Apple

Fréttamynd

Banda­ríkin höfða mál gegn Apple vegna ein­okunar

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn Apple. Tæknirisinn er sakaður um að beita einokunarstöðu sinni á markaði snjallsíma til að koma í veg fyrir samkeppni. Þá hafi staða fyrirtækisins verði notuð til að halda aftur af samkeppni á hugbúnaðarmarkaði og draga úr notagildi annarra síma í samkeppni við iPhone.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Apple sektað um 270 milljarða af ESB

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sektað Apple um tvo milljarða dala vegna einokunar. Forsvarsmenn fyrirtækisins eru sagðir hafa beitt mætti þess til að kæfa samkeppni á sviði tónlistarstreymis.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Apple veltir Samsung úr sessi

Bandaríska fyrirtækið Apple velti á síðasta ári tæknirisanum Samsung, frá Suður-Kóreu, úr sessi á toppi snjallsímamarkaðs heimsins. Þar hafði Samsung setið í tólf ár sem fyrirtækið sem seldi flesta snjallsíma í heiminum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Beittu sér gegn Apple eftir við­vörun um njósnir

Margir af þekktustu blaðamönnum Indlands og stjórnmálamenn lýstu því yfir í október að tæknifyrirtækið Apple hefði varað þá við því að tölvuþrjótar á vegum ríkis hefðu gert árás á síma þeirra og tæki. Ríkisstjórn Nardendra Modi, forsætisráðherra Indlands, brást hratt við með því að beina spjótum sínum að Apple.

Erlent
Fréttamynd

Epic Games vinna mikinn sigur á Google

Google hefur misnotað aðstöðu sína til að kreista fé úr framleiðendum og takmarka samkeppni á sviði forrita fyrir snjalltæki sem nota Android-stýrikerfi Google. Þessari niðurstöðu komust kviðdómendur í máli Epic Games gegn Google að í San Francisco í gær en niðurstaðan gæti haft mikil á áhrif á stýrikerfið, sem notað er út um allan heim.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stefn­a á verð­hækk­un hjá Net­flix

Forsvarsmenn streymisveitunnar Netflix stefna á að hækka áskriftaverð á næstunni. Verkfalli handritshöfunda lauk nýverið og stendur til að bíða þar til verkfalli leikara lýkur einnig, áður en verðhækkanirnar verða tilkynntar en verið er að skoða að hækka verðið víða um heim. Fyrst stendur þó til að hækka verðið í Norður-Ameríku.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vivaldi bítur í Eplið

Vafrinn Vivaldi er nú aðgengilegur notendum snjalltækja Apple. Búið er að gera útgáfu af vafranum fyrir iOS stýrikerfið sem hægt er að nálgast í App Store.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kvartað undan of heitum iPhone 15

Margir notendur iPhone 15 síma Apple hafa kvartað yfir því að símarnir hitni mjög mikið. Því hefur verið haldið fram að símar hafi orðið allt að 47 gráður en þetta virðist sérstaklega eiga við öflugri útgáfur iPhone 15.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ó­sáttir við full­yrðingar um iP­hone geislun

App­le hefur heitið því að upp­færa hug­búnað í iP­hone 12 snjallsímum sínum í Frakk­landi eftir að frönsk stjórn­völd felldu vöruna á sér­stöku geislunar­prófi. Fyrir­tækið segist hins­vegar ekki sættast á niður­stöður franskra yfir­valda.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nýir símar, úr og heyrnartól

Forsvarsmenn Apple kynntu í dag nýja kynslóð snjallsíma, heyrnartóla og snjallúra á kynningu í Cupertino í Bandaríkjunum. Nýr iPhone, sem er nú búinn USB-C hleðslutengi, leit dagsins ljós, í fjórum mismunandi útgáfum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gamall iP­hone seldist á tugi milljóna

Fyrsta kynslóðin af iPhone símum kom út árið 2007 og var mjög vinsæl á sínum tíma. Alls seldust um sex milljón eintök af símanum. Einn þessara síma var settur á uppboð sem lauk á dögunum með því að hann seldist á rúmlega 190 þúsund dollara. Það samsvarar um tuttugu og sjö milljónum í íslenskum krónum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Apple kynnir spennandi nýjungar

Lykilræða Apple á WWDC ráðstefnunni í ár hefur sjaldan verið eins gjöful af tækjum og tólum. Apple kynnti nýja MacBook Air með 15” skjá, hraðari Mac Studio tölvur með M2 Max og M2 Ultra flögum og nýja Mac Pro tölvu með sömu flögum.

Samstarf
Fréttamynd

App­le bland­ar ver­u­leik­um

Forsvarsmenn tæknirisans Apple héldu í gær kynningu þar sem nýjar tölvur, nýtt stýrikerfi og fleira var opinberað. Ein vara hefur þó notið mun meiri athygli en aðra en það eru gleraugun Apple Vision Pro.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Flestir þekkja MS og svo Apple

Landsmenn nefna oftast vörumerki MS þegar þeir eru beðnir um að nefna það vörumerki úr sínu daglega lífi sem þeim dettur fyrst í hug. Næst á eftir koma bandarísku merkin Apple og Nike.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fermingargjafir sem endast

Apple leggur áherslu á að lágmarka öll umhverfisáhrif við framleiðslu og í rekstri og framleiðir áreiðanlegar vörur sem endast vel.

Samstarf
Fréttamynd

Fimm­tán ára gamall sími á sjö milljónir

Fyrsti iPhone síminn kom út í júní árið 2007 og seldist í sex milljónum eintaka. Eitt þessara eintaka er nú til sölu á uppboði hjá bandaríska uppboðshúsinu LCG Auctions. Búist er við því að síminn seljist á yfir 50 þúsund dollara, eða rétt rúmlega sjö milljónir í íslenskum krónum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Apple kynnir nýjan hátalara

Tæknirisinn Apple hefur kynnt til leiks nýjan hátalara, HomePod. Um er að ræða aðra kynslóð af hátölurunum en sú fyrsta kom út árið 2018. Fyrirtækið vonast eftir því að skáka fyrirtækjum á borð við Amazon, Google og Sonos með nýju græjunni. 

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Zuckerberg líka ósáttur við Apple

Mark Zuckerberg, forstjóri META (áður Facebook), segir Apple hafa of mikil völd á sviði smáforrita í síma og snjalltæki. Tók hann þar undir ummæli auðjöfursins Elon Musk, sem lýsti því yfir fyrr í vikunni að hann ætlaði í stríð við Apple, áður en hann dró svo í land með það.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Musk segist ætla í stríð við Apple

Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins Twitter, bölsótaðist út í tæknirisann Apple og sakaði fyrirtækið óbeint um að hata tjáningarfrelsi í gær. Ef eitthvað er að marka yfirlýsingar Musk er Apple að íhuga að henda Twitter út úr snjallforritaverslun sinni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Næst á dagskrá: Ævintýri

Apple Watch Ultra er ævintýralegt snjallúr hannað með jaðaríþróttir í huga, byggt á nýrri hönnun og ótrúlegum eiginleikum.

Samstarf
Fréttamynd

Hagnaður Meta dróst saman um helming

Virði hlutabréfa Meta, áður Facebook, hefur lækkað töluvert í kjölfar þess að fyrirtækið birti annað ársfjórðungsuppgjörið í röð þar sem tekjur hafa dregist saman. Félagið er nærri því að falla úr flokki tuttugu verðmætustu félaga Bandaríkjanna eftir mjög erfitt rekstrarár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

iPad 10 í lit, iPad Pro með M2 og nýtt Apple TV

Tíunda kynslóð iPad fær litríka og stóra uppfærslu. iPad 10 spjaldtölvan fær stærri 10,9” skjá með rúnuð horn án þess að stækka, hraðvirkan fingrafaralesa á hliðinni sem fer minna fyrir, vel staðsetta 12 megadíla fremri myndavél sem hentar betur fyrir myndsamtöl og A14 Bionic örgjörva sem eykur afköst án þess að draga úr rafhlöðuendingu. iPad 10 fær öflugra þráðlaust samband og styður nú bæði 5G og WiFi 6.

Samstarf