Landspítalinn

Fréttamynd

Fullyrðir ekki um mögulegar uppsagnir vegna breytinga á rekstri Landspítalans

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir boðaðar breytingar á rekstri spítalans ekki gerðar vegna mikils hallareksturs. Níu framkvæmdastjórum spítalans hefur verið sagt upp og ekki liggur ljóst fyrir hvort frekari uppsagnir verði. Boðaðar breytingar í rekstri verða kynntar heilbrigðisráðuneyti og ráðherra í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Ljósmóðir dáist að Ronju en mælir ekki með athæfinu

Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir það gott að kona sé í svo góðum tengslum við líkama sinn að hún treysti sér til að fæða barn á eigin spýtur án inngripa heilbrigðisstarfsfólks. Hún mæli hins vegar ekki með því að konur séu einar eða einar með maka sínum í fæðingu.

Innlent
Fréttamynd

Hjartaaðgerðum frestað þrjátíu og tvisvar sinnum á árinu

Hjartaaðgerðum á Landspítalanum hefur verið frestað þrjátíu og tvisvar sinnum á árinu vegna plássleysis á gjörgæslu. Aðstoðarmaður landlæknis segir ástandið ólíðandi enda geti frestun slíkra aðgerða verið lífsógnandi og aukið sálrænt álag á sjúklinga. Þá hafa hjúkrunarfræðingar þurft að taka á sig talsverða aukavinnu til að bregðast við ástandinu.

Innlent
Fréttamynd

Fannst heilbrigðiskerfið vilja hylma yfir mistökin í málinu

Börn Guðmundar Más Bjarnasonar upplifðu reiði og vantraust í garð kerfisins eftir andlát föður síns á Landspítalanum. Stöðugur fréttaflutningur af máli hjúkrunarfræðingsins magnaði upp sorgina. Finnst enginn vilja gangast við ábyrgð á mistökum sem leiddu til andláts föður þeirra. Héraðsdómur dæmdi þeim bætur í apríl.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.