Skógrækt og landgræðsla

Fréttamynd

Fyrirtæki kolefnisjafna sig með gróðursetningu

Skógræktin hefur varla undan að svara fyrirspurnum frá erlendum og innlendum fyrirtækjum, sem vilja kolefnisjafna sig með því að gróðursetja plöntur víðs vegar um landið. Með því eru fyrirtækin líka að búa sig undir að skila grænu bókhaldi eins og þeim verður skylt að gera eftir nokkur ár.

Innlent
Fréttamynd

Tvö prósent Íslands er nú þakið skógi og kjarri

Skógræktarfólk kætist þessa dagana því að nú eru tvö prósent af Íslandi þakin skógi og kjarri en þessi tala hefur verið eitt prósent fram að þessu. Eftir tuttugu ár er gert ráð fyrri að talan verði komin upp í 2,6 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Endur­reisn birki­skóga á Ís­landi

Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst áratuginn 2021-2030 áratug endurheimtar vistkerfa. Ísland á sér langa sögu um endurheimt vistkerfa og þar hefur Skógræktin (áður Skógrækt ríkisins) gegnt mikilvægu hlutverki. Aukinn kraftur færist nú í þetta starf.

Skoðun
Fréttamynd

Hækkandi á­burðar­verð og land­græðsla – hvað er til ráða?

Landgræðslunni barst opið bréf frá Ástu F. Flosadóttur sem birt var á Vísi þann 2. febrúar 2022 undir heitinu „Kæri Jón“ Opið bréf til Landgræðslunnar. Tilefni skrifa Ástu eru viðbrögð við bréfi Landgræðslunnar þar sem tilkynnt er að styrkir til verkefnisins Bændur græða landið verði lækkaðir vegna 100% hækkunar áburðarverðs.

Skoðun
Fréttamynd

Oslóar­tréð fellt í Heið­mörk

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, felldi Oslóartréð sem prýða mun Austurvöll yfir hátíðarnar í morgun. Borgarstjórinn naut aðstoðar Sævars Hreiðarssonar, skógarvarðar hjá Skógaræktarfélagi Reykjavíkur við að saga tréð og fella það.

Innlent
Fréttamynd

Gróðursettu fjögur þúsund tré í Heiðmörk

Björgunarsveitarfólk og sjálfboðaliðar frá Skógræktarfélagi Íslands og Skógræktarfélagi Reykjavíkur gróðursettu um fjögur þúsund rótarskot í Heiðmörk á dögunum. Á svæði sem varð illa úti í gróðureldunum í vor.

Innlent
Fréttamynd

Höggva sér leið í gegnum einn merkasta skóg landsins

Landslið skógarhöggsmanna er nú að störfum í Vaðlaskógi gegnt Akureyri, einum merkasta skógi landsins. Þar er skógurinn grisjaður til að rýma fyrir göngustíg og vatnslögnum. Framkvæmdastjóri skógræktarfélagsins segist sjá eftir trjánum sem fara, en margt gott komi í staðinn.

Innlent
Fréttamynd

„Trén hafa virkilega miklar tilfinningar“

Bæjarfulltrúi minni hlutans í Árborg undrast mjög aðgerðir bæjaryfirvalda í gærkvöldi þegar níu aspir við þjóðveg eitt, á Austurvegi á Selfossi, voru felldar. Bæjarstjórinn segir málið snúast fyrst og fremst um umferðaröryggi og um ósk Vegagerðarinnar að trén yrðu felld.

Innlent
Fréttamynd

Á­skorun til Land­græðslunnar

Eftir fremur kalt vor hér á Norðausturlandi fram í júní, kom loksins hlýtt sumar. Eftir að hlýnaði varð nokkuð hvasst með suðlægum áttum og var þá varla hægt að hafa opna glugga vegna moldroks.

Skoðun
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.