Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar 12. maí 2025 09:00 Eru trén í borgunum okkar lykillinn að betra samfélagi? Ný rannsókn bendir til þess að græn svæði geti gegnt lykilhlutverki í að efla félagslega samheldni og draga úr einmanaleika. Rannsókn sem gerð var í Suður-Kóreu á tímum COVID-19 og birtist nýlega í npj Urban Sustainability – hluta af Nature útgáfuröðinni – leiddi í ljós að í hverfum með meiri gróður var félagsleg upplifun jákvæðari, en á svæðum með minna af gróðri voru vísbendingar um tortryggni, sundrung og félagslega einangrun algengari. Rannsóknin, sem framkvæmd var af Yookyung Lee og Seungwoo Han, byggði á gögnum úr fjarkönnun og einstaklingsviðtölum þar sem spurt var um tengsl gróðurs, einmanaleika og samfélagslegrar upplifunar. Fjöldi fyrri rannsókna hefur sýnt að græn svæði bæta andlega og líkamlega heilsu. Þessi nýja rannsókn bendir til að áhrif þeirra nái enn lengra – þau hafi áhrif á félagslega skynjun og upplifun einstaklinga. Hún sýnir að einmanaleiki virkar sem milliliður: þeir sem búa á gróskumiklum svæðum upplifa sig síður einmana og eru líklegri til að treysta öðrum. Á hinn bóginn getur skortur á gróðri aukið upplifun af félagslegri fjarlægð og vantrausti innan samfélagsins. Niðurstöðurnar sýna skýrt að meiri gróður í borgarumhverfi dregur úr einmanaleika og eykur tilfinningu fyrir samfélagslegri samkennd. Fólk sem upplifir einmanaleika er líklegra til að sjá samfélagið sitt sem sundrað, óöruggt og ótraust. Græn svæði stuðla hins vegar að tengslamyndun með því að skapa vettvang fyrir samskipti og samveru. Rannsakendur leggja áherslu á mikilvægi borgargrænna svæða í stefnumótun og skipulagi. Þeir benda á að í löndum eins og Bretlandi og Japan hafi verið stofnuð sérstök ráðherraembætti gegn einmanaleika – og eitt helsta úrræðið sé að efla græn svæði í þéttbýli. Borgaryfirvöld um allan heim ættu því að líta á græna reiti ekki sem lúxus heldur nauðsyn. Að bæta við trjám, grænum görðum og almenningsrýmum hefur jákvæð áhrif – ekki aðeins á loftgæði og náttúru heldur einnig á líðan og samheldni samfélagsins. Nýlega skrifaði ég grein um niðurstöður Norrænu ráðherranefndarinnar varðandi 3.30.300 líkanið fyrir græn svæði í borgum. Þar fékk Ísland lægri einkunn en Færeyjar og var nánast á pari við Grænland. Líkanið byggir á þeirri hugmynd að hver borgarbúi eigi að sjá að minnsta kosti þrjú stór tré frá heimili sínu, að 30% borgarlandslagsins eigi að vera trjákrónuþekja, og að grænt svæði sé í 300 metra fjarlægð frá heimili. Þessi nálgun fellur vel að niðurstöðum rannsóknarinnar í Suður-Kóreu og undirstrikar mikilvægi gróðurs fyrir samfélagslega heilsu. Á tímum þar sem hraði og tækni hafa flækt félagsleg tengsl, getur náttúran boðið mikilvæga mótvægisaðgerð. Ef við viljum sterkari, samheldnari og heilbrigðari samfélög, ættum við að fjárfesta í grænum svæðum borganna. Hugsum um gróður sem meira en bara fegrun – hann gæti verið lykillinn að betra samfélagi. Höfundur er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Eru trén í borgunum okkar lykillinn að betra samfélagi? Ný rannsókn bendir til þess að græn svæði geti gegnt lykilhlutverki í að efla félagslega samheldni og draga úr einmanaleika. Rannsókn sem gerð var í Suður-Kóreu á tímum COVID-19 og birtist nýlega í npj Urban Sustainability – hluta af Nature útgáfuröðinni – leiddi í ljós að í hverfum með meiri gróður var félagsleg upplifun jákvæðari, en á svæðum með minna af gróðri voru vísbendingar um tortryggni, sundrung og félagslega einangrun algengari. Rannsóknin, sem framkvæmd var af Yookyung Lee og Seungwoo Han, byggði á gögnum úr fjarkönnun og einstaklingsviðtölum þar sem spurt var um tengsl gróðurs, einmanaleika og samfélagslegrar upplifunar. Fjöldi fyrri rannsókna hefur sýnt að græn svæði bæta andlega og líkamlega heilsu. Þessi nýja rannsókn bendir til að áhrif þeirra nái enn lengra – þau hafi áhrif á félagslega skynjun og upplifun einstaklinga. Hún sýnir að einmanaleiki virkar sem milliliður: þeir sem búa á gróskumiklum svæðum upplifa sig síður einmana og eru líklegri til að treysta öðrum. Á hinn bóginn getur skortur á gróðri aukið upplifun af félagslegri fjarlægð og vantrausti innan samfélagsins. Niðurstöðurnar sýna skýrt að meiri gróður í borgarumhverfi dregur úr einmanaleika og eykur tilfinningu fyrir samfélagslegri samkennd. Fólk sem upplifir einmanaleika er líklegra til að sjá samfélagið sitt sem sundrað, óöruggt og ótraust. Græn svæði stuðla hins vegar að tengslamyndun með því að skapa vettvang fyrir samskipti og samveru. Rannsakendur leggja áherslu á mikilvægi borgargrænna svæða í stefnumótun og skipulagi. Þeir benda á að í löndum eins og Bretlandi og Japan hafi verið stofnuð sérstök ráðherraembætti gegn einmanaleika – og eitt helsta úrræðið sé að efla græn svæði í þéttbýli. Borgaryfirvöld um allan heim ættu því að líta á græna reiti ekki sem lúxus heldur nauðsyn. Að bæta við trjám, grænum görðum og almenningsrýmum hefur jákvæð áhrif – ekki aðeins á loftgæði og náttúru heldur einnig á líðan og samheldni samfélagsins. Nýlega skrifaði ég grein um niðurstöður Norrænu ráðherranefndarinnar varðandi 3.30.300 líkanið fyrir græn svæði í borgum. Þar fékk Ísland lægri einkunn en Færeyjar og var nánast á pari við Grænland. Líkanið byggir á þeirri hugmynd að hver borgarbúi eigi að sjá að minnsta kosti þrjú stór tré frá heimili sínu, að 30% borgarlandslagsins eigi að vera trjákrónuþekja, og að grænt svæði sé í 300 metra fjarlægð frá heimili. Þessi nálgun fellur vel að niðurstöðum rannsóknarinnar í Suður-Kóreu og undirstrikar mikilvægi gróðurs fyrir samfélagslega heilsu. Á tímum þar sem hraði og tækni hafa flækt félagsleg tengsl, getur náttúran boðið mikilvæga mótvægisaðgerð. Ef við viljum sterkari, samheldnari og heilbrigðari samfélög, ættum við að fjárfesta í grænum svæðum borganna. Hugsum um gróður sem meira en bara fegrun – hann gæti verið lykillinn að betra samfélagi. Höfundur er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun