
Keppandi Svartfjallalands væri til í að koma fram á Iceland Airwaves með Björk
Vladana keppandi Svartfjallalands í Eurovision í ár ræddi við Júrógarðinn á opnunarhátíð Eurovision og þar kom í ljós að hún elskar Ísland þrátt fyrir að hafa aldrei komið til landsins.

Björk sló í gegn í Los Angeles
Tónlistarkonan Björk hélt tónleika í Shrine Auditorium tónleikahöllinni í Los Angeles í gærkvöldi við góðar viðtökur. Tónleikarnir voru hluti af Cornucopia tónleikaferðalagi hennar í Bandaríkjunum. En þetta voru fyrstu tónleikarnir af þremur sem hún mun halda í Los Angeles, áður en förinni verður heitið til San Fransisco.

Björk kaupir Sigvaldahús á 420 milljónir króna
Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins hefur tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir gengið frá kaupum á Sigvaldahúsinu að Ægissíðu 80. Kaupverðið sé hvorki meira né minna en 420 milljónir króna.

Fyrsta stikla Northman: Ísland, Björk og brjálaður Skarsgård
Universal frumsýndi í dag fyrstu stiklu víkingamyndarinnar The Northman eftir Robert Eggers. Myndin á að gerast á Íslandi um árið þúsund og handritið var skrifað í samstarfi við skáldið Sjón.

Björk í Balenciaga með Hamrahlíðarkórnum í Hörpu
Aðrir tónleikar af fjórum í tónleikaseríunni Björk Orkestral - Live from Reykjavík fóru fram í gær í Eldborg í Hörpu.

Faldi synina fyrir Björk undir fréttaborðinu
Elín Stefánsdóttir Hirst, fyrrverandi fréttamaður á Stöð 2, rifjaði það upp í 35 ára afmælisþætti Stöðvar 2, sem sýndur var á laugardaginn að hún hafi eitt sinn þurft að daga syni sína tvo með í vinnuna þegar hún var að lesa kvöldfréttir. Drengirnir hafi verið eins og englar og beðið undir fréttaborðinu en skotið upp kollinum þegar tónlistarkonan Björk mætti í stúdíóið.

Björk hélt sína fyrstu tónleika á Íslandi í þrjú ár
Björk hélt sína fyrstu tónleika af fjórum í tónleikaseríunni Björk Orkestral í Eldborg í Hörpu í gær. Hún kom fram ásamt strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Viktors Orra Árnasonar. Flutt voru lög af plötunum Post, Vespertine og Dancer in the Dark.

Áhugi á Sigvaldahúsinu við Ægisíðu
Nokkur áhugi var á Sigvaldahúsi á Ægisíðu. Um er að ræða glæsilegt einbýlishúsi sem teiknað var af Sigvalda Thordarson við Ægisíðu 80 í Vesturbæ Reykjavíkur. Eignin hefur nú verið tekin út af sölusíðum en hefur ekki verið seld að sögn fasteignasala.

Björk hjálpaði Shoplifter að safna fyrir Höfuðstöðinni
Björk Guðmundsdóttir hvatti fylgjendur sína á Twitter til að leggja söfnun myndlistarkonunnar Hrafnhildar Arnardóttur, betur þekktri sem Shoplifter, lið. Síðan Björk birti færsluna í gær hefur söfnunin náð hundrað þúsund dollara markmiði sínu.

Daði fær silfurplötu í Bretlandi
Daði Freyr hefur fengið silfurplötu í Bretlandi fyrir lagið Think About Things. Um er að ræða söluviðurkenningu sem vottar að lagið seldist í 200 þúsund eintökum þar í landi.

Írland varð fyrir valinu sem Ísland í stórmyndinni sem Björk leikur í
Tökur eru að hefjast á Írlandi á víkingamyndinni The Northman. Sögusvið myndarinnar er Ísland í kringum árið 1000 en engu að síður segja heimamenn í Donegal á Írlandi að svæðið hafi verið valið sem tökustaður þar sem það líkist Íslandi á víkingatímum.

Björk heldur þrenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu í ágúst
Söngkonan Björk Guðmundsdóttir tilkynnti á Facebook síðu sinni um helgina að hún ætlaði að bjóða Íslendingum á tónleika. Á tónleikunum ætlar hún að halda upp á alla íslensku tónlistarmennina sem hún hefur unnið með í gegnum tíðina, samtals yfir hundrað einstaklingar.

Björk frestar öllum sumartónleikum um eitt ár
Söngkonan Björk Guðmundsdóttir hefur ákveðið að fresta þrennum tónleikum sem áttu að fara fram í sumar til ársins 2021.

Björk selur 117 ára einbýlishús í miðborginni
Söngkonan Björk Guðmundsdóttir hefur sett einbýlishús sitt við Grettisgötu á sölu en um er að ræða rúmlega sjötíu fermetra hús í hjarta borgarinnar.

Björk sögð í viðræðum um að taka að sér hlutverk í víkingamynd
Ef samningar nást verður það í fyrsta sinn í 20 ár sem Björk leikur í kvikmynd.

Fyllerí með Björk varð til þess að Thom Yorke fór að hugsa vel um röddina í sér
Thom Yorke, söngvari bresku hljómsveitarinnar Radiohead segir að hann fyrst tekið það alvarlega að hann þyrfti að hugsa um röddina í sér eftir að hafa farið á fyllerí með Björk.

„Hef örugglega ekki þénað krónu síðastliðin tuttugu ár“
Björk fer yfir ferilinn og aðdraganda risa tónleikanna í The Shed í viðtali í The New York Times.

Björk gerði allt vitlaust sem plötusnúður á balli MH
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir gerði sér lítið fyrir og steig á sviðið á menntaskólaballi MH í vikunni og var plötusnúður.

Magnús og Hrefna keyptu bústað af Björk og tóku hann í nefið
Í Heimsókn í kvöld fer Sindri Sindrason til Magnúsar Scheving og Hrefnu Bjarkar Sverrisdóttur sem hafa tekið bústað í gegn.

Björk orðin amma 53 ára
Söngkonan Björk Guðmundsdóttir er orðin amma en sonur hennar Sindri Eldon eignaðist sitt fyrsta barn með eiginkonu sinni Morgan Johnson á laugardaginn.