekki hægt að veita sárþjáðu fólki aðstoð og vinna að varanlegri lausn sem byggir á rétti fólks til mannsæmandi lífs, án átaka og ógnar. Að lokum minni ég á neyðarsöfnun Rauða krossins vegna átakanna. Með því að styðja hana geta landsmenn rétt þolendum átakanna hjálparhönd. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín S. Hjálmtýsdóttir Átök í Ísrael og Palestínu Hjálparstarf Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Magnús Jochum Pálsson skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hörmungarnar sem við höfum orðið vitni að í Ísrael og á Gaza undanfarnar fjórar vikur eru ólýsanlegar. Yfir tíu þúsund almennir borgarar hafa verið drepnir, fregnir herma að yfir fjögur þúsund börn séu þar á meðal og fjölmörg önnur sitja eftir foreldralaus. Ekkert réttlætir átök sem hafa í för með sér slíkt mannfall. Á Gaza hefur nær 1,5 milljón manna þurft að flýja heimili sín og er á vergangi. Heilt samfélag hefur verið lagt í rúst. Lífsnauðsynjar eru af mjög skornum skammti og aðgangur að mannúðaraðstoð er nær enginn. Hver dagur verður barátta um að lifa af. Í Ísrael voru 1400 einstaklingar drepnir og þar bíða fjölskyldur 240 gísla eftir því að endurheimta ástvini. Yfir 200.000 Ísraelar hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Þá er ótalið mannfall Palestínufólks á Vesturbakkanum. Ítrekuð brot á mannúðarlögum Alþjóðaráð Rauða krossins sinnir mannúðaraðstoð í Ísrael og á Gaza og hefur ítrekað krafist þess að alþjóðleg mannúðarlög sem gilda í vopnuðum átökum verði virt. Öllum ríkjum heims ber að fylgja mannúðarlögunum og samkvæmt þeim njóta almennir borgarar verndar í vopnuðum átökum. Óheimilt er að taka almenna borgara í gíslingu. Óheimilt er að ráðast á nauðsynlega innviði svo sem vatns- og rafmagnsveitur og að svipta almenning aðgangi að matvælum, sem eru þeim ómissandi til þess að komast lífs af. Sjúkrahús og sjúkrabifreiðar njóta sérstakrar verndar og heilbrigðisstarfsfólk, mannúðar- og hjálparsamtök verða að geta sinnt hjálparstarfi á öruggan hátt. Konur og börn njóta einnig sérstakrar verndar í vopnuðum átökum. Síðast en ekki síst eiga allir almennir borgarar rétt á mannúðaraðstoð. Mannúðarlögin krefjast þess einnig að almenningur sé varaður við yfirvofandi árásum. Viðvaranir verða að vera tímanlegar, skýrar og tryggja verður fólki örugga flóttaleið. Almennir borgarar sem ekki geta flúið njóta engu að síður verndar samkvæmt mannúðarlögum og skylt er að tryggja öryggi þeirra. Þetta á við um fólk með fötlun, sjúklinga, aldraða og ekki síst barnmargar fjölskyldur sem eiga erfitt með að flýja átakasvæði með hraði. Vera má að mörgum finnist gagnslaust að krefjast þess að farið sé eftir alþjóðalögum þegar ástandið er jafn hörmulegt og raun ber vitni og að málflutningur alþjóðastofnana sé lítils virði. En ef alþjóðleg mannúðarlög eru virt að vettugi, þá hverfur einnig vonin um mannúð, björgun mannslífa og friðsamlega lausn. Íbúar Gaza eru hvergi óhultir Við hjá Rauða krossinum hvetjum alþjóðasamfélagið, og þar með talið íslensk stjórnvöld, til að krefjast vopnahlés og hvika hvergi frá þeirri kröfu. Það gildir einu hvað hverju okkar kann að þykja um upptök átakanna, það er umfram allt saklaust fólk sem þjáist og rétt eins og í öllum vopnuðum átökum er lífi þess fórnað eins og það skipti engu máli. Á Gaza á fólk sér nú enga undankomuleið undan sprengjuregni og ekki er nokkur leið að koma því til aðstoðar. Þetta er harmleikur sem heimsbyggðin getur ekki látið viðgangast. Rauði krossinn á Íslandi kallar sérstaklega eftir því að allir sem hlut eiga að átökum í Ísrael, Gaza og á Vesturbakkanum virði alþjóðleg mannúðarlög. Það er almenningi á þessum svæðum lífsnauðsynlegt, öðruvísi er ekki hægt að veita sárþjáðu fólki aðstoð og vinna að varanlegri lausn sem byggir á rétti fólks til mannsæmandi lífs, án átaka og ógnar. Að lokum minni ég á neyðarsöfnun Rauða krossins vegna átakanna. Með því að styðja hana geta landsmenn rétt þolendum átakanna hjálparhönd. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar