Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar 12. maí 2025 09:00 Eru trén í borgunum okkar lykillinn að betra samfélagi? Ný rannsókn bendir til þess að græn svæði geti gegnt lykilhlutverki í að efla félagslega samheldni og draga úr einmanaleika. Rannsókn sem gerð var í Suður-Kóreu á tímum COVID-19 og birtist nýlega í npj Urban Sustainability – hluta af Nature útgáfuröðinni – leiddi í ljós að í hverfum með meiri gróður var félagsleg upplifun jákvæðari, en á svæðum með minna af gróðri voru vísbendingar um tortryggni, sundrung og félagslega einangrun algengari. Rannsóknin, sem framkvæmd var af Yookyung Lee og Seungwoo Han, byggði á gögnum úr fjarkönnun og einstaklingsviðtölum þar sem spurt var um tengsl gróðurs, einmanaleika og samfélagslegrar upplifunar. Fjöldi fyrri rannsókna hefur sýnt að græn svæði bæta andlega og líkamlega heilsu. Þessi nýja rannsókn bendir til að áhrif þeirra nái enn lengra – þau hafi áhrif á félagslega skynjun og upplifun einstaklinga. Hún sýnir að einmanaleiki virkar sem milliliður: þeir sem búa á gróskumiklum svæðum upplifa sig síður einmana og eru líklegri til að treysta öðrum. Á hinn bóginn getur skortur á gróðri aukið upplifun af félagslegri fjarlægð og vantrausti innan samfélagsins. Niðurstöðurnar sýna skýrt að meiri gróður í borgarumhverfi dregur úr einmanaleika og eykur tilfinningu fyrir samfélagslegri samkennd. Fólk sem upplifir einmanaleika er líklegra til að sjá samfélagið sitt sem sundrað, óöruggt og ótraust. Græn svæði stuðla hins vegar að tengslamyndun með því að skapa vettvang fyrir samskipti og samveru. Rannsakendur leggja áherslu á mikilvægi borgargrænna svæða í stefnumótun og skipulagi. Þeir benda á að í löndum eins og Bretlandi og Japan hafi verið stofnuð sérstök ráðherraembætti gegn einmanaleika – og eitt helsta úrræðið sé að efla græn svæði í þéttbýli. Borgaryfirvöld um allan heim ættu því að líta á græna reiti ekki sem lúxus heldur nauðsyn. Að bæta við trjám, grænum görðum og almenningsrýmum hefur jákvæð áhrif – ekki aðeins á loftgæði og náttúru heldur einnig á líðan og samheldni samfélagsins. Nýlega skrifaði ég grein um niðurstöður Norrænu ráðherranefndarinnar varðandi 3.30.300 líkanið fyrir græn svæði í borgum. Þar fékk Ísland lægri einkunn en Færeyjar og var nánast á pari við Grænland. Líkanið byggir á þeirri hugmynd að hver borgarbúi eigi að sjá að minnsta kosti þrjú stór tré frá heimili sínu, að 30% borgarlandslagsins eigi að vera trjákrónuþekja, og að grænt svæði sé í 300 metra fjarlægð frá heimili. Þessi nálgun fellur vel að niðurstöðum rannsóknarinnar í Suður-Kóreu og undirstrikar mikilvægi gróðurs fyrir samfélagslega heilsu. Á tímum þar sem hraði og tækni hafa flækt félagsleg tengsl, getur náttúran boðið mikilvæga mótvægisaðgerð. Ef við viljum sterkari, samheldnari og heilbrigðari samfélög, ættum við að fjárfesta í grænum svæðum borganna. Hugsum um gróður sem meira en bara fegrun – hann gæti verið lykillinn að betra samfélagi. Höfundur er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Eru trén í borgunum okkar lykillinn að betra samfélagi? Ný rannsókn bendir til þess að græn svæði geti gegnt lykilhlutverki í að efla félagslega samheldni og draga úr einmanaleika. Rannsókn sem gerð var í Suður-Kóreu á tímum COVID-19 og birtist nýlega í npj Urban Sustainability – hluta af Nature útgáfuröðinni – leiddi í ljós að í hverfum með meiri gróður var félagsleg upplifun jákvæðari, en á svæðum með minna af gróðri voru vísbendingar um tortryggni, sundrung og félagslega einangrun algengari. Rannsóknin, sem framkvæmd var af Yookyung Lee og Seungwoo Han, byggði á gögnum úr fjarkönnun og einstaklingsviðtölum þar sem spurt var um tengsl gróðurs, einmanaleika og samfélagslegrar upplifunar. Fjöldi fyrri rannsókna hefur sýnt að græn svæði bæta andlega og líkamlega heilsu. Þessi nýja rannsókn bendir til að áhrif þeirra nái enn lengra – þau hafi áhrif á félagslega skynjun og upplifun einstaklinga. Hún sýnir að einmanaleiki virkar sem milliliður: þeir sem búa á gróskumiklum svæðum upplifa sig síður einmana og eru líklegri til að treysta öðrum. Á hinn bóginn getur skortur á gróðri aukið upplifun af félagslegri fjarlægð og vantrausti innan samfélagsins. Niðurstöðurnar sýna skýrt að meiri gróður í borgarumhverfi dregur úr einmanaleika og eykur tilfinningu fyrir samfélagslegri samkennd. Fólk sem upplifir einmanaleika er líklegra til að sjá samfélagið sitt sem sundrað, óöruggt og ótraust. Græn svæði stuðla hins vegar að tengslamyndun með því að skapa vettvang fyrir samskipti og samveru. Rannsakendur leggja áherslu á mikilvægi borgargrænna svæða í stefnumótun og skipulagi. Þeir benda á að í löndum eins og Bretlandi og Japan hafi verið stofnuð sérstök ráðherraembætti gegn einmanaleika – og eitt helsta úrræðið sé að efla græn svæði í þéttbýli. Borgaryfirvöld um allan heim ættu því að líta á græna reiti ekki sem lúxus heldur nauðsyn. Að bæta við trjám, grænum görðum og almenningsrýmum hefur jákvæð áhrif – ekki aðeins á loftgæði og náttúru heldur einnig á líðan og samheldni samfélagsins. Nýlega skrifaði ég grein um niðurstöður Norrænu ráðherranefndarinnar varðandi 3.30.300 líkanið fyrir græn svæði í borgum. Þar fékk Ísland lægri einkunn en Færeyjar og var nánast á pari við Grænland. Líkanið byggir á þeirri hugmynd að hver borgarbúi eigi að sjá að minnsta kosti þrjú stór tré frá heimili sínu, að 30% borgarlandslagsins eigi að vera trjákrónuþekja, og að grænt svæði sé í 300 metra fjarlægð frá heimili. Þessi nálgun fellur vel að niðurstöðum rannsóknarinnar í Suður-Kóreu og undirstrikar mikilvægi gróðurs fyrir samfélagslega heilsu. Á tímum þar sem hraði og tækni hafa flækt félagsleg tengsl, getur náttúran boðið mikilvæga mótvægisaðgerð. Ef við viljum sterkari, samheldnari og heilbrigðari samfélög, ættum við að fjárfesta í grænum svæðum borganna. Hugsum um gróður sem meira en bara fegrun – hann gæti verið lykillinn að betra samfélagi. Höfundur er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun