Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar 12. maí 2025 09:00 Eru trén í borgunum okkar lykillinn að betra samfélagi? Ný rannsókn bendir til þess að græn svæði geti gegnt lykilhlutverki í að efla félagslega samheldni og draga úr einmanaleika. Rannsókn sem gerð var í Suður-Kóreu á tímum COVID-19 og birtist nýlega í npj Urban Sustainability – hluta af Nature útgáfuröðinni – leiddi í ljós að í hverfum með meiri gróður var félagsleg upplifun jákvæðari, en á svæðum með minna af gróðri voru vísbendingar um tortryggni, sundrung og félagslega einangrun algengari. Rannsóknin, sem framkvæmd var af Yookyung Lee og Seungwoo Han, byggði á gögnum úr fjarkönnun og einstaklingsviðtölum þar sem spurt var um tengsl gróðurs, einmanaleika og samfélagslegrar upplifunar. Fjöldi fyrri rannsókna hefur sýnt að græn svæði bæta andlega og líkamlega heilsu. Þessi nýja rannsókn bendir til að áhrif þeirra nái enn lengra – þau hafi áhrif á félagslega skynjun og upplifun einstaklinga. Hún sýnir að einmanaleiki virkar sem milliliður: þeir sem búa á gróskumiklum svæðum upplifa sig síður einmana og eru líklegri til að treysta öðrum. Á hinn bóginn getur skortur á gróðri aukið upplifun af félagslegri fjarlægð og vantrausti innan samfélagsins. Niðurstöðurnar sýna skýrt að meiri gróður í borgarumhverfi dregur úr einmanaleika og eykur tilfinningu fyrir samfélagslegri samkennd. Fólk sem upplifir einmanaleika er líklegra til að sjá samfélagið sitt sem sundrað, óöruggt og ótraust. Græn svæði stuðla hins vegar að tengslamyndun með því að skapa vettvang fyrir samskipti og samveru. Rannsakendur leggja áherslu á mikilvægi borgargrænna svæða í stefnumótun og skipulagi. Þeir benda á að í löndum eins og Bretlandi og Japan hafi verið stofnuð sérstök ráðherraembætti gegn einmanaleika – og eitt helsta úrræðið sé að efla græn svæði í þéttbýli. Borgaryfirvöld um allan heim ættu því að líta á græna reiti ekki sem lúxus heldur nauðsyn. Að bæta við trjám, grænum görðum og almenningsrýmum hefur jákvæð áhrif – ekki aðeins á loftgæði og náttúru heldur einnig á líðan og samheldni samfélagsins. Nýlega skrifaði ég grein um niðurstöður Norrænu ráðherranefndarinnar varðandi 3.30.300 líkanið fyrir græn svæði í borgum. Þar fékk Ísland lægri einkunn en Færeyjar og var nánast á pari við Grænland. Líkanið byggir á þeirri hugmynd að hver borgarbúi eigi að sjá að minnsta kosti þrjú stór tré frá heimili sínu, að 30% borgarlandslagsins eigi að vera trjákrónuþekja, og að grænt svæði sé í 300 metra fjarlægð frá heimili. Þessi nálgun fellur vel að niðurstöðum rannsóknarinnar í Suður-Kóreu og undirstrikar mikilvægi gróðurs fyrir samfélagslega heilsu. Á tímum þar sem hraði og tækni hafa flækt félagsleg tengsl, getur náttúran boðið mikilvæga mótvægisaðgerð. Ef við viljum sterkari, samheldnari og heilbrigðari samfélög, ættum við að fjárfesta í grænum svæðum borganna. Hugsum um gróður sem meira en bara fegrun – hann gæti verið lykillinn að betra samfélagi. Höfundur er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Eru trén í borgunum okkar lykillinn að betra samfélagi? Ný rannsókn bendir til þess að græn svæði geti gegnt lykilhlutverki í að efla félagslega samheldni og draga úr einmanaleika. Rannsókn sem gerð var í Suður-Kóreu á tímum COVID-19 og birtist nýlega í npj Urban Sustainability – hluta af Nature útgáfuröðinni – leiddi í ljós að í hverfum með meiri gróður var félagsleg upplifun jákvæðari, en á svæðum með minna af gróðri voru vísbendingar um tortryggni, sundrung og félagslega einangrun algengari. Rannsóknin, sem framkvæmd var af Yookyung Lee og Seungwoo Han, byggði á gögnum úr fjarkönnun og einstaklingsviðtölum þar sem spurt var um tengsl gróðurs, einmanaleika og samfélagslegrar upplifunar. Fjöldi fyrri rannsókna hefur sýnt að græn svæði bæta andlega og líkamlega heilsu. Þessi nýja rannsókn bendir til að áhrif þeirra nái enn lengra – þau hafi áhrif á félagslega skynjun og upplifun einstaklinga. Hún sýnir að einmanaleiki virkar sem milliliður: þeir sem búa á gróskumiklum svæðum upplifa sig síður einmana og eru líklegri til að treysta öðrum. Á hinn bóginn getur skortur á gróðri aukið upplifun af félagslegri fjarlægð og vantrausti innan samfélagsins. Niðurstöðurnar sýna skýrt að meiri gróður í borgarumhverfi dregur úr einmanaleika og eykur tilfinningu fyrir samfélagslegri samkennd. Fólk sem upplifir einmanaleika er líklegra til að sjá samfélagið sitt sem sundrað, óöruggt og ótraust. Græn svæði stuðla hins vegar að tengslamyndun með því að skapa vettvang fyrir samskipti og samveru. Rannsakendur leggja áherslu á mikilvægi borgargrænna svæða í stefnumótun og skipulagi. Þeir benda á að í löndum eins og Bretlandi og Japan hafi verið stofnuð sérstök ráðherraembætti gegn einmanaleika – og eitt helsta úrræðið sé að efla græn svæði í þéttbýli. Borgaryfirvöld um allan heim ættu því að líta á græna reiti ekki sem lúxus heldur nauðsyn. Að bæta við trjám, grænum görðum og almenningsrýmum hefur jákvæð áhrif – ekki aðeins á loftgæði og náttúru heldur einnig á líðan og samheldni samfélagsins. Nýlega skrifaði ég grein um niðurstöður Norrænu ráðherranefndarinnar varðandi 3.30.300 líkanið fyrir græn svæði í borgum. Þar fékk Ísland lægri einkunn en Færeyjar og var nánast á pari við Grænland. Líkanið byggir á þeirri hugmynd að hver borgarbúi eigi að sjá að minnsta kosti þrjú stór tré frá heimili sínu, að 30% borgarlandslagsins eigi að vera trjákrónuþekja, og að grænt svæði sé í 300 metra fjarlægð frá heimili. Þessi nálgun fellur vel að niðurstöðum rannsóknarinnar í Suður-Kóreu og undirstrikar mikilvægi gróðurs fyrir samfélagslega heilsu. Á tímum þar sem hraði og tækni hafa flækt félagsleg tengsl, getur náttúran boðið mikilvæga mótvægisaðgerð. Ef við viljum sterkari, samheldnari og heilbrigðari samfélög, ættum við að fjárfesta í grænum svæðum borganna. Hugsum um gróður sem meira en bara fegrun – hann gæti verið lykillinn að betra samfélagi. Höfundur er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun